„Fullkomin lausn“ fyrir Willum sem var samt svekktur Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2021 09:00 Willum Þór Willumsson stóð sig vel með U21-landsliðinu á EM og var valinn í A-landsliðið en þarf að bíða aðeins lengur eftir tækifæri í mótsleik með því. EPA-EFE/Tamas Vasvari Willum Þór Willumsson varð að gera sér að góðu að standa utan hóps í gærkvöld, eftir að hafa ferðast frá EM í Ungverjalandi til móts við A-landsliðið vegna leiksins í Liechtenstein í undankeppni HM í fótbolta. Óvissa ríkti um stöðuna á Aroni Einari Gunnarssyni, Jóhanni Berg Guðmundssyni, Birkir Bjarnasyni og fleirum eftir leikinn við Armeníu á sunnudag. Kolbeinn Sigþórsson og Ragnar Sigurðsson höfðu meiðst, og Albert Guðmundsson var kominn í leikbann. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari ákvað því að kalla á fjóra fyrrverandi lærisveina sína úr U21-landsliðinu, sem þar af leiðandi misstu af lokaleiknum á EM í gær. Þegar á hólminn var komið var bara þörf fyrir þrjá. Sjúkrateymið vann frábært starf „Við þurftum að taka ákvörðun sama kvöld og leikurinn við Armeníu kláraðist. Þá vorum við með þrjá leikmenn meidda og aðra þrjá mjög tæpa, og þurftum að taka ákvörðun sama kvöld. Við vorum hræddir um að við værum að taka of fáa úr U21-hópnum og yrðum ekki með fullan hóp. Síðan vann okkar sjúkrateymi frábært starf og náði að gera þá leikfæra sem voru tæpir. Þá vorum við með einum of marga leikmenn,“ sagði Arnar á blaðamannafundi. „Ég tel samt að þetta hafi verið mjög góður landsleikjagluggi í þróun Willums. Hann spilaði tvo leiki á EM og náði svo að vera með okkur í aðdraganda alvöru undankeppnisleik sem er mjög mikilvægt. Að mínu mati var þetta fullkomin lausn fyrir hann.“ Arnar Þór Viðarsson og Martin Stocklasa, þjálfari Liechtenstein, tókust í hendur í Vaduz í gærkvöld.EPA-EFE/CHRISTIAN MERZ En var erfitt að tilkynna Willum að hann yrði utan hóps? „Það var ekkert erfitt. Ég útskýrði þetta fyrir honum nákvæmlega eins og ég útskýri þetta núna. Hann stóð sína plikt vel með U21-liðinu og við völdum hann með það í huga að hann yrði í hópnum okkar. En það er líka mikilvægt fyrir hann að vera í kringum allt hérna, kynnast okkar reynslumiklu leikmönnum og því hvernig allt gengur fyrir sig í A-landsliðinu. Hann skildi þessa niðurstöðu mjög vel þó að hann væri svekktur,“ sagði Arnar. Alfons kominn of langt fyrir U21-landsliðið Alfons Sampsted missti af EM eftir að hafa leikið lykilhlutverk í undankeppninni með U21-landsliðinu. Arnar segir Alfons einfaldlega orðinn A-landsliðsmann og ekki hafi verið spurning um að velja hann í hópinn, þó að hann hafi aðeins spilað einn leik af þremur, gegn Þýskalandi. „Fyrir Alfons er það að mínu mati þannig að hann var kominn of langt. Hann spilaði alla leiki í Noregi í fyrra og varð meistari, og hann og Birkir Már eru bara okkar hægri bakverðir. Það var ekki möguleiki á að skilja hann eftir, enda spilaði hann á móti Þýskalandi. Ég skil samt alveg pælingarnar [um að Alfons hefði ef til vill frekar átt að fara á EM]. Það er ekkert eitt rétt svar en ég er ánægður með hvernig við gerðum þetta,“ sagði Arnar. EM U21 í fótbolta 2021 HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Segir mikla pressu á Sveini vegna nafnsins en að hann höndli hana vel „Það er pressa á drengnum en það er ótrúlegt hvað hann höndlar það vel. Hann er bara svo vel gerður. Það hlýtur að koma úr móðurætt,“ sagði Arnar Þór Viðarsson léttur í bragði þegar hann ræddi um Svein Aron Guðjohnsen eftir sigurinn á Liechtenstein í kvöld. 31. mars 2021 22:39 „Aldrei gaman fyrir lið eða markvörð að fá mark á sig úr horni“ Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var svekktur með markið sem Ísland fékk á sig gegn Liechtenstein í undankeppni HM 2022 í kvöld. 31. mars 2021 22:38 Fjögur fyrstu mörkin og þrjú fyrstu stigin á þjálfaraferli Arnars: Sjáðu myndirnar 4-0 sigur í Liechtenstein í kvöld gerir lífið heldur skemmtilegra næstu mánuði fyrir landsliðsþjálfarann Arnar Þór Viðarsson og aðstoðarmenn hans. 31. mars 2021 21:29 Fínt að spila oftar gegn Liechtenstein því þá næ ég að skora eitthvað Birkir Már Sævarsson var léttur í lund er hann mætti í viðtal eftir 4-1 sigur Íslands gegn Liechtenstein í undankeppni HM fyrr í kvöld. Bakvörðurinn skoraði fyrsta mark Íslands í leiknum. 31. mars 2021 21:09 Fékk að vita það í morgunmatnum að hann myndi byrja sinn fyrsta A-landsleik Sveinn Aron Guðjohnsen sagðist hafa fengið að vita það í morgun að hann myndi byrja sem fremsti maður hjá íslenska landsliðinu gegn Liechtenstein. 31. mars 2021 21:06 Einkunnir Íslands á móti Liechtenstein: Birkir Már og Birkir Bjarna bestir Íslenska karlalandsliðið vann þægilegan 4-1 sigur á Liechtenstein eftir árangursríka og einbeitta nálgun á verkefnið í Ölpunum í kvöld. Vísir hefur farið yfir frammistöðu íslensku strákana. 31. mars 2021 21:02 Twitter um sigur Íslands: Rafíþróttalið Liechtenstein, markaskorun Birkis Más og Sveinn Aron í byrjunarliðinu Ísland vann sinn fyrsta sigur í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu er liðið lagði Liechtenstein 4-1 ytra í dag. Hér að neðan má sjá allt það helsta sem fram fór á samfélagsmiðlinum Twitter á meðan leik stóð. 31. mars 2021 20:39 Umfjöllun: Liechtenstein - Ísland 1-4 | Kærkominn sigur í Vaduz Ísland vann kærkominn sigur á Liechtenstein, 1-4, þegar liðin áttust við á Rheinpark Stadion í Vaduz í kvöld. Birkir Már Sævarsson, Birkir Bjarnason, Guðlaugur Victor Pálsson og Rúnar Már Sigurjónsson (víti) skoruðu mörk Íslendinga. Yanik Frick skoraði mark Liechtensteina beint úr hornspyrnu. 31. mars 2021 20:30 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Sjá meira
Óvissa ríkti um stöðuna á Aroni Einari Gunnarssyni, Jóhanni Berg Guðmundssyni, Birkir Bjarnasyni og fleirum eftir leikinn við Armeníu á sunnudag. Kolbeinn Sigþórsson og Ragnar Sigurðsson höfðu meiðst, og Albert Guðmundsson var kominn í leikbann. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari ákvað því að kalla á fjóra fyrrverandi lærisveina sína úr U21-landsliðinu, sem þar af leiðandi misstu af lokaleiknum á EM í gær. Þegar á hólminn var komið var bara þörf fyrir þrjá. Sjúkrateymið vann frábært starf „Við þurftum að taka ákvörðun sama kvöld og leikurinn við Armeníu kláraðist. Þá vorum við með þrjá leikmenn meidda og aðra þrjá mjög tæpa, og þurftum að taka ákvörðun sama kvöld. Við vorum hræddir um að við værum að taka of fáa úr U21-hópnum og yrðum ekki með fullan hóp. Síðan vann okkar sjúkrateymi frábært starf og náði að gera þá leikfæra sem voru tæpir. Þá vorum við með einum of marga leikmenn,“ sagði Arnar á blaðamannafundi. „Ég tel samt að þetta hafi verið mjög góður landsleikjagluggi í þróun Willums. Hann spilaði tvo leiki á EM og náði svo að vera með okkur í aðdraganda alvöru undankeppnisleik sem er mjög mikilvægt. Að mínu mati var þetta fullkomin lausn fyrir hann.“ Arnar Þór Viðarsson og Martin Stocklasa, þjálfari Liechtenstein, tókust í hendur í Vaduz í gærkvöld.EPA-EFE/CHRISTIAN MERZ En var erfitt að tilkynna Willum að hann yrði utan hóps? „Það var ekkert erfitt. Ég útskýrði þetta fyrir honum nákvæmlega eins og ég útskýri þetta núna. Hann stóð sína plikt vel með U21-liðinu og við völdum hann með það í huga að hann yrði í hópnum okkar. En það er líka mikilvægt fyrir hann að vera í kringum allt hérna, kynnast okkar reynslumiklu leikmönnum og því hvernig allt gengur fyrir sig í A-landsliðinu. Hann skildi þessa niðurstöðu mjög vel þó að hann væri svekktur,“ sagði Arnar. Alfons kominn of langt fyrir U21-landsliðið Alfons Sampsted missti af EM eftir að hafa leikið lykilhlutverk í undankeppninni með U21-landsliðinu. Arnar segir Alfons einfaldlega orðinn A-landsliðsmann og ekki hafi verið spurning um að velja hann í hópinn, þó að hann hafi aðeins spilað einn leik af þremur, gegn Þýskalandi. „Fyrir Alfons er það að mínu mati þannig að hann var kominn of langt. Hann spilaði alla leiki í Noregi í fyrra og varð meistari, og hann og Birkir Már eru bara okkar hægri bakverðir. Það var ekki möguleiki á að skilja hann eftir, enda spilaði hann á móti Þýskalandi. Ég skil samt alveg pælingarnar [um að Alfons hefði ef til vill frekar átt að fara á EM]. Það er ekkert eitt rétt svar en ég er ánægður með hvernig við gerðum þetta,“ sagði Arnar.
EM U21 í fótbolta 2021 HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Segir mikla pressu á Sveini vegna nafnsins en að hann höndli hana vel „Það er pressa á drengnum en það er ótrúlegt hvað hann höndlar það vel. Hann er bara svo vel gerður. Það hlýtur að koma úr móðurætt,“ sagði Arnar Þór Viðarsson léttur í bragði þegar hann ræddi um Svein Aron Guðjohnsen eftir sigurinn á Liechtenstein í kvöld. 31. mars 2021 22:39 „Aldrei gaman fyrir lið eða markvörð að fá mark á sig úr horni“ Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var svekktur með markið sem Ísland fékk á sig gegn Liechtenstein í undankeppni HM 2022 í kvöld. 31. mars 2021 22:38 Fjögur fyrstu mörkin og þrjú fyrstu stigin á þjálfaraferli Arnars: Sjáðu myndirnar 4-0 sigur í Liechtenstein í kvöld gerir lífið heldur skemmtilegra næstu mánuði fyrir landsliðsþjálfarann Arnar Þór Viðarsson og aðstoðarmenn hans. 31. mars 2021 21:29 Fínt að spila oftar gegn Liechtenstein því þá næ ég að skora eitthvað Birkir Már Sævarsson var léttur í lund er hann mætti í viðtal eftir 4-1 sigur Íslands gegn Liechtenstein í undankeppni HM fyrr í kvöld. Bakvörðurinn skoraði fyrsta mark Íslands í leiknum. 31. mars 2021 21:09 Fékk að vita það í morgunmatnum að hann myndi byrja sinn fyrsta A-landsleik Sveinn Aron Guðjohnsen sagðist hafa fengið að vita það í morgun að hann myndi byrja sem fremsti maður hjá íslenska landsliðinu gegn Liechtenstein. 31. mars 2021 21:06 Einkunnir Íslands á móti Liechtenstein: Birkir Már og Birkir Bjarna bestir Íslenska karlalandsliðið vann þægilegan 4-1 sigur á Liechtenstein eftir árangursríka og einbeitta nálgun á verkefnið í Ölpunum í kvöld. Vísir hefur farið yfir frammistöðu íslensku strákana. 31. mars 2021 21:02 Twitter um sigur Íslands: Rafíþróttalið Liechtenstein, markaskorun Birkis Más og Sveinn Aron í byrjunarliðinu Ísland vann sinn fyrsta sigur í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu er liðið lagði Liechtenstein 4-1 ytra í dag. Hér að neðan má sjá allt það helsta sem fram fór á samfélagsmiðlinum Twitter á meðan leik stóð. 31. mars 2021 20:39 Umfjöllun: Liechtenstein - Ísland 1-4 | Kærkominn sigur í Vaduz Ísland vann kærkominn sigur á Liechtenstein, 1-4, þegar liðin áttust við á Rheinpark Stadion í Vaduz í kvöld. Birkir Már Sævarsson, Birkir Bjarnason, Guðlaugur Victor Pálsson og Rúnar Már Sigurjónsson (víti) skoruðu mörk Íslendinga. Yanik Frick skoraði mark Liechtensteina beint úr hornspyrnu. 31. mars 2021 20:30 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Sjá meira
Segir mikla pressu á Sveini vegna nafnsins en að hann höndli hana vel „Það er pressa á drengnum en það er ótrúlegt hvað hann höndlar það vel. Hann er bara svo vel gerður. Það hlýtur að koma úr móðurætt,“ sagði Arnar Þór Viðarsson léttur í bragði þegar hann ræddi um Svein Aron Guðjohnsen eftir sigurinn á Liechtenstein í kvöld. 31. mars 2021 22:39
„Aldrei gaman fyrir lið eða markvörð að fá mark á sig úr horni“ Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var svekktur með markið sem Ísland fékk á sig gegn Liechtenstein í undankeppni HM 2022 í kvöld. 31. mars 2021 22:38
Fjögur fyrstu mörkin og þrjú fyrstu stigin á þjálfaraferli Arnars: Sjáðu myndirnar 4-0 sigur í Liechtenstein í kvöld gerir lífið heldur skemmtilegra næstu mánuði fyrir landsliðsþjálfarann Arnar Þór Viðarsson og aðstoðarmenn hans. 31. mars 2021 21:29
Fínt að spila oftar gegn Liechtenstein því þá næ ég að skora eitthvað Birkir Már Sævarsson var léttur í lund er hann mætti í viðtal eftir 4-1 sigur Íslands gegn Liechtenstein í undankeppni HM fyrr í kvöld. Bakvörðurinn skoraði fyrsta mark Íslands í leiknum. 31. mars 2021 21:09
Fékk að vita það í morgunmatnum að hann myndi byrja sinn fyrsta A-landsleik Sveinn Aron Guðjohnsen sagðist hafa fengið að vita það í morgun að hann myndi byrja sem fremsti maður hjá íslenska landsliðinu gegn Liechtenstein. 31. mars 2021 21:06
Einkunnir Íslands á móti Liechtenstein: Birkir Már og Birkir Bjarna bestir Íslenska karlalandsliðið vann þægilegan 4-1 sigur á Liechtenstein eftir árangursríka og einbeitta nálgun á verkefnið í Ölpunum í kvöld. Vísir hefur farið yfir frammistöðu íslensku strákana. 31. mars 2021 21:02
Twitter um sigur Íslands: Rafíþróttalið Liechtenstein, markaskorun Birkis Más og Sveinn Aron í byrjunarliðinu Ísland vann sinn fyrsta sigur í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu er liðið lagði Liechtenstein 4-1 ytra í dag. Hér að neðan má sjá allt það helsta sem fram fór á samfélagsmiðlinum Twitter á meðan leik stóð. 31. mars 2021 20:39
Umfjöllun: Liechtenstein - Ísland 1-4 | Kærkominn sigur í Vaduz Ísland vann kærkominn sigur á Liechtenstein, 1-4, þegar liðin áttust við á Rheinpark Stadion í Vaduz í kvöld. Birkir Már Sævarsson, Birkir Bjarnason, Guðlaugur Victor Pálsson og Rúnar Már Sigurjónsson (víti) skoruðu mörk Íslendinga. Yanik Frick skoraði mark Liechtensteina beint úr hornspyrnu. 31. mars 2021 20:30