Fyrstu gestirnir mættir á sóttkvíarhótelið við Þórunnartún Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. apríl 2021 12:48 Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún var opnað í morgun. Rauði krossinn Fyrsta sóttkvíarhótelið var opnað í morgun í tengslum við hertar sóttvarnarráðstafanir á landamærum. Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún hefur nú verið opnað en hertar reglur tóku gildi á miðnætti. Samkvæmt nýjum reglum um skimanir og sóttkví skulu allir sem koma til landsins frá dökkrauðum eða gráuum ríkjum, sem svo eru skilgreind samkvæmt upplýsingum frá Sóttvarnastofnun Evrópu, sæta sóttkví á sóttkvíarhóteli milli skimana, að þeim undanskyldum sem framvísa gildu vottorði um fyrri sýkingu eða bólsetningu. Sóttvarnalæknir mun jafnframt reglulega birta lista yfir þau svæði sem falla undir ákvæðið. Rauði krossinn hefur umsjón með sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún.Rauði krossinn Samkvæmt tilkynningu frá Rauða krossinum kom fyrsta flugvél til landsins klukkan átta í morgun og í kjölfarið voru fyrstu gestir sóttkvíarhótelsins við Þórunnartún fluttir þangað og innritaðir. „Síðar í dag eru fimm vélar væntanlegar til landsins, þar af þrjár frá dökkrauðum löndum, og mun gestum í Þórunnartúni því fjölga jafnt og þétt í dag og næstu daga. Á næstunni verða svo fleiri sóttkvíarhótel opnuð, meðal annars á Austurlandi,“ segir í tilkynningunni. Áslaug Ellen Yngvadóttir og Örvar Rafnsson hafa umsjón með sóttkvíarhótelinu en þau eru bæði menntuð á sviði átaka- og öryggisfræða og hafa undanfarið starfað í farsóttarhúsi við Rauðarárstíg. Fyrsta flugið kom til landsins klukkan átta í morgun og voru farþegar fluttir beint á hótelið þar sem þeir voru innritaðir.Rauði krossinn „Við erum stolt af því hve hratt og vel uppsetning sóttkvíarhótelsins gekk. Fyrsti dagurinn fer rólega af stað en við erum tilbúin fyrir komandi gesti sem mun að öllum líkindum fjölga hratt. Ég er ánægð með hótelið sem hentar þessari breyttu starfsemi vel og við erum heppin með öflugan og góðan hóp starfsfólks,“ er haft eftir Áslaugu Ellen í tilkynningu. „Ég held við séum bara eins vel undirbúin og hægt er í þessum aðstæðum og munum gera okkar allra besta til að gera dvöl allra okkar gesta hér sem þægilegasta.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Kostnaður vegna reglna á landamærum íþyngjandi fyrir námsmenn: „Þetta getur hlaupið á hundrað þúsund kalli“ Kostnaður vegna sóttvarnaaðgerða á landamærum getur verið verulega íþyngjandi fyrir íslenska námsmenn erlendis sem hyggjast koma heim að mati Samtaka íslenskra námsmanna erlendis. Samtökin vonast til að eiga samtal við heilbrigðisráðuneytið um leiðir til að draga úr kostnaði fyrir þá sem standa verr fjárhagslega. 1. apríl 2021 12:00 Rukka tíu þúsund fyrir hverja nótt í farsóttarhúsi Hótel í Reykjanesbæ, Reykjavík, fyrir norðan og á Austfjörðum munu taka á móti farþegum frá rauðum löndum sem þurfa að fara í fimm daga sóttkví í farsóttarhúsi samkvæmt reglugerð sem tekur gildi 1. apríl. 30. mars 2021 12:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Samkvæmt nýjum reglum um skimanir og sóttkví skulu allir sem koma til landsins frá dökkrauðum eða gráuum ríkjum, sem svo eru skilgreind samkvæmt upplýsingum frá Sóttvarnastofnun Evrópu, sæta sóttkví á sóttkvíarhóteli milli skimana, að þeim undanskyldum sem framvísa gildu vottorði um fyrri sýkingu eða bólsetningu. Sóttvarnalæknir mun jafnframt reglulega birta lista yfir þau svæði sem falla undir ákvæðið. Rauði krossinn hefur umsjón með sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún.Rauði krossinn Samkvæmt tilkynningu frá Rauða krossinum kom fyrsta flugvél til landsins klukkan átta í morgun og í kjölfarið voru fyrstu gestir sóttkvíarhótelsins við Þórunnartún fluttir þangað og innritaðir. „Síðar í dag eru fimm vélar væntanlegar til landsins, þar af þrjár frá dökkrauðum löndum, og mun gestum í Þórunnartúni því fjölga jafnt og þétt í dag og næstu daga. Á næstunni verða svo fleiri sóttkvíarhótel opnuð, meðal annars á Austurlandi,“ segir í tilkynningunni. Áslaug Ellen Yngvadóttir og Örvar Rafnsson hafa umsjón með sóttkvíarhótelinu en þau eru bæði menntuð á sviði átaka- og öryggisfræða og hafa undanfarið starfað í farsóttarhúsi við Rauðarárstíg. Fyrsta flugið kom til landsins klukkan átta í morgun og voru farþegar fluttir beint á hótelið þar sem þeir voru innritaðir.Rauði krossinn „Við erum stolt af því hve hratt og vel uppsetning sóttkvíarhótelsins gekk. Fyrsti dagurinn fer rólega af stað en við erum tilbúin fyrir komandi gesti sem mun að öllum líkindum fjölga hratt. Ég er ánægð með hótelið sem hentar þessari breyttu starfsemi vel og við erum heppin með öflugan og góðan hóp starfsfólks,“ er haft eftir Áslaugu Ellen í tilkynningu. „Ég held við séum bara eins vel undirbúin og hægt er í þessum aðstæðum og munum gera okkar allra besta til að gera dvöl allra okkar gesta hér sem þægilegasta.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Kostnaður vegna reglna á landamærum íþyngjandi fyrir námsmenn: „Þetta getur hlaupið á hundrað þúsund kalli“ Kostnaður vegna sóttvarnaaðgerða á landamærum getur verið verulega íþyngjandi fyrir íslenska námsmenn erlendis sem hyggjast koma heim að mati Samtaka íslenskra námsmanna erlendis. Samtökin vonast til að eiga samtal við heilbrigðisráðuneytið um leiðir til að draga úr kostnaði fyrir þá sem standa verr fjárhagslega. 1. apríl 2021 12:00 Rukka tíu þúsund fyrir hverja nótt í farsóttarhúsi Hótel í Reykjanesbæ, Reykjavík, fyrir norðan og á Austfjörðum munu taka á móti farþegum frá rauðum löndum sem þurfa að fara í fimm daga sóttkví í farsóttarhúsi samkvæmt reglugerð sem tekur gildi 1. apríl. 30. mars 2021 12:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Kostnaður vegna reglna á landamærum íþyngjandi fyrir námsmenn: „Þetta getur hlaupið á hundrað þúsund kalli“ Kostnaður vegna sóttvarnaaðgerða á landamærum getur verið verulega íþyngjandi fyrir íslenska námsmenn erlendis sem hyggjast koma heim að mati Samtaka íslenskra námsmanna erlendis. Samtökin vonast til að eiga samtal við heilbrigðisráðuneytið um leiðir til að draga úr kostnaði fyrir þá sem standa verr fjárhagslega. 1. apríl 2021 12:00
Rukka tíu þúsund fyrir hverja nótt í farsóttarhúsi Hótel í Reykjanesbæ, Reykjavík, fyrir norðan og á Austfjörðum munu taka á móti farþegum frá rauðum löndum sem þurfa að fara í fimm daga sóttkví í farsóttarhúsi samkvæmt reglugerð sem tekur gildi 1. apríl. 30. mars 2021 12:59