Handbolti

Unnur snýr heim til Akureyrar

Sindri Sverrisson skrifar
Unnur Ómarsdóttir kemur til KA/Þórs frá Fram í sumar.
Unnur Ómarsdóttir kemur til KA/Þórs frá Fram í sumar. VÍSIR/VILHELM

Eftir titlasöfnun með Fram og Gróttu er hornamaðurinn Unnur Ómarsdóttir á leið heim til KA/Þórs, toppliðs Olís-deildarinnar í handbolta, í sumar.

Karlalið KA tilkynnti um mikinn liðsstyrk fyrr í dag og nú er ljóst að KA/Þór mun einnig styrkjast í sumar.

Unnur, sem er þrítug, leikur í vinstra horni og á að baki 29 A-landsleiki. Auk þess að vinna allt sem hægt er að vinna hér á landi, sem leikmaður Gróttu og Fram, lék hún eitt tímabil með norska liðinu Skrim.

Unnur er uppalin hjá KA/Þór og tók snemma fyrstu skrefin í meistaraflokki. Hún lék með liðinu fram til tvítugs en flutti á höfuðborgarsvæðið að loknum menntaskóla. Samningur hennar við félagið er til tveggja ára.

Unnur hefur leikið 12 leiki með Fram á þessari leiktíð og skorað 17 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×