Breyttur opnunartími að eldgosinu í Geldingadölum: „Við getum ekki vaktað þetta svona lengi“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. mars 2021 11:51 Ákveðið hefur verið að breyta opnunartíma að gosstöðvunum í Geldingadölum til þess að koma í veg fyrir umferðaröngþveiti og til þess að auka öryggi þeirra sem gosstöðvarnar sækja. Dæmi eru um að fólk sem beðið hafi í bílum sínum í allt að þrjár klukkustundir eftir að komast inn á svæðið í gær hafi verið snúið frá þegar svæðinu var lokað. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að fá og með deginum í dag og fram yfir páska verði opið fyrir almenna umferð að eldgosinu í Geldingadölum frá klukkan sex að morgni til klukkan 18. Svæðið sjálft og gönguleiðin inn í Geldingadali verður svo rýmd klukkan 22. Er þetta gert með hliðsjón af reynslu síðustu daga en gríðarlegt umferðaröngþveiti skapaðist á svæðinu og náði bílaröðin allt frá Hrauni við Suðurstrandaveg, í gegnum Grindavík og að Seltjörn á Grindavíkurvegi. Samkvæmt teljara Ferðamálastofu komust tæplega 5200 manns að eldgosinu í gær og í heildina hafa rúmlega 23.500 gengið í Geldingadali síðustu sjö daga. Þá eru ótaldir göngumenn fyrstu dagana eftir gosið. Bílastæði hafa meðal annars verið sett um við Ísólfsskála við Suðurstrandaveg næst gönguleiðinni inni í Geldingadali.Vísir/Sigurjón Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður í aðgerðarstjórn hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir ákvörðunina tekna til þess að tryggja öryggi göngufólks og til þess að hvíla björgunarfólk. „Við getum ekki vaktað þetta svona lengi þannig að við erum að hugsa um að breyta opnuninni á gossvæðinu. Fólk vill sjá komast þarna í ljósaskiptum og sjá þetta í myrkri. Hins vegar náum við bara ekki að vera með þá gæslu og þær bjargir yfir nóttina og á kvöldin,“ segir Hjálmar. Loka þurfti fyrir umferð að gossvæðinu síðdegis í gær vegna gríðar mikillar aðsóknar. „Fólk var að leggja inni í Grindavík í íbúðarhverfum og Grindvíkingar sjálfur áttu erfit með að komast leiðar sinnar bæði í verslun og fleira. Þetta var röð frá Hrauni og út á miðjan Grindavíkurveg,“ segir Hjálmar Mikið umferðaröngþveiti skapaðist á Suðurstrandavegi í gær og biðu margir í allt að þrjár klukkustundir í bílum sínum áður en þeim var snúið frá þar sem svæðinu var lokað.Vísir/Jóhann K. Urgur í heimamönnum vegna umferðarteppu í Grindavík „Það var smá pirringur svona. Þetta er í fyrsta skipti sem þetta verður svona mikið, segir Hjálmar og bætir við að miður sé að ekki er farið eftir tilmælum sem gefin hafa verið út til þeirra sem sækja það að ganga að eldgosinu. „Það voru gefin út fyrirmæli að vera ekki að fara með börn. Menn eru beðnir um að fara að þessum fyrirmælum. Þetta er ekkert grín þessi ganga. Þetta er tuttugu kílómetra ganga og að vera að fara með börn á kvöldin og svona þetta er bara ekki í nógu góðum málum,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður í aðgerðarstjórn lögreglunnar á Suðurnesjum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að fá og með deginum í dag og fram yfir páska verði opið fyrir almenna umferð að eldgosinu í Geldingadölum frá klukkan sex að morgni til klukkan 18. Svæðið sjálft og gönguleiðin inn í Geldingadali verður svo rýmd klukkan 22. Er þetta gert með hliðsjón af reynslu síðustu daga en gríðarlegt umferðaröngþveiti skapaðist á svæðinu og náði bílaröðin allt frá Hrauni við Suðurstrandaveg, í gegnum Grindavík og að Seltjörn á Grindavíkurvegi. Samkvæmt teljara Ferðamálastofu komust tæplega 5200 manns að eldgosinu í gær og í heildina hafa rúmlega 23.500 gengið í Geldingadali síðustu sjö daga. Þá eru ótaldir göngumenn fyrstu dagana eftir gosið. Bílastæði hafa meðal annars verið sett um við Ísólfsskála við Suðurstrandaveg næst gönguleiðinni inni í Geldingadali.Vísir/Sigurjón Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður í aðgerðarstjórn hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir ákvörðunina tekna til þess að tryggja öryggi göngufólks og til þess að hvíla björgunarfólk. „Við getum ekki vaktað þetta svona lengi þannig að við erum að hugsa um að breyta opnuninni á gossvæðinu. Fólk vill sjá komast þarna í ljósaskiptum og sjá þetta í myrkri. Hins vegar náum við bara ekki að vera með þá gæslu og þær bjargir yfir nóttina og á kvöldin,“ segir Hjálmar. Loka þurfti fyrir umferð að gossvæðinu síðdegis í gær vegna gríðar mikillar aðsóknar. „Fólk var að leggja inni í Grindavík í íbúðarhverfum og Grindvíkingar sjálfur áttu erfit með að komast leiðar sinnar bæði í verslun og fleira. Þetta var röð frá Hrauni og út á miðjan Grindavíkurveg,“ segir Hjálmar Mikið umferðaröngþveiti skapaðist á Suðurstrandavegi í gær og biðu margir í allt að þrjár klukkustundir í bílum sínum áður en þeim var snúið frá þar sem svæðinu var lokað.Vísir/Jóhann K. Urgur í heimamönnum vegna umferðarteppu í Grindavík „Það var smá pirringur svona. Þetta er í fyrsta skipti sem þetta verður svona mikið, segir Hjálmar og bætir við að miður sé að ekki er farið eftir tilmælum sem gefin hafa verið út til þeirra sem sækja það að ganga að eldgosinu. „Það voru gefin út fyrirmæli að vera ekki að fara með börn. Menn eru beðnir um að fara að þessum fyrirmælum. Þetta er ekkert grín þessi ganga. Þetta er tuttugu kílómetra ganga og að vera að fara með börn á kvöldin og svona þetta er bara ekki í nógu góðum málum,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður í aðgerðarstjórn lögreglunnar á Suðurnesjum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira