Fótbolti

Lars segir að Eiður hafi ekki komið að valinu á Sveini

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sveinn Aron í leik með U21 árs landsliðinu þar sem hann hefur raðað inn mörkum.
Sveinn Aron í leik með U21 árs landsliðinu þar sem hann hefur raðað inn mörkum. vísir/daníel

Lars Lagerback, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins, segir að Eiður Smári Guðjohnsen, hinn aðstoðarþjálfari liðsins, hafi ekki komið að valinu á framherja íslenska liðsins í leik kvöld.

Sveinn Aron Guðjohnsen byrjar í fremstu víglínu Íslands gegn Liechtenstein en þetta er fyrsti A-landsleikur hans. Faðir hans, Eiður Smári, er í þjálfarateyminu og segir Lars að hann hafi ekki komið að valinu í kvöld.

„Ég held að það sé mikilvægt að taka það fram að Eiður Smári kom ekki að valinu á framherja að þessu sinni. Fólk má ekki halda að hann sé þarna útaf föður sínum,“ sagði Lars í samtali við RÚV fyrir leik kvöldsins.

„Ég hef sjálfur ekki séð mikið af Sveini. Ég hef aðeins séð hann spila í þessum tveimur leikjum á EM undir 21 árs svo ég þekki hann ekki vel. En ég hreifst mjög af honum á æfingunni í gær og leist vel á þessa hugmynd þegar Arnar ræddi þetta. Hann hefur nef fyrir markaskorun og er harður af sér. Ég styð Arnar heilshugar í þessari ákvörðun.“

Lars var einnig inn á að Hannes Þór Halldórsson fær sér sæti á bekknum og Rúnar Alex Rúnarsson tekur sæti hans í markinu.

„Hannes er að mínu mati enn þá mjög góður markmaður. En það er á hreinu að hann er ekkert að yngjast og þetta er góður tími til að gefa Rúnari tækifæri.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×