EM-strákarnir skikkaðir í sóttvarnahús en A-landsliðið ekki Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2021 10:31 FH-ingurinn Hörður Ingi Gunnarsson er á meðal þeirra sem eru á leið í sóttvarnahús á morgun. Félagar hans í FH eru allir í sóttkví vegna smits sem kom upp á meðan Hörður var á EM. EPA-EFE/Tamas Vasvar Tíu daga landsliðstörn lýkur hjá A-landsliði og U21-landsliði karla í fótbolta í dag. Mannskapurinn ferðast heim á morgun en þá taka gildi nýjar reglur um ferðatakmarkanir gildi. Hinar nýju reglur voru kynntar eftir að landsliðsmennirnir héldu utan í byrjun síðustu viku. Samkvæmt reglunum þurfa þeir sem koma frá skilgreindum áhættusvæðum að dvelja á hóteli, í ákveðnum sóttvarnahúsum, fyrstu dagana eftir komuna til landsins. Þar þarf fólk að dvelja þar til að niðurstöður úr seinni sýnatöku liggja fyrir. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir ljóst að leikmenn og starfslið U21-landsliðsins, sem leikið hefur á EM í Györ í Ungverjalandi, þurfi að fara í sóttvarnahús. Ungverjaland er nefnilega á lista yfir áhættusvæði. U21-landsliðið spilar sinn síðasta leik á EM í dag þegar liðið mætir Frökkum kl. 16. Í U21-hópnum eru fjórir leikmenn sem búsettir eru á Íslandi auk þjálfara og starfsliðs KSÍ. Spila á áhættusvæði en dvelja í Sviss A-landsliðið spilar í Liechtenstein í kvöld en Liechtenstein er einnig skilgreint áhættusvæði sem felur í sér dvöl í farsóttahúsi. Hins vegar hefur A-landsliðið dvalið á hóteli í Sviss og aðeins farið yfir landamærin til að æfa í gær, og svo til að spila leikinn í kvöld. Sviss er ekki skilgreint sem áhættusvæði. Arnar Þór Viðarsson og Lars Lagerbäck búa í Belgíu og Svíþjóð, en Eiður Smári Guðjohnsen á Íslandi. Eiður fer í sóttkví við komuna til Íslands en verður ekki skikkaður í sóttvarnahús.mynd/Hafliði Breiðfjörð Uppfært 11.20: Vafi lék á því hvort að þeir úr A-landsliðinu sem búsettir eru á Íslandi yrðu skikkaðir í farsóttarhús við komuna til landsins. Klara segir KSÍ nú hafa fengið þær upplýsingar að A-landsliðsmenn þurfi ekki að fara í farsóttarhús þar sem að þeir dvelji skemur en í sólarhring í Liechtenstein. Í þeim hópi eru meðal annars leikmennirnir Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason og Hannes Þór Halldórsson, sem og þjálfararnir Eiður Smári Guðjohnsen og Halldór Björnsson. Arnar Þór Viðarsson, aðalþjálfari, er búsettur í Belgíu. Klara bendir þó á að hópurinn þurfi líkt og aðrir að fara í sóttkví við komuna til landsins. KSÍ aðstoði líkt og áður þau sem á því þurfi að halda við sóttkví með hjálp Icelandair Hotels. EM U21 í fótbolta 2021 HM 2022 í Katar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Hinar nýju reglur voru kynntar eftir að landsliðsmennirnir héldu utan í byrjun síðustu viku. Samkvæmt reglunum þurfa þeir sem koma frá skilgreindum áhættusvæðum að dvelja á hóteli, í ákveðnum sóttvarnahúsum, fyrstu dagana eftir komuna til landsins. Þar þarf fólk að dvelja þar til að niðurstöður úr seinni sýnatöku liggja fyrir. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir ljóst að leikmenn og starfslið U21-landsliðsins, sem leikið hefur á EM í Györ í Ungverjalandi, þurfi að fara í sóttvarnahús. Ungverjaland er nefnilega á lista yfir áhættusvæði. U21-landsliðið spilar sinn síðasta leik á EM í dag þegar liðið mætir Frökkum kl. 16. Í U21-hópnum eru fjórir leikmenn sem búsettir eru á Íslandi auk þjálfara og starfsliðs KSÍ. Spila á áhættusvæði en dvelja í Sviss A-landsliðið spilar í Liechtenstein í kvöld en Liechtenstein er einnig skilgreint áhættusvæði sem felur í sér dvöl í farsóttahúsi. Hins vegar hefur A-landsliðið dvalið á hóteli í Sviss og aðeins farið yfir landamærin til að æfa í gær, og svo til að spila leikinn í kvöld. Sviss er ekki skilgreint sem áhættusvæði. Arnar Þór Viðarsson og Lars Lagerbäck búa í Belgíu og Svíþjóð, en Eiður Smári Guðjohnsen á Íslandi. Eiður fer í sóttkví við komuna til Íslands en verður ekki skikkaður í sóttvarnahús.mynd/Hafliði Breiðfjörð Uppfært 11.20: Vafi lék á því hvort að þeir úr A-landsliðinu sem búsettir eru á Íslandi yrðu skikkaðir í farsóttarhús við komuna til landsins. Klara segir KSÍ nú hafa fengið þær upplýsingar að A-landsliðsmenn þurfi ekki að fara í farsóttarhús þar sem að þeir dvelji skemur en í sólarhring í Liechtenstein. Í þeim hópi eru meðal annars leikmennirnir Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason og Hannes Þór Halldórsson, sem og þjálfararnir Eiður Smári Guðjohnsen og Halldór Björnsson. Arnar Þór Viðarsson, aðalþjálfari, er búsettur í Belgíu. Klara bendir þó á að hópurinn þurfi líkt og aðrir að fara í sóttkví við komuna til landsins. KSÍ aðstoði líkt og áður þau sem á því þurfi að halda við sóttkví með hjálp Icelandair Hotels.
EM U21 í fótbolta 2021 HM 2022 í Katar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira