Kraftaverki líkast að fleiri hafi ekki veikst um borð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. mars 2021 13:37 Pétur Heimisson er umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi. Mynd/Aðsend Pétur Heimisson, umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir að það hafi verið kraftaverki líkast hversu vel hafi tekist að halda uppi smitvörnum um borð í súrálsskipinu sem liggur við Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði. Hann segir skipverjana sjálfa eiga mikið lof skilið fyrir hversu vel þeim hafi tekist að hindra útbreiðslu veirunnar. Niðurstöður skimunar frá því í fyrradag sýndu að níu þeirra hafi ekki smitast af kórónuveirunni en það var níu sólarhringum eftir komuna til Reyðarfjarðar. „Ég veit ekki hvort það sé heppni eða hvað það segir yfirleitt en þessum tíu manna hópi sem veiktist hefur vegnað betur en maður reiknaði með. Einungis einn varð alvarlega veikur.“ Pétur vísar þarna í skipverjann sem flytja þurfti suður á Landspítalann með sjúkraflugi á sunnudag eftir að einkenni hans tóku að versna til muna. Skipverjarnir eru allir kínverskir og höfðu verið á sjó samfellt í tvær vikur áður en skipið lagði að bryggju í Reyðarfirði. Pétur segir að sjö þeirra hafi fengið fyrstu einkenni sjúkdómsins nákvæmlega þegar vika var liðin af túrnum. Súrálsskipið kom til Mjóeyrarhafnar 20. mars síðastliðinn. Sjö af nítján skipverjum fundu fyrir einkennum COVID-19 en skimun leiddi í ljós að níu voru smitaðir. Einn úr hópnum veiktist alvarlega og var fluttur með sjúkraflugi á Landspítalann á sunnudag. Hinir veiku eru með brasilíska afbrigði kórónuveirunnar.Vísir/Vilhelm Kvíðvænlegt að vera fjarri heimahögum og ástvinum Pétur var spurður út í andlegu hliðina á málinu; hvort það væri ekki erfitt fyrir skipverjana að vera veikir og fastir í einangrun í ókunnu landi. Pétur svaraði því til að vissulega væri það kvíðvænlegt að vera fjarri heimahögum og ástvinum en að allir sem komi að verkefninu reyni sitt allra besta til að veita þeim eins mikið öryggi og hægt er. „Við pössum upp á að hafa mikinn fyrirsjáanleika. Í hvert sinn sem fagmaður fer um borð til að meta ástand og heilsu þeirra – sem er daglega – þá vita þeir alltaf hvenær næsta heimsókn verður. Þeir hafa góðan aðgang að okkur hjá HSA og COVID-göngudeildinni. Það hefur skipt miklu máli bæði fyrir þá og okkur.“ Pétur fær skýrslu um líðan skipverjanna á hverjum degi. Hann segir að líðan þeirra sé þokkaleg sem stendur og að enginn sé alvarlega veikur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Fjarðabyggð Tengdar fréttir Einn skipverjanna fluttur á Landspítala Einn skipverjanna tíu, sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í súrálsskipi við Móeyjarhöfn á Reyðarfirði, var fluttur með sjúkraflugi á Landspítala í dag. Einkenni skipverjans höfðu versnað og þótti rétt að flytja hann til öryggis á sjúkrahús. 28. mars 2021 18:10 Læknir og hjúkrunarfræðingur fóru um borð í skipið Læknir og hjúkrunarfræðingur fóru um borð í súrálsskipið sem kom til Mjóeyrarhafnar á Reyðarfirði á laugardaginn í dag til að meta líðan og ástand skipverjanna sem þar eru í einangrun, smitaðir af covid-19. Enginn þeirra mun vera alvarlega veikur. 24. mars 2021 19:16 Allt gert til að koma í veg fyrir að smit berist út í samfélagið Allt er gert til að koma í veg fyrir að smit tíu skipverja súrálsskips berist út í samfélagið. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að enginn nema heilbrigðisstarfsmenn megi fara um borð í skipið og þá er megi enginn fara frá borði. Líðan skipverjanna er þokkaleg miðað við aðstæður að sögn yfirlögregluþjóns. 22. mars 2021 12:29 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Hann segir skipverjana sjálfa eiga mikið lof skilið fyrir hversu vel þeim hafi tekist að hindra útbreiðslu veirunnar. Niðurstöður skimunar frá því í fyrradag sýndu að níu þeirra hafi ekki smitast af kórónuveirunni en það var níu sólarhringum eftir komuna til Reyðarfjarðar. „Ég veit ekki hvort það sé heppni eða hvað það segir yfirleitt en þessum tíu manna hópi sem veiktist hefur vegnað betur en maður reiknaði með. Einungis einn varð alvarlega veikur.“ Pétur vísar þarna í skipverjann sem flytja þurfti suður á Landspítalann með sjúkraflugi á sunnudag eftir að einkenni hans tóku að versna til muna. Skipverjarnir eru allir kínverskir og höfðu verið á sjó samfellt í tvær vikur áður en skipið lagði að bryggju í Reyðarfirði. Pétur segir að sjö þeirra hafi fengið fyrstu einkenni sjúkdómsins nákvæmlega þegar vika var liðin af túrnum. Súrálsskipið kom til Mjóeyrarhafnar 20. mars síðastliðinn. Sjö af nítján skipverjum fundu fyrir einkennum COVID-19 en skimun leiddi í ljós að níu voru smitaðir. Einn úr hópnum veiktist alvarlega og var fluttur með sjúkraflugi á Landspítalann á sunnudag. Hinir veiku eru með brasilíska afbrigði kórónuveirunnar.Vísir/Vilhelm Kvíðvænlegt að vera fjarri heimahögum og ástvinum Pétur var spurður út í andlegu hliðina á málinu; hvort það væri ekki erfitt fyrir skipverjana að vera veikir og fastir í einangrun í ókunnu landi. Pétur svaraði því til að vissulega væri það kvíðvænlegt að vera fjarri heimahögum og ástvinum en að allir sem komi að verkefninu reyni sitt allra besta til að veita þeim eins mikið öryggi og hægt er. „Við pössum upp á að hafa mikinn fyrirsjáanleika. Í hvert sinn sem fagmaður fer um borð til að meta ástand og heilsu þeirra – sem er daglega – þá vita þeir alltaf hvenær næsta heimsókn verður. Þeir hafa góðan aðgang að okkur hjá HSA og COVID-göngudeildinni. Það hefur skipt miklu máli bæði fyrir þá og okkur.“ Pétur fær skýrslu um líðan skipverjanna á hverjum degi. Hann segir að líðan þeirra sé þokkaleg sem stendur og að enginn sé alvarlega veikur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Fjarðabyggð Tengdar fréttir Einn skipverjanna fluttur á Landspítala Einn skipverjanna tíu, sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í súrálsskipi við Móeyjarhöfn á Reyðarfirði, var fluttur með sjúkraflugi á Landspítala í dag. Einkenni skipverjans höfðu versnað og þótti rétt að flytja hann til öryggis á sjúkrahús. 28. mars 2021 18:10 Læknir og hjúkrunarfræðingur fóru um borð í skipið Læknir og hjúkrunarfræðingur fóru um borð í súrálsskipið sem kom til Mjóeyrarhafnar á Reyðarfirði á laugardaginn í dag til að meta líðan og ástand skipverjanna sem þar eru í einangrun, smitaðir af covid-19. Enginn þeirra mun vera alvarlega veikur. 24. mars 2021 19:16 Allt gert til að koma í veg fyrir að smit berist út í samfélagið Allt er gert til að koma í veg fyrir að smit tíu skipverja súrálsskips berist út í samfélagið. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að enginn nema heilbrigðisstarfsmenn megi fara um borð í skipið og þá er megi enginn fara frá borði. Líðan skipverjanna er þokkaleg miðað við aðstæður að sögn yfirlögregluþjóns. 22. mars 2021 12:29 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Einn skipverjanna fluttur á Landspítala Einn skipverjanna tíu, sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í súrálsskipi við Móeyjarhöfn á Reyðarfirði, var fluttur með sjúkraflugi á Landspítala í dag. Einkenni skipverjans höfðu versnað og þótti rétt að flytja hann til öryggis á sjúkrahús. 28. mars 2021 18:10
Læknir og hjúkrunarfræðingur fóru um borð í skipið Læknir og hjúkrunarfræðingur fóru um borð í súrálsskipið sem kom til Mjóeyrarhafnar á Reyðarfirði á laugardaginn í dag til að meta líðan og ástand skipverjanna sem þar eru í einangrun, smitaðir af covid-19. Enginn þeirra mun vera alvarlega veikur. 24. mars 2021 19:16
Allt gert til að koma í veg fyrir að smit berist út í samfélagið Allt er gert til að koma í veg fyrir að smit tíu skipverja súrálsskips berist út í samfélagið. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að enginn nema heilbrigðisstarfsmenn megi fara um borð í skipið og þá er megi enginn fara frá borði. Líðan skipverjanna er þokkaleg miðað við aðstæður að sögn yfirlögregluþjóns. 22. mars 2021 12:29