Framherjar frá Arsenal, Chelsea og PSV en aðeins eitt skot á mark í tveimur leikjum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. mars 2021 22:45 Callum Hudson-Odoi - líkt og samherjar sínir - komst hvorki lönd né strönd gegn Sviss. EPA-EFE/PETER KLAUNZER Íslenska U-21 árs landsliðinu hefur ekki gengið sem best í riðlakeppni EM sem nú fer fram í Ungverjalandi og Slóveníu. Enska landsliðinu hefur hins vegar gengið vægast sagt skelfilega. Tvö töp og ekkert mark skorað til þessa. Eins og svo oft áður voru Englendingar taldir líklegir til árangurs þegar mótið hófst. Meira að segja eftir að Mason Greenwood, framherji Manchester United, dró sig úr hópnum. Liðið var enn með leikmenn á borð við Emile Smith Rowe, Callum Hudson-Odoi og Noni Madueke fyrir þau sem fylgjast með hollenska boltanum. Það hefur hins vegar allt gengið á afturfótunum hjá lærisveinum Aidy Boothroyd og virðist sem þjálfarinn sé ráðalaus. Hann stillti upp í 3-4-3 leikkerfi í fyrsta leik mótsins gegn Sviss. Leikkerfið virðist hafa átt að spegla það sem A-landsliðið gerir undir stjórn Gareth Southgate en það gekk engan veginn upp. Lokatölur 1-0 Sviss í vil og var stillt upp í hefðbundið 4-3-3 í næsta leik gegn Portúgal. Það gekk jafn illa en leikmenn virtust vart vita hvort þeir væru að koma eða fara. Liðið reyndi að spila út frá markverði en það gekk engan veginn upp og fór það svo að Portúgal vann leikinn 2-0. One shot on target from two games, rock bottom of Group D is where England U21s deserve to beDespite changes vs Portugal the fundamental issues from the Swiss loss remained, with slow and sloppy play through the thirds costlyMassive game on Wednesdayhttps://t.co/xdBLKtiVA4— Art de Roché (@ArtdeRoche) March 29, 2021 England því enn án stiga þegar tveimur leikjum er lokið. Það sem meira er, þá hefur liðið aðeins átt eitt skot á markið í leikjunum tveimur. Miði er möguleiki Á einhvern ótrúlegan hátt á England þó enn möguleika á að komast áfram í 8-liða úrslit. Liðið þarf að vinna Króatíu og treysta á að Portúgal vinni Sviss. Sem stendur er Portúgal á toppi riðilsins með sex stig og markatöluna 3-0. Þar á eftir koma Króatía og Sviss með þrjú stig og markatöluna 3-3 á meðan England rekur lestina án stiga með markatöluna 0-3. Nánar má lesa um afhroð Englands á EM U-21 árs á vef The Athletic þar sem farið er ofan í saumana á vandræðum liðsins. Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Sjá meira
Eins og svo oft áður voru Englendingar taldir líklegir til árangurs þegar mótið hófst. Meira að segja eftir að Mason Greenwood, framherji Manchester United, dró sig úr hópnum. Liðið var enn með leikmenn á borð við Emile Smith Rowe, Callum Hudson-Odoi og Noni Madueke fyrir þau sem fylgjast með hollenska boltanum. Það hefur hins vegar allt gengið á afturfótunum hjá lærisveinum Aidy Boothroyd og virðist sem þjálfarinn sé ráðalaus. Hann stillti upp í 3-4-3 leikkerfi í fyrsta leik mótsins gegn Sviss. Leikkerfið virðist hafa átt að spegla það sem A-landsliðið gerir undir stjórn Gareth Southgate en það gekk engan veginn upp. Lokatölur 1-0 Sviss í vil og var stillt upp í hefðbundið 4-3-3 í næsta leik gegn Portúgal. Það gekk jafn illa en leikmenn virtust vart vita hvort þeir væru að koma eða fara. Liðið reyndi að spila út frá markverði en það gekk engan veginn upp og fór það svo að Portúgal vann leikinn 2-0. One shot on target from two games, rock bottom of Group D is where England U21s deserve to beDespite changes vs Portugal the fundamental issues from the Swiss loss remained, with slow and sloppy play through the thirds costlyMassive game on Wednesdayhttps://t.co/xdBLKtiVA4— Art de Roché (@ArtdeRoche) March 29, 2021 England því enn án stiga þegar tveimur leikjum er lokið. Það sem meira er, þá hefur liðið aðeins átt eitt skot á markið í leikjunum tveimur. Miði er möguleiki Á einhvern ótrúlegan hátt á England þó enn möguleika á að komast áfram í 8-liða úrslit. Liðið þarf að vinna Króatíu og treysta á að Portúgal vinni Sviss. Sem stendur er Portúgal á toppi riðilsins með sex stig og markatöluna 3-0. Þar á eftir koma Króatía og Sviss með þrjú stig og markatöluna 3-3 á meðan England rekur lestina án stiga með markatöluna 0-3. Nánar má lesa um afhroð Englands á EM U-21 árs á vef The Athletic þar sem farið er ofan í saumana á vandræðum liðsins.
Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Sjá meira