Handbolti

Á­horf­endur sáu Aron og fé­laga rúlla yfir Elverum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron þrumar að marki Elverum í kvöld.
Aron þrumar að marki Elverum í kvöld. twittersíða Barcelona

Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona unnu öruggan tólf marka sigur á norska liðinu Elverum í Meistaradeildinni í dag.

Liðin mættust á Spáni í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar í dag en Börsungar urðu að sætta sig við silfrið í keppninni á síðustu leiktíð.

Börsungar gáfu tóninn í fyrri hálfleik. Þeir skoruðu nítján mörk í fyrri hálfleik og leiddu með sjö mörkum er liðin gengu til búningsherbergja.

Eftirleikurinn varð auðveldur. Lokatölur 37-25. Aron skoraði tvö mörk en markahæstur Börsunga var Dika Mem með átta mörk.

Liðin mætast aftur á mánudag en báðir leikirnir fara fram á Spáni vegna harðra kórónuveirureglna í Noregi.

Á leik kvöldsins voru hins vegar áhorfendur, í fyrsta sinn í langan tíma á Spáni og þeir virtust, eðlilega, glaðir að vera mættir aftur.

Sigurvegarinn úr þessari rimmu mætir annað hvort Motor eða Meshkov Brest í átta liða úrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×