Inter gæti þurft að selja Lukaku vegna bágrar fjárhagsstöðu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. apríl 2021 12:00 Lukaku kann vel við sig hjá Inter en gæti verið seldur í sumar vegna fjárhagsstöðu félagsins. Chris Ricco/Getty Images Inter Milan virðist loks vera búið að stöðva einokun Juventus á ítalska meistaratitlinum. Fátt virðist geta stöðvað liðið sem trónir nú á toppi Serie A-deildarinnar en slæm fjárhagsstaða liðsins gæti þýtt að bestu menn þess séu til sölu í sumar. Þar á meðal er belgíski markahrókurinn Romelu Lukaku sem hefur verið frábær síðan hann gekk í raðir Inter sumarið 2019. Ítalski miðillinn Corriere dello Sport greindi frá. Antonio Conte, þjálfari Inter, hefur sótt hvern leikmanninn á fætur öðrum síðan hann tók við og nú loksins virðist sem 11 ára bið félagsins sé á enda. Meistaratitillinn er í augsýn en ef marka má fregnir frá meginlandinu verður erfitt fyrir Inter að berjast um titilinn á næsta ári. Kórónufaraldurinn hefur haft slæmt áhrif á félagið sem er talið koma út úr núverandi leiktíð rúmar 120 til 140 milljónir evra í mínus. Kínverskir eigendur Inter þurftu að leggja niður liðið sem þeir áttu í heimalandinu, og það aðeins þremur mánuðum eftir að það varð meistari þar í landi. Til að bæta gráu ofan á svart þá ku Inter enn skulda Manchester United 43 punda fyrir Lukaku og því gæti eina lausnin verið selja hinn 27 ára gamla framherja. Talið er að Inter vilji 120 milljónir evra í sinn vasa en eins og staðan er í dag er erfitt að sjá hvaða lið ætti að punga út þeirri upphæð. Lukaku er ekki eini leikmaður Inter sem er orðaður við önnur félög en varnarmaðurinn Milan Skriniar er sífellt orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni. Lautaro Martinez, hinn framherji Inter, var orðaður við Barcelona síðasta sumar en fór á endanum ekki fet og gerir það eflaust ekki í sumar þar sem Börsungar eru á barmi gjaldþrots. Þá var Daninn Christian Eriksen orðaður frá félaginu en hann hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og virðist í plönum Conte í dag. Lukaku hefur sjálfur sagt að hann hafi engan áhuga á því að fara. Hann njóti sín hjá Inter og vilji vera þar áfram. Belginn hefur skorað 19 mörk í Serie á leiktíðinni ásamt því að leggja upp sjö mörk til viðbótar. Þá er hann orðinn markahæsti leikmaður belgíska landsliðsins frá upphafi. Inter Milan heimsækir Bologna í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Í beinni: Breiðablik - Vestri | Geta jafnað Víkinga á toppnum „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Sjá meira
Þar á meðal er belgíski markahrókurinn Romelu Lukaku sem hefur verið frábær síðan hann gekk í raðir Inter sumarið 2019. Ítalski miðillinn Corriere dello Sport greindi frá. Antonio Conte, þjálfari Inter, hefur sótt hvern leikmanninn á fætur öðrum síðan hann tók við og nú loksins virðist sem 11 ára bið félagsins sé á enda. Meistaratitillinn er í augsýn en ef marka má fregnir frá meginlandinu verður erfitt fyrir Inter að berjast um titilinn á næsta ári. Kórónufaraldurinn hefur haft slæmt áhrif á félagið sem er talið koma út úr núverandi leiktíð rúmar 120 til 140 milljónir evra í mínus. Kínverskir eigendur Inter þurftu að leggja niður liðið sem þeir áttu í heimalandinu, og það aðeins þremur mánuðum eftir að það varð meistari þar í landi. Til að bæta gráu ofan á svart þá ku Inter enn skulda Manchester United 43 punda fyrir Lukaku og því gæti eina lausnin verið selja hinn 27 ára gamla framherja. Talið er að Inter vilji 120 milljónir evra í sinn vasa en eins og staðan er í dag er erfitt að sjá hvaða lið ætti að punga út þeirri upphæð. Lukaku er ekki eini leikmaður Inter sem er orðaður við önnur félög en varnarmaðurinn Milan Skriniar er sífellt orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni. Lautaro Martinez, hinn framherji Inter, var orðaður við Barcelona síðasta sumar en fór á endanum ekki fet og gerir það eflaust ekki í sumar þar sem Börsungar eru á barmi gjaldþrots. Þá var Daninn Christian Eriksen orðaður frá félaginu en hann hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og virðist í plönum Conte í dag. Lukaku hefur sjálfur sagt að hann hafi engan áhuga á því að fara. Hann njóti sín hjá Inter og vilji vera þar áfram. Belginn hefur skorað 19 mörk í Serie á leiktíðinni ásamt því að leggja upp sjö mörk til viðbótar. Þá er hann orðinn markahæsti leikmaður belgíska landsliðsins frá upphafi. Inter Milan heimsækir Bologna í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Í beinni: Breiðablik - Vestri | Geta jafnað Víkinga á toppnum „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Sjá meira