Sjáðu ótrúlega sigurkörfu Gonzaga sem á enn möguleika á hinu fullkomna tímabili Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. apríl 2021 10:01 Jalen Suggs mun líklega aldrei skora aðra eins körfu og hann gerði í nótt. Tim Nwachukwu/Getty Images Gonzaga Bulldogs er komið í úrslitaleik marsfársins í körfubolta. Flautukarfa Jalen Suggs sem tryggði Gonzaga sigur gegn UCLA í framlengdum leik var ekkert annað en stórkostleg, hana má sjá hér að neðan ásamt öllu því helsta úr leiknum. Marsfárið [e. March Madness] er einn stærsti íþróttaviðburður Bandaríkjanna. Þar mætast bestu háskólalið landsins í útsláttarkeppni sem mun skera úr um hvað sé besta lið landsins. Áhorfið er gríðarlegt og slær flestum NBA-viðureignum við. Hvað þá þegar áhorfendur eru ekki leyfðir á leikjunum. Baylor Bears höfðu þegar tryggt sér farseðilinn í úrslit en í nótt fór leikur Gonzaga Bulldogs og UCLA Bruins fram. Sigurvegarinn myndi mæta Baylor í úrslitum. Fyrir fram voru Gonzaga sigurstranglegri en liðið hefur ekki enn tapað leik á tímabilinu. Gonzaga hefur leikið 31 leik og landað 31 sigri. Takist þeim að vinna Baylor á þriðjudaginn verða þeir fyrsta liðið í karlaflokki til að fara taplaust í gegnum tímabil síðan 1976. Leikurinn í nótt var mögnuð skemmtun, sóknarleikur beggja liða var til fyrirmyndar og eftir venjulegan leiktíma þurfti að framlengja þar sem staðan var jöfn, 81-81. Það virtist sem UCLA hefði tryggt sér aðra framlengingu með því að jafna metin í 90-90 þegar 3.3 sekúndur voru eftir á klukkunni. Jalen Suggs hafði lítinn áhuga á að fara í aðra framlengingu, hann fékk boltann og óð yfir miðju. Hann tók skot rétt fyrir framan miðju sem small í glerinu og ofan í körfuna er lokaflautið gall. „Ég hef alltaf viljað stökkva upp á borð eins og Kobe og D-Wade,“ sagði Suggs að leik loknum. Fagnið má sjá hér að neðan sem og hvaðan hann fékk hugmyndina. .@JalenSuggs2020 had his Kobe/D-Wade moment tonight. pic.twitter.com/Vhk8QH49fD— Bleacher Report (@BleacherReport) April 4, 2021 Hér að neðan má sjá það helsta úr leiknum sem var virkilega góð skemmtun. Jalen Suggs skoraði 16 stig í leiknum fyrir Gonzaga en Drew Timme var stigahæstur með 25 stig, þar á eftir kom Joel Ayayi með 22 stig. Hjá UCLA var Johnny Juzang stigahæstur með 29 stig. Körfubolti Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Marsfárið [e. March Madness] er einn stærsti íþróttaviðburður Bandaríkjanna. Þar mætast bestu háskólalið landsins í útsláttarkeppni sem mun skera úr um hvað sé besta lið landsins. Áhorfið er gríðarlegt og slær flestum NBA-viðureignum við. Hvað þá þegar áhorfendur eru ekki leyfðir á leikjunum. Baylor Bears höfðu þegar tryggt sér farseðilinn í úrslit en í nótt fór leikur Gonzaga Bulldogs og UCLA Bruins fram. Sigurvegarinn myndi mæta Baylor í úrslitum. Fyrir fram voru Gonzaga sigurstranglegri en liðið hefur ekki enn tapað leik á tímabilinu. Gonzaga hefur leikið 31 leik og landað 31 sigri. Takist þeim að vinna Baylor á þriðjudaginn verða þeir fyrsta liðið í karlaflokki til að fara taplaust í gegnum tímabil síðan 1976. Leikurinn í nótt var mögnuð skemmtun, sóknarleikur beggja liða var til fyrirmyndar og eftir venjulegan leiktíma þurfti að framlengja þar sem staðan var jöfn, 81-81. Það virtist sem UCLA hefði tryggt sér aðra framlengingu með því að jafna metin í 90-90 þegar 3.3 sekúndur voru eftir á klukkunni. Jalen Suggs hafði lítinn áhuga á að fara í aðra framlengingu, hann fékk boltann og óð yfir miðju. Hann tók skot rétt fyrir framan miðju sem small í glerinu og ofan í körfuna er lokaflautið gall. „Ég hef alltaf viljað stökkva upp á borð eins og Kobe og D-Wade,“ sagði Suggs að leik loknum. Fagnið má sjá hér að neðan sem og hvaðan hann fékk hugmyndina. .@JalenSuggs2020 had his Kobe/D-Wade moment tonight. pic.twitter.com/Vhk8QH49fD— Bleacher Report (@BleacherReport) April 4, 2021 Hér að neðan má sjá það helsta úr leiknum sem var virkilega góð skemmtun. Jalen Suggs skoraði 16 stig í leiknum fyrir Gonzaga en Drew Timme var stigahæstur með 25 stig, þar á eftir kom Joel Ayayi með 22 stig. Hjá UCLA var Johnny Juzang stigahæstur með 29 stig.
Körfubolti Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli