Breyttur opnunartími að eldgosinu í Geldingadölum: „Við getum ekki vaktað þetta svona lengi“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. mars 2021 11:51 Ákveðið hefur verið að breyta opnunartíma að gosstöðvunum í Geldingadölum til þess að koma í veg fyrir umferðaröngþveiti og til þess að auka öryggi þeirra sem gosstöðvarnar sækja. Dæmi eru um að fólk sem beðið hafi í bílum sínum í allt að þrjár klukkustundir eftir að komast inn á svæðið í gær hafi verið snúið frá þegar svæðinu var lokað. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að fá og með deginum í dag og fram yfir páska verði opið fyrir almenna umferð að eldgosinu í Geldingadölum frá klukkan sex að morgni til klukkan 18. Svæðið sjálft og gönguleiðin inn í Geldingadali verður svo rýmd klukkan 22. Er þetta gert með hliðsjón af reynslu síðustu daga en gríðarlegt umferðaröngþveiti skapaðist á svæðinu og náði bílaröðin allt frá Hrauni við Suðurstrandaveg, í gegnum Grindavík og að Seltjörn á Grindavíkurvegi. Samkvæmt teljara Ferðamálastofu komust tæplega 5200 manns að eldgosinu í gær og í heildina hafa rúmlega 23.500 gengið í Geldingadali síðustu sjö daga. Þá eru ótaldir göngumenn fyrstu dagana eftir gosið. Bílastæði hafa meðal annars verið sett um við Ísólfsskála við Suðurstrandaveg næst gönguleiðinni inni í Geldingadali.Vísir/Sigurjón Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður í aðgerðarstjórn hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir ákvörðunina tekna til þess að tryggja öryggi göngufólks og til þess að hvíla björgunarfólk. „Við getum ekki vaktað þetta svona lengi þannig að við erum að hugsa um að breyta opnuninni á gossvæðinu. Fólk vill sjá komast þarna í ljósaskiptum og sjá þetta í myrkri. Hins vegar náum við bara ekki að vera með þá gæslu og þær bjargir yfir nóttina og á kvöldin,“ segir Hjálmar. Loka þurfti fyrir umferð að gossvæðinu síðdegis í gær vegna gríðar mikillar aðsóknar. „Fólk var að leggja inni í Grindavík í íbúðarhverfum og Grindvíkingar sjálfur áttu erfit með að komast leiðar sinnar bæði í verslun og fleira. Þetta var röð frá Hrauni og út á miðjan Grindavíkurveg,“ segir Hjálmar Mikið umferðaröngþveiti skapaðist á Suðurstrandavegi í gær og biðu margir í allt að þrjár klukkustundir í bílum sínum áður en þeim var snúið frá þar sem svæðinu var lokað.Vísir/Jóhann K. Urgur í heimamönnum vegna umferðarteppu í Grindavík „Það var smá pirringur svona. Þetta er í fyrsta skipti sem þetta verður svona mikið, segir Hjálmar og bætir við að miður sé að ekki er farið eftir tilmælum sem gefin hafa verið út til þeirra sem sækja það að ganga að eldgosinu. „Það voru gefin út fyrirmæli að vera ekki að fara með börn. Menn eru beðnir um að fara að þessum fyrirmælum. Þetta er ekkert grín þessi ganga. Þetta er tuttugu kílómetra ganga og að vera að fara með börn á kvöldin og svona þetta er bara ekki í nógu góðum málum,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður í aðgerðarstjórn lögreglunnar á Suðurnesjum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að fá og með deginum í dag og fram yfir páska verði opið fyrir almenna umferð að eldgosinu í Geldingadölum frá klukkan sex að morgni til klukkan 18. Svæðið sjálft og gönguleiðin inn í Geldingadali verður svo rýmd klukkan 22. Er þetta gert með hliðsjón af reynslu síðustu daga en gríðarlegt umferðaröngþveiti skapaðist á svæðinu og náði bílaröðin allt frá Hrauni við Suðurstrandaveg, í gegnum Grindavík og að Seltjörn á Grindavíkurvegi. Samkvæmt teljara Ferðamálastofu komust tæplega 5200 manns að eldgosinu í gær og í heildina hafa rúmlega 23.500 gengið í Geldingadali síðustu sjö daga. Þá eru ótaldir göngumenn fyrstu dagana eftir gosið. Bílastæði hafa meðal annars verið sett um við Ísólfsskála við Suðurstrandaveg næst gönguleiðinni inni í Geldingadali.Vísir/Sigurjón Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður í aðgerðarstjórn hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir ákvörðunina tekna til þess að tryggja öryggi göngufólks og til þess að hvíla björgunarfólk. „Við getum ekki vaktað þetta svona lengi þannig að við erum að hugsa um að breyta opnuninni á gossvæðinu. Fólk vill sjá komast þarna í ljósaskiptum og sjá þetta í myrkri. Hins vegar náum við bara ekki að vera með þá gæslu og þær bjargir yfir nóttina og á kvöldin,“ segir Hjálmar. Loka þurfti fyrir umferð að gossvæðinu síðdegis í gær vegna gríðar mikillar aðsóknar. „Fólk var að leggja inni í Grindavík í íbúðarhverfum og Grindvíkingar sjálfur áttu erfit með að komast leiðar sinnar bæði í verslun og fleira. Þetta var röð frá Hrauni og út á miðjan Grindavíkurveg,“ segir Hjálmar Mikið umferðaröngþveiti skapaðist á Suðurstrandavegi í gær og biðu margir í allt að þrjár klukkustundir í bílum sínum áður en þeim var snúið frá þar sem svæðinu var lokað.Vísir/Jóhann K. Urgur í heimamönnum vegna umferðarteppu í Grindavík „Það var smá pirringur svona. Þetta er í fyrsta skipti sem þetta verður svona mikið, segir Hjálmar og bætir við að miður sé að ekki er farið eftir tilmælum sem gefin hafa verið út til þeirra sem sækja það að ganga að eldgosinu. „Það voru gefin út fyrirmæli að vera ekki að fara með börn. Menn eru beðnir um að fara að þessum fyrirmælum. Þetta er ekkert grín þessi ganga. Þetta er tuttugu kílómetra ganga og að vera að fara með börn á kvöldin og svona þetta er bara ekki í nógu góðum málum,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður í aðgerðarstjórn lögreglunnar á Suðurnesjum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjá meira