BB Hótel á Ásbrú skoðað í dag fyrir sóttkvíarhótel Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. mars 2021 11:58 Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins, staddur á hótelherbergi á Fosshótel við Þórunnartún sem verður svokallað sóttkvíarhótel á næstunni. vísir/Sigurjón Gert er ráð fyrir að sóttkvíarhótel verði opnað í Reykjanesbæ þegar Fosshótel við Þórunnartún fyllist. Unnið er að því að búa hótelið undir komu farþega úr þremur flugvélum á morgun. Á morgun taka gildi nýjar reglur á landamærunum og þurfa þá allir sem koma frá svæðum sem eru flokkuð dökkrauð vegna fjölda smita eða grá vegna ófullnægjandi upplýsinga um smit að fara í sóttkví á hóteli í fimm daga á milli fyrri og seinni sýnatöku. Þetta á við um alla farþega og jafnframt Íslendinga og aðra sem búsettir eru hér á landi. Á morgun er von á þremur flugvélum frá Hollandi, Póllandi og Svíþjóð sem teljast dökkrauð svæði og því fara allir farþegar sem ekki eru bólusettir eða með vottorð um fyrri sýkingu í sóttkví á Fosshótel við Þórunnartún. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossinn, var önnum kafinn við undirbúning á hótelinu þegar fréttastofa leit við í morgun. Hann var þó enn ekki kominn með upplýsingar um hversu margir gestir séu væntanlegir á morgun. Kassar fullir af ýmsum sóttvarnarbúnaði voru á hótelinu í morgun. Starfsmenn verða í hlífðarfatnaði og spritt verður í hverju horni.vísir/Sigurjón Á Fosshótel eru um 320 herbergi og Gylfi gerir ráð fyrir að þau fyllist fyrr en síðar. „Já fyrr en síðar, en ég veit ekki hvenær fyrr er,“ segir Gylfi og bætir við að hann fái vonandi farþegatölur fljótlega. „Því við þurfum að haga undirbúningi eftir því en almannavarnir eru að vinna í því með okkur að finna út úr þessu.“ Hvað gerið þið ef hótelið fyllist strax um helgina? „Þá opnum við á nýjum stað. Það verður að öllum líkindum í Reykjanesbæ.“ Rauði krossinn mun í dag skoða BB hótel á Ásbrú sem hugsanlega aðstöðu en enn hefur þó ekki verið gengið frá samningi. Þá stendur einnig til að opna hótel á Akureyri fyrir fólk sem lendir þar og fyrir austan fyrir þá sem koma með Norrænu. Von er á næstu ferju þann 6. apríl. Frá 11. apríl kostar nóttin tíu þúsund krónur fyrir hvert herbergi og þrjár daglegar máltíðir sem verða sendar upp á herbergi eru innifaldar. Ferðamenn sem veikjast á hótelinu verða færðir í farsóttarhúsið við Rauðarárstíg. Lögregla verður kölluð til ef fólk yfirgefur hótelið. „Ef fólk fer út er það að brjóta sóttkví og þá ber okkur að láta yfirvöld vita; láta lögreglu vita. Líklega væri það sekt og jafnvel þá bara að fólk verði fært hingað aftur,“ segir Gylfi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjanesbær Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Á morgun taka gildi nýjar reglur á landamærunum og þurfa þá allir sem koma frá svæðum sem eru flokkuð dökkrauð vegna fjölda smita eða grá vegna ófullnægjandi upplýsinga um smit að fara í sóttkví á hóteli í fimm daga á milli fyrri og seinni sýnatöku. Þetta á við um alla farþega og jafnframt Íslendinga og aðra sem búsettir eru hér á landi. Á morgun er von á þremur flugvélum frá Hollandi, Póllandi og Svíþjóð sem teljast dökkrauð svæði og því fara allir farþegar sem ekki eru bólusettir eða með vottorð um fyrri sýkingu í sóttkví á Fosshótel við Þórunnartún. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossinn, var önnum kafinn við undirbúning á hótelinu þegar fréttastofa leit við í morgun. Hann var þó enn ekki kominn með upplýsingar um hversu margir gestir séu væntanlegir á morgun. Kassar fullir af ýmsum sóttvarnarbúnaði voru á hótelinu í morgun. Starfsmenn verða í hlífðarfatnaði og spritt verður í hverju horni.vísir/Sigurjón Á Fosshótel eru um 320 herbergi og Gylfi gerir ráð fyrir að þau fyllist fyrr en síðar. „Já fyrr en síðar, en ég veit ekki hvenær fyrr er,“ segir Gylfi og bætir við að hann fái vonandi farþegatölur fljótlega. „Því við þurfum að haga undirbúningi eftir því en almannavarnir eru að vinna í því með okkur að finna út úr þessu.“ Hvað gerið þið ef hótelið fyllist strax um helgina? „Þá opnum við á nýjum stað. Það verður að öllum líkindum í Reykjanesbæ.“ Rauði krossinn mun í dag skoða BB hótel á Ásbrú sem hugsanlega aðstöðu en enn hefur þó ekki verið gengið frá samningi. Þá stendur einnig til að opna hótel á Akureyri fyrir fólk sem lendir þar og fyrir austan fyrir þá sem koma með Norrænu. Von er á næstu ferju þann 6. apríl. Frá 11. apríl kostar nóttin tíu þúsund krónur fyrir hvert herbergi og þrjár daglegar máltíðir sem verða sendar upp á herbergi eru innifaldar. Ferðamenn sem veikjast á hótelinu verða færðir í farsóttarhúsið við Rauðarárstíg. Lögregla verður kölluð til ef fólk yfirgefur hótelið. „Ef fólk fer út er það að brjóta sóttkví og þá ber okkur að láta yfirvöld vita; láta lögreglu vita. Líklega væri það sekt og jafnvel þá bara að fólk verði fært hingað aftur,“ segir Gylfi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjanesbær Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira