Mikilvægur sigur Daníels: Allt það helsta frá Englandi Anton Ingi Leifsson skrifar 2. apríl 2021 16:01 Daníel Leó í leik með Blackpool á leiktíðinni en þeir eru í harði baráttu um að komast upp um deild. Dave Howarth/Getty Daníel Leó Grétarsson og félagar í Blackpool unnu góðan sigur á Swindon Town í ensku C-deildinni. Blackpool er í harðri baráttu um sæti í umspilinu sem gefur sæti í ensku B-deildinni á næstu leiktíð. Eftir sigur dagsins eru þeir í sjötta sætinu með 60 stig. Ellis Simms, lánsmaður frá Everton, kom Blackpool yfir fyrr leikhlé og Jerry Yates tvöfaldaði forystuna í síðari hálfleik en Daníel Leó spilaði í 77 mínútur fyrir Blackpool. 😀 𝗚𝗼𝗼𝗱 𝗙𝗿𝗶𝗱𝗮𝘆Full-Time - in association with @smithshire: Swindon Town 0 Blackpool 2🍊 #UTMP pic.twitter.com/lWAbakBzJk— Blackpool FC (@BlackpoolFC) April 2, 2021 Watford heldur áfram á sigurbraut í ensku B-deildinni. Watford vann 1-0 sigur á stjóralausum Sheffield Wednesday á heimavelli en stjóri Wednesday, Darren Moore, er með kórónuveiruna. Á sama tíma missteig toppliðið sig er Norwich gerði 1-1 jafntefli við Preston. Norwich er á toppi deildarinnar með 84 stig og Watford er í öðru sætinu með 78 stig. Bæði lið hafa leikið 39 leiki en í þriðja sætinu er Swansea með 69 stig eftir 37 leiki. Swansea spilar við Birmingham síðar í kvöld. With Norwich currently winning at Preston, the Canaries will maintain their eight-point lead at the top of the Championship IF things stay as they are.One step closer to the Premier League...#bbcefl— BBC Sport (@BBCSport) April 2, 2021 Jón Daði Böðvarsson spilaði í stundarfjórðung er Millwall vann 1-0 sigur á Rotherham. Millwall er í tíunda sætinu með 55 stig. Wayne Rooney og lærisveinar unnu 2-0 sigur á Luton og eru þar af leiðandi komnir átta stigum frá fallsæti. Þeir eru í átjánda sætinu með 43 stig. Jökull Andrésson stóð í marki Exeter sem tapaði 1-0 fyrir Port Vale í ensku D-deildinni. Exeter er í áttunda sætinu og missti af þremur mikilvægum stigum í kvöld í baráttunni um umspilssæti. Úrslit dagsins í ensku B-deildinni: Bournemouth - Middlesbrough 3-1 Bristol - Stoke 0-2 Cardiff - Nottingham Forest 0-1 Derby - Luton 2-0 Millwall - Rotherham 1-0 Preston North End - Norwich 1-1 QPR - Coventry 3-0 Watford - Sheffield Wed. 1-0 Wycombe - Blackburn 1-0 Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Sjá meira
Eftir sigur dagsins eru þeir í sjötta sætinu með 60 stig. Ellis Simms, lánsmaður frá Everton, kom Blackpool yfir fyrr leikhlé og Jerry Yates tvöfaldaði forystuna í síðari hálfleik en Daníel Leó spilaði í 77 mínútur fyrir Blackpool. 😀 𝗚𝗼𝗼𝗱 𝗙𝗿𝗶𝗱𝗮𝘆Full-Time - in association with @smithshire: Swindon Town 0 Blackpool 2🍊 #UTMP pic.twitter.com/lWAbakBzJk— Blackpool FC (@BlackpoolFC) April 2, 2021 Watford heldur áfram á sigurbraut í ensku B-deildinni. Watford vann 1-0 sigur á stjóralausum Sheffield Wednesday á heimavelli en stjóri Wednesday, Darren Moore, er með kórónuveiruna. Á sama tíma missteig toppliðið sig er Norwich gerði 1-1 jafntefli við Preston. Norwich er á toppi deildarinnar með 84 stig og Watford er í öðru sætinu með 78 stig. Bæði lið hafa leikið 39 leiki en í þriðja sætinu er Swansea með 69 stig eftir 37 leiki. Swansea spilar við Birmingham síðar í kvöld. With Norwich currently winning at Preston, the Canaries will maintain their eight-point lead at the top of the Championship IF things stay as they are.One step closer to the Premier League...#bbcefl— BBC Sport (@BBCSport) April 2, 2021 Jón Daði Böðvarsson spilaði í stundarfjórðung er Millwall vann 1-0 sigur á Rotherham. Millwall er í tíunda sætinu með 55 stig. Wayne Rooney og lærisveinar unnu 2-0 sigur á Luton og eru þar af leiðandi komnir átta stigum frá fallsæti. Þeir eru í átjánda sætinu með 43 stig. Jökull Andrésson stóð í marki Exeter sem tapaði 1-0 fyrir Port Vale í ensku D-deildinni. Exeter er í áttunda sætinu og missti af þremur mikilvægum stigum í kvöld í baráttunni um umspilssæti. Úrslit dagsins í ensku B-deildinni: Bournemouth - Middlesbrough 3-1 Bristol - Stoke 0-2 Cardiff - Nottingham Forest 0-1 Derby - Luton 2-0 Millwall - Rotherham 1-0 Preston North End - Norwich 1-1 QPR - Coventry 3-0 Watford - Sheffield Wed. 1-0 Wycombe - Blackburn 1-0 Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Úrslit dagsins í ensku B-deildinni: Bournemouth - Middlesbrough 3-1 Bristol - Stoke 0-2 Cardiff - Nottingham Forest 0-1 Derby - Luton 2-0 Millwall - Rotherham 1-0 Preston North End - Norwich 1-1 QPR - Coventry 3-0 Watford - Sheffield Wed. 1-0 Wycombe - Blackburn 1-0
Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Sjá meira