Neitar að funda með velferðarnefnd: „Við verðum bara að halda þetta út“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. apríl 2021 14:24 Guðmundur Ingi Kristinsson segir að ef einhver efast um lögmæti aðgerða stjórnmála þá eigi það að fara fyrir dómstóla, ekki fyrir velferðarnefnd Alþingis. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, hyggst ekki samþykkja að velferðarnefnd Alþings komi saman í páskafríi til þess að ræða um lögmæti reglugerðar um sóttkvíarhótel, líkt og kallað hefur verið eftir. Samþykki allra fulltrúa velferðarnefndar þarf til þess að af fundinum verði. „Ég segi fyrir mitt leyti að ef einhver efast um að þetta sé löglegt, að þá á þetta bara að fara fyrir dómstóla, ekki velferðarnefnd,“ segir Guðmundur Ingi í samtali við fréttastofu. Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, kallaði eftir fundinum og sagðist hafa efasemdir um að sóttkvíarhótelin stæðust lög. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, tók undir þau orð og segir reglugerðina gríðarlegt inngrip. Því þurfi að fá skýrleika í málið. Þá sagðist Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, taka heilshugar undir. Fólk verði bara að halda þetta út Guðmundur Ingi er ósammála sjónarmiðum þeirra og vill að fólk haldi út rétt á meðan bólusetningar standa yfir. „Við settum þessi lög og ég trúi því að þau hafi verið gerð til þess að grípa til þess sem við þurfum á að halda til að koma í veg fyrir að smit komist inn í samfélagið. Við verðum bara að halda þetta út í tvo, þrjá mánuði á meðan það er verið að bólusetja.“ Þá vísaði hann til frétta í dag um að lögregla hafi vísað fjórum ferðamönnum frá Geldingadölum í morgun þegar kom í ljós að þeir áttu að vera í sóttkví. „Það er búið að vera að stoppa fólk sem á að vera í sóttkví. Við þurfum að stoppa þetta vegna þess að ef við náum því þá erum við í svo góðum málum þar til það er búið að bólusetja alla með undirliggjandi sjúkdóma og eldri borgara,“ segir Guðmundur. Vill að hleypt verði inn í hollum Gosstöðvarnar séu ekki síður áhyggjuefni. „Það ætti kannski að hleypa inn í hollum eða hópum. Sjá til þess að fólk sé ekki þarna hvert ofan í öðru. Maður sér þarna fólk fara upp og niður í brekkunni, það eru margir snertifletir ásamt kaðli og maður er bara hræddur um að þarna fari einhver sem er með bresku veiruna, sem er bráðsmitandi, og það geti komið okkur um koll.“ Þá þurfi einnig betri aðstöðu. „Ég segi bara guð hjálpi mér. Mér finnst að það þurfi að taka upp betra eftirlit. Við erum stálheppin að þarna hafi ekki orðið stórslys. Þarna eru til dæmis smábörn og dýr. Við verðum að koma betra skipulagi á þetta og það væri bara sanngjarnt og sjálfsagt að taka eitthvað gjald fyrir þetta til þess að geta byrjað að byggja upp almennlega aðstöðu,“ segir Guðmundur. „Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær slys verða eins og staðan er núna. Fólk er að renna sér niður flughálar brekkurnar og ég vona bara að á meðan við erum í ástandi að það verði séð til þess að fólk sé ekki að hópast þarna saman, en það kostar eftirlit, og það þarf að auka eftirlit.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Innlent „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira
„Ég segi fyrir mitt leyti að ef einhver efast um að þetta sé löglegt, að þá á þetta bara að fara fyrir dómstóla, ekki velferðarnefnd,“ segir Guðmundur Ingi í samtali við fréttastofu. Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, kallaði eftir fundinum og sagðist hafa efasemdir um að sóttkvíarhótelin stæðust lög. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, tók undir þau orð og segir reglugerðina gríðarlegt inngrip. Því þurfi að fá skýrleika í málið. Þá sagðist Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, taka heilshugar undir. Fólk verði bara að halda þetta út Guðmundur Ingi er ósammála sjónarmiðum þeirra og vill að fólk haldi út rétt á meðan bólusetningar standa yfir. „Við settum þessi lög og ég trúi því að þau hafi verið gerð til þess að grípa til þess sem við þurfum á að halda til að koma í veg fyrir að smit komist inn í samfélagið. Við verðum bara að halda þetta út í tvo, þrjá mánuði á meðan það er verið að bólusetja.“ Þá vísaði hann til frétta í dag um að lögregla hafi vísað fjórum ferðamönnum frá Geldingadölum í morgun þegar kom í ljós að þeir áttu að vera í sóttkví. „Það er búið að vera að stoppa fólk sem á að vera í sóttkví. Við þurfum að stoppa þetta vegna þess að ef við náum því þá erum við í svo góðum málum þar til það er búið að bólusetja alla með undirliggjandi sjúkdóma og eldri borgara,“ segir Guðmundur. Vill að hleypt verði inn í hollum Gosstöðvarnar séu ekki síður áhyggjuefni. „Það ætti kannski að hleypa inn í hollum eða hópum. Sjá til þess að fólk sé ekki þarna hvert ofan í öðru. Maður sér þarna fólk fara upp og niður í brekkunni, það eru margir snertifletir ásamt kaðli og maður er bara hræddur um að þarna fari einhver sem er með bresku veiruna, sem er bráðsmitandi, og það geti komið okkur um koll.“ Þá þurfi einnig betri aðstöðu. „Ég segi bara guð hjálpi mér. Mér finnst að það þurfi að taka upp betra eftirlit. Við erum stálheppin að þarna hafi ekki orðið stórslys. Þarna eru til dæmis smábörn og dýr. Við verðum að koma betra skipulagi á þetta og það væri bara sanngjarnt og sjálfsagt að taka eitthvað gjald fyrir þetta til þess að geta byrjað að byggja upp almennlega aðstöðu,“ segir Guðmundur. „Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær slys verða eins og staðan er núna. Fólk er að renna sér niður flughálar brekkurnar og ég vona bara að á meðan við erum í ástandi að það verði séð til þess að fólk sé ekki að hópast þarna saman, en það kostar eftirlit, og það þarf að auka eftirlit.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Innlent „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira