„Þetta er búið að vera besta liðið í vetur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. apríl 2021 11:31 Keflavík hefur verið besta lið Dominos-deildar karla í körfubolta samkvæmt sérfræðingum Körfuboltakvölds og svo segja gárungarnir að taflan ljúgi aldrei. Vísir/Hulda Margrét Farið var yfir efstu sex lið Dominos-deildar karla í körfubolta í síðasta þætti Dominos Körfuboltakvölds. Nú er komið að efstu tveimur liðum deildarinnar, Keflavík og Þór Þorlákshöfn. „Í öðru sæti er lið sem hefur breyst ansi lítið. Lið sem hefur heillað flesta sem fylgjast með íslenskum körfubolta. Það hefur gengið ansi vel hjá Lárusi Jónssyni að búa til liðsheild úr þessu liði,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi. „Að þurfa ekki að gera neina breytingu er frábært. Til hvers að gera breytingu þegar það gengur vel. Einhverjir hefðu freistast til að bæta við einum leikmanni eða eitthvað.“ sagði Benedikt Guðmundsson um Þórsara. Farið var yfir innkomu Larry Thomas og hans frábæru innkomu inn í liðið eftir að leika í 1. deild hér á landi undanfarin misseri. Eftir að fara yfir erlendu leikmennina þá var Styrmir Snær Þrastarson, uppáhald Körufuboltakvölds, að sjálfsögðu ræddur. „Stærsta ákvörðun sem Lárus Jónsson hefur tekið, mögulega í ár og þegar við horfum fram veginn, var að segja við Styrmi Snæ Þrastarson: Gjörðu svo vel, hérna er liðið þitt, nú átt þú þetta svið,“ sagði Kjartan Atli. Í spilaranum hér að neðan má sjá alla umræðu um Þór Þorlákshöfn. Klippa: Umræðan um Þór Þorlákshöfn „Þetta er búið að vera besta liðið í vetur. Þeim var spáð 7. sæti á síðasta tímabili, þá vissi enginn hverjir Dean Williams eða Dominykas Mikla voru. Þeir voru svo eitt besta liðið í fyrra og það var vitað að þeir yrðu hrikalega góðir í vetur. Litlar sem engar breytingar, þeir eru að byggja ofan á síðasta tímabil og verða bara betri og betri í því sem þeir eru að gera. Það ætti ekki að koma á óvart að þeir séu á þessum stað,“ sagði Benedikt. „Þeir eru besta varnarliðið í vetur. Hlutverkaskiptingin er algjörlega klár, það þarf ekkert að pæla í henni. Fyrir mér bara besta liðið í vetur,“ bætti hann svo við. „Ég tek undir það sem Benni er að segja, þetta er frábært byrjunarlið. Ég vill líka leggja áherslu á það að þeir eru búnir að fá helling út úr strákunum á bekknum í vetur. Það er held ég líka af því langoftast eru þeir að koma inn í og spila með fjórum af bestu leikmönnum Íslands. Það er voðalega erfitt að klúðra þannig,“ sagði Teitur Örlygsson. „Leikmenn eins og Ágúst Orrason hefur mér fundist mjög flottur í vetur. Við höfum oft gagnrýnt varnarleikinn hjá Gústa en mér finnst hann vera búinn að bæta hann. Hann neglir leikmenn niður núna en áður fyrr sleppti hann mönnum þegar hann náði ekki að halda þeim fyrir framan sig. Mér finnst Gústi búinn að þroskast mikið sem leikmaður,“ bætti Teitur við. Hér að neðan má sjá umræðu Körfuboltakvölds um Keflavík, topplið Dominos-deildar karla í körfubolta. Klippa: Umræðan um Keflavík Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Körfubolti Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Tengdar fréttir Körfuboltakvöld: Þeir ætla sér klárlega að vinna þetta Í nýjasta Domino's Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex efstu sæti deildarinnar nú þegar Domino's deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í þriðja og fjórða sæti. 3. apríl 2021 23:01 „Beautiful“ þegar stjörnur liðsins eru duglegustu mennirnir Í nýjasta Domino´s Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex efstu sætum deildarinnar nú þegar Domino´s deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í fimmta og sjötta sæti. 3. apríl 2021 08:00 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Sjá meira
„Í öðru sæti er lið sem hefur breyst ansi lítið. Lið sem hefur heillað flesta sem fylgjast með íslenskum körfubolta. Það hefur gengið ansi vel hjá Lárusi Jónssyni að búa til liðsheild úr þessu liði,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi. „Að þurfa ekki að gera neina breytingu er frábært. Til hvers að gera breytingu þegar það gengur vel. Einhverjir hefðu freistast til að bæta við einum leikmanni eða eitthvað.“ sagði Benedikt Guðmundsson um Þórsara. Farið var yfir innkomu Larry Thomas og hans frábæru innkomu inn í liðið eftir að leika í 1. deild hér á landi undanfarin misseri. Eftir að fara yfir erlendu leikmennina þá var Styrmir Snær Þrastarson, uppáhald Körufuboltakvölds, að sjálfsögðu ræddur. „Stærsta ákvörðun sem Lárus Jónsson hefur tekið, mögulega í ár og þegar við horfum fram veginn, var að segja við Styrmi Snæ Þrastarson: Gjörðu svo vel, hérna er liðið þitt, nú átt þú þetta svið,“ sagði Kjartan Atli. Í spilaranum hér að neðan má sjá alla umræðu um Þór Þorlákshöfn. Klippa: Umræðan um Þór Þorlákshöfn „Þetta er búið að vera besta liðið í vetur. Þeim var spáð 7. sæti á síðasta tímabili, þá vissi enginn hverjir Dean Williams eða Dominykas Mikla voru. Þeir voru svo eitt besta liðið í fyrra og það var vitað að þeir yrðu hrikalega góðir í vetur. Litlar sem engar breytingar, þeir eru að byggja ofan á síðasta tímabil og verða bara betri og betri í því sem þeir eru að gera. Það ætti ekki að koma á óvart að þeir séu á þessum stað,“ sagði Benedikt. „Þeir eru besta varnarliðið í vetur. Hlutverkaskiptingin er algjörlega klár, það þarf ekkert að pæla í henni. Fyrir mér bara besta liðið í vetur,“ bætti hann svo við. „Ég tek undir það sem Benni er að segja, þetta er frábært byrjunarlið. Ég vill líka leggja áherslu á það að þeir eru búnir að fá helling út úr strákunum á bekknum í vetur. Það er held ég líka af því langoftast eru þeir að koma inn í og spila með fjórum af bestu leikmönnum Íslands. Það er voðalega erfitt að klúðra þannig,“ sagði Teitur Örlygsson. „Leikmenn eins og Ágúst Orrason hefur mér fundist mjög flottur í vetur. Við höfum oft gagnrýnt varnarleikinn hjá Gústa en mér finnst hann vera búinn að bæta hann. Hann neglir leikmenn niður núna en áður fyrr sleppti hann mönnum þegar hann náði ekki að halda þeim fyrir framan sig. Mér finnst Gústi búinn að þroskast mikið sem leikmaður,“ bætti Teitur við. Hér að neðan má sjá umræðu Körfuboltakvölds um Keflavík, topplið Dominos-deildar karla í körfubolta. Klippa: Umræðan um Keflavík Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Körfubolti Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Tengdar fréttir Körfuboltakvöld: Þeir ætla sér klárlega að vinna þetta Í nýjasta Domino's Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex efstu sæti deildarinnar nú þegar Domino's deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í þriðja og fjórða sæti. 3. apríl 2021 23:01 „Beautiful“ þegar stjörnur liðsins eru duglegustu mennirnir Í nýjasta Domino´s Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex efstu sætum deildarinnar nú þegar Domino´s deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í fimmta og sjötta sæti. 3. apríl 2021 08:00 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Sjá meira
Körfuboltakvöld: Þeir ætla sér klárlega að vinna þetta Í nýjasta Domino's Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex efstu sæti deildarinnar nú þegar Domino's deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í þriðja og fjórða sæti. 3. apríl 2021 23:01
„Beautiful“ þegar stjörnur liðsins eru duglegustu mennirnir Í nýjasta Domino´s Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex efstu sætum deildarinnar nú þegar Domino´s deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í fimmta og sjötta sæti. 3. apríl 2021 08:00