Góð ráð til að sporna við „ofhugsunum“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 31. mars 2021 07:00 Að ofhugsa er í senn tímaþjófur og orkuþjófur og hjálpar okkur svo sannarlega ekki í starfsframa né í að sinna öðrum daglegum verkefnum. Vísir/Getty Að ofhugsa eða verja óendanlegum tíma í að greina hluti og kryfja þá er vandamál sem margir kannast við. Heilu dagarnir geta farið í þessar hugsanir, sem þó leiða oft ekki til neinna lausna. Ofhugsanir geta til dæmis snúist um samskipti við annað fólk, þar sem hugurinn eins og „festist“ í hugsunum um liðin samskipti eða samtöl sem mögulega eru framundan. Við eigum það líka til að ofhugsa erfið verkefni. Í stað þess að ráðast í þau eða reyna að leysa úr þeim, hugsum við bara og hugsum og hugsum (og höfum áhyggjur!) án þess að gera neitt. Kannist þið við þetta? Hér eru nokkur góð ráð sem geta hjálpað okkur að stjórna þessum ofhugsunum betur þegar að við erum í vinnunni. Að treysta innsæinu Of sjaldan nýtum við þann meðfædda eiginleika okkar að treysta innsæinu. Innsæið okkar er hins vegar eiginleiki sem getur nýst okkur vel við vinnu og úrlausn verkefna. Það hvernig innsæið okkur segir okkur til, er oftar en ekki besta leiðin. „Hik er sama og tap“ segir máltækið, en það er einmitt það sem gerir það oft að verkum að við nýtum þennan eiginleika of sjaldan. Við hikum, ofhugsum og endum með að vantreysta því sem innsæið er að segja okkur. Eitt ráð til að sporna við þessum ofhugsunum er að verða betur meðvituð um innsæið okkar þannig að þegar að hugurinn byrjar að hugsa og hugsa og hugsa (og hafa áhyggjur!), getum við frekar spurt okkur: Hvað segir innsæið mitt? Að einbeita okkur að því að finna innra með okkur hvað innsæið er að segja, leiðir okkur oft áfram. Rökhugsunin verður skýrari og við áttum okkur á því að valkostirnir eru kannski tveir, en ekki 100 eins og ofhugsanir geta framkallað! Fyrir vikið erum við fljótari að taka ákvarðanir og með skýrari fókus á því hvað við ætlum okkur að gera. Verkefnið „að róa hugann“ Við vinnum best þegar að við erum í góðu andlegu jafnvægi. Úthvíld og ánægð. Að ofhugsa er hins vegar mikill streituvaldur og getur því hæglega dregið úr afköstunum okkar. Tíminn flýgur áfram og við verðum örþreytt því ofhugsanirnar sem hugurinn er upptekin við allan daginn, tekur frá okkur orku. Enda erum við oft að multitaska þegar að við erum að ofhugsa. Sinnum verkefnum og reynum að standa okkar pligt, á meðan hugurinn er á milljón að ofhugsa og hafa áhyggjur. Að þessu leytinu má segja að ofhugsanir séu í senn orkuþjófur og tímaþjófur. Þannig að til þess að vinna vel, þurfum við að byrja á því að róa hugann. Sumir gera það með hugleiðslu, fara í ræktina (þegar það er leyfilegt) eða göngutúr. Af stressa sig heima með góðu baði. Anda djúpt. Hver og einn getur fundið sína leið en aðalmálið er að muna eftir því að í daglegri rútínu þarf að gefa sér tíma í þetta verkefni. Dagsformið okkar og allt flæðið í verkefnum og vinnu verður betra fyrir vikið. Að taka ákvörðun um að framkvæma Við heyrum oft í samskiptum við hvort annað að öll eigum við það til að ofhugsa. Höfum jafnvel heyrt einhvern sem skiptir um starf segja „já, ég var búin að velta því fyrir mér í mörg ár að hætta í þessari vinnu.“ Mörg ár? Stundum veljum við ofhugsanir einfaldlega vegna þess að það er ákveðinn þægindarammi að vera í. Á meðan við erum bara að hugsa, erum við ekki að framkvæma eða taka af skarið. En viljum við eyða tímanum í að hugsa án þess að framkvæma? Í vinnu erum við að minnsta kosti ekki að gera okkur neinn greiða með því. Það gerir starfsframanum okkar ekki gott og eykur á allt álag í vinnunni að vera í ofanálag að ofhugsa um eitthvað endalaust. Að taka ákvörðun um að framkvæma frekar en að ofhugsa er því eitthvað sem við þurfum að semja um við okkur sjálf. Því ofhugsanir geta leitt til stöðnunar. Vissulega hræðast það margir að það að taka ákvörðun gæti þýtt að ákvörðunin sem tekin er, sé ekki nógu góð eða að minnsta kosti ekki sú besta. En hér gildir máltækið „Ekki gera ekki neitt,“ því það að taka aldrei af skarið er í rauninni versta staðan að vera í. Góðu ráðin Heilsa Tengdar fréttir Covid og mikilvægi þess að spyrja starfsfólk um andlega líðan sína Hertar sóttvarnarreglur og fréttir af mögulegri fjórðu bylgju eru ekki beint upplífgandi svona rétt fyrir páskafrí. Fyrir jólin var talað um jólakúlur og nú virðist stefna í það sama um páskana. Og helst eigum við eigum að ferðast innandyra. Þá er ljóst að mikið rask er framundan víða á vinnustöðum. En einnig heima fyrir, ekki síst vegna þess að skólar verða lokaðir. 26. mars 2021 07:00 Þessar fjórar ástæður geta gert fólk örmagna á fjarfundum Hertar sóttvarnarreglur leiða enn fleira starfsfólk heim í fjarvinnu, svo ekki sé talað um námsfólk á öllum aldri. Það er því ekki úr vegi að rifja aðeins upp þau einkenni rafrænnar þreytu sem allir þurfa að vera vakandi yfir og Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar, fór yfir með okkur á dögunum. 25. mars 2021 07:01 Þjálfa starfsfólk í að þekkja streitueinkennin og gera reglulegar mælingar „Allir starfsmenn og stjórnendur fá reglulega fræðslu um helstu einkenni streitu, viðbrögð og úrræði, sem er mjög mikilvæg forvörn,“ segir Ágústa Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Sjóvá um hvernig fyrirtækið vinnur markvisst gegn kulnun starfsfólks. Sjóvá er í góðu samstarfi við Streituskólann og Hugarheim, sem Ágústa segir hafa gefist mjög vel. Samstarfið byggir þá á forvörnum á sviði streitu og kulnunar þar sem starfsfólk og stjórnendur fá ráðgjöf, regluleg fræðsluerindi og handleiðslu. 18. mars 2021 07:02 Það vilja allir vera „Svalir“ Líney Árnadóttir, sérfræðingur hjá VIRK segir stjórnendur þurfa að þekkja einkenni streitu og vita hvernig streita þróast. Eitt verkfærið sem vinnustaðir geta notað er hinn svo kallaði Streitustigi. Á þessum stiga getur fólk mátað sína líðan miðað við eftirfarandi stig: Svalur – Volgur – Logandi – Bráðnaður – Brunninn. 17. mars 2021 07:01 Foreldrakulnun og vinnustaðurinn Fyrir útivinnandi foreldra er vinnunni ekki lokið klukkan fjögur eða fimm á daginn. Þá á oft eftir að sækja börnin á leikskóla eða úr frístundum, skutla þeim á íþróttaæfingar, koma við í búð. Fara síðan heim og reyna að elda þokkalega hollan mat. Ganga frá, skella kannski í eina þvottavél. Vera með hálfgert samviskubit ef öllum verkefnum er ekki sinnt. Þar með talið að stunda hreyfingu sjálf eða kíkja í tölvupóstinn og klára ókláruð verkefni fyrir vinnuna. 9. febrúar 2021 07:01 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Ofhugsanir geta til dæmis snúist um samskipti við annað fólk, þar sem hugurinn eins og „festist“ í hugsunum um liðin samskipti eða samtöl sem mögulega eru framundan. Við eigum það líka til að ofhugsa erfið verkefni. Í stað þess að ráðast í þau eða reyna að leysa úr þeim, hugsum við bara og hugsum og hugsum (og höfum áhyggjur!) án þess að gera neitt. Kannist þið við þetta? Hér eru nokkur góð ráð sem geta hjálpað okkur að stjórna þessum ofhugsunum betur þegar að við erum í vinnunni. Að treysta innsæinu Of sjaldan nýtum við þann meðfædda eiginleika okkar að treysta innsæinu. Innsæið okkar er hins vegar eiginleiki sem getur nýst okkur vel við vinnu og úrlausn verkefna. Það hvernig innsæið okkur segir okkur til, er oftar en ekki besta leiðin. „Hik er sama og tap“ segir máltækið, en það er einmitt það sem gerir það oft að verkum að við nýtum þennan eiginleika of sjaldan. Við hikum, ofhugsum og endum með að vantreysta því sem innsæið er að segja okkur. Eitt ráð til að sporna við þessum ofhugsunum er að verða betur meðvituð um innsæið okkar þannig að þegar að hugurinn byrjar að hugsa og hugsa og hugsa (og hafa áhyggjur!), getum við frekar spurt okkur: Hvað segir innsæið mitt? Að einbeita okkur að því að finna innra með okkur hvað innsæið er að segja, leiðir okkur oft áfram. Rökhugsunin verður skýrari og við áttum okkur á því að valkostirnir eru kannski tveir, en ekki 100 eins og ofhugsanir geta framkallað! Fyrir vikið erum við fljótari að taka ákvarðanir og með skýrari fókus á því hvað við ætlum okkur að gera. Verkefnið „að róa hugann“ Við vinnum best þegar að við erum í góðu andlegu jafnvægi. Úthvíld og ánægð. Að ofhugsa er hins vegar mikill streituvaldur og getur því hæglega dregið úr afköstunum okkar. Tíminn flýgur áfram og við verðum örþreytt því ofhugsanirnar sem hugurinn er upptekin við allan daginn, tekur frá okkur orku. Enda erum við oft að multitaska þegar að við erum að ofhugsa. Sinnum verkefnum og reynum að standa okkar pligt, á meðan hugurinn er á milljón að ofhugsa og hafa áhyggjur. Að þessu leytinu má segja að ofhugsanir séu í senn orkuþjófur og tímaþjófur. Þannig að til þess að vinna vel, þurfum við að byrja á því að róa hugann. Sumir gera það með hugleiðslu, fara í ræktina (þegar það er leyfilegt) eða göngutúr. Af stressa sig heima með góðu baði. Anda djúpt. Hver og einn getur fundið sína leið en aðalmálið er að muna eftir því að í daglegri rútínu þarf að gefa sér tíma í þetta verkefni. Dagsformið okkar og allt flæðið í verkefnum og vinnu verður betra fyrir vikið. Að taka ákvörðun um að framkvæma Við heyrum oft í samskiptum við hvort annað að öll eigum við það til að ofhugsa. Höfum jafnvel heyrt einhvern sem skiptir um starf segja „já, ég var búin að velta því fyrir mér í mörg ár að hætta í þessari vinnu.“ Mörg ár? Stundum veljum við ofhugsanir einfaldlega vegna þess að það er ákveðinn þægindarammi að vera í. Á meðan við erum bara að hugsa, erum við ekki að framkvæma eða taka af skarið. En viljum við eyða tímanum í að hugsa án þess að framkvæma? Í vinnu erum við að minnsta kosti ekki að gera okkur neinn greiða með því. Það gerir starfsframanum okkar ekki gott og eykur á allt álag í vinnunni að vera í ofanálag að ofhugsa um eitthvað endalaust. Að taka ákvörðun um að framkvæma frekar en að ofhugsa er því eitthvað sem við þurfum að semja um við okkur sjálf. Því ofhugsanir geta leitt til stöðnunar. Vissulega hræðast það margir að það að taka ákvörðun gæti þýtt að ákvörðunin sem tekin er, sé ekki nógu góð eða að minnsta kosti ekki sú besta. En hér gildir máltækið „Ekki gera ekki neitt,“ því það að taka aldrei af skarið er í rauninni versta staðan að vera í.
Góðu ráðin Heilsa Tengdar fréttir Covid og mikilvægi þess að spyrja starfsfólk um andlega líðan sína Hertar sóttvarnarreglur og fréttir af mögulegri fjórðu bylgju eru ekki beint upplífgandi svona rétt fyrir páskafrí. Fyrir jólin var talað um jólakúlur og nú virðist stefna í það sama um páskana. Og helst eigum við eigum að ferðast innandyra. Þá er ljóst að mikið rask er framundan víða á vinnustöðum. En einnig heima fyrir, ekki síst vegna þess að skólar verða lokaðir. 26. mars 2021 07:00 Þessar fjórar ástæður geta gert fólk örmagna á fjarfundum Hertar sóttvarnarreglur leiða enn fleira starfsfólk heim í fjarvinnu, svo ekki sé talað um námsfólk á öllum aldri. Það er því ekki úr vegi að rifja aðeins upp þau einkenni rafrænnar þreytu sem allir þurfa að vera vakandi yfir og Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar, fór yfir með okkur á dögunum. 25. mars 2021 07:01 Þjálfa starfsfólk í að þekkja streitueinkennin og gera reglulegar mælingar „Allir starfsmenn og stjórnendur fá reglulega fræðslu um helstu einkenni streitu, viðbrögð og úrræði, sem er mjög mikilvæg forvörn,“ segir Ágústa Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Sjóvá um hvernig fyrirtækið vinnur markvisst gegn kulnun starfsfólks. Sjóvá er í góðu samstarfi við Streituskólann og Hugarheim, sem Ágústa segir hafa gefist mjög vel. Samstarfið byggir þá á forvörnum á sviði streitu og kulnunar þar sem starfsfólk og stjórnendur fá ráðgjöf, regluleg fræðsluerindi og handleiðslu. 18. mars 2021 07:02 Það vilja allir vera „Svalir“ Líney Árnadóttir, sérfræðingur hjá VIRK segir stjórnendur þurfa að þekkja einkenni streitu og vita hvernig streita þróast. Eitt verkfærið sem vinnustaðir geta notað er hinn svo kallaði Streitustigi. Á þessum stiga getur fólk mátað sína líðan miðað við eftirfarandi stig: Svalur – Volgur – Logandi – Bráðnaður – Brunninn. 17. mars 2021 07:01 Foreldrakulnun og vinnustaðurinn Fyrir útivinnandi foreldra er vinnunni ekki lokið klukkan fjögur eða fimm á daginn. Þá á oft eftir að sækja börnin á leikskóla eða úr frístundum, skutla þeim á íþróttaæfingar, koma við í búð. Fara síðan heim og reyna að elda þokkalega hollan mat. Ganga frá, skella kannski í eina þvottavél. Vera með hálfgert samviskubit ef öllum verkefnum er ekki sinnt. Þar með talið að stunda hreyfingu sjálf eða kíkja í tölvupóstinn og klára ókláruð verkefni fyrir vinnuna. 9. febrúar 2021 07:01 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Covid og mikilvægi þess að spyrja starfsfólk um andlega líðan sína Hertar sóttvarnarreglur og fréttir af mögulegri fjórðu bylgju eru ekki beint upplífgandi svona rétt fyrir páskafrí. Fyrir jólin var talað um jólakúlur og nú virðist stefna í það sama um páskana. Og helst eigum við eigum að ferðast innandyra. Þá er ljóst að mikið rask er framundan víða á vinnustöðum. En einnig heima fyrir, ekki síst vegna þess að skólar verða lokaðir. 26. mars 2021 07:00
Þessar fjórar ástæður geta gert fólk örmagna á fjarfundum Hertar sóttvarnarreglur leiða enn fleira starfsfólk heim í fjarvinnu, svo ekki sé talað um námsfólk á öllum aldri. Það er því ekki úr vegi að rifja aðeins upp þau einkenni rafrænnar þreytu sem allir þurfa að vera vakandi yfir og Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar, fór yfir með okkur á dögunum. 25. mars 2021 07:01
Þjálfa starfsfólk í að þekkja streitueinkennin og gera reglulegar mælingar „Allir starfsmenn og stjórnendur fá reglulega fræðslu um helstu einkenni streitu, viðbrögð og úrræði, sem er mjög mikilvæg forvörn,“ segir Ágústa Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Sjóvá um hvernig fyrirtækið vinnur markvisst gegn kulnun starfsfólks. Sjóvá er í góðu samstarfi við Streituskólann og Hugarheim, sem Ágústa segir hafa gefist mjög vel. Samstarfið byggir þá á forvörnum á sviði streitu og kulnunar þar sem starfsfólk og stjórnendur fá ráðgjöf, regluleg fræðsluerindi og handleiðslu. 18. mars 2021 07:02
Það vilja allir vera „Svalir“ Líney Árnadóttir, sérfræðingur hjá VIRK segir stjórnendur þurfa að þekkja einkenni streitu og vita hvernig streita þróast. Eitt verkfærið sem vinnustaðir geta notað er hinn svo kallaði Streitustigi. Á þessum stiga getur fólk mátað sína líðan miðað við eftirfarandi stig: Svalur – Volgur – Logandi – Bráðnaður – Brunninn. 17. mars 2021 07:01
Foreldrakulnun og vinnustaðurinn Fyrir útivinnandi foreldra er vinnunni ekki lokið klukkan fjögur eða fimm á daginn. Þá á oft eftir að sækja börnin á leikskóla eða úr frístundum, skutla þeim á íþróttaæfingar, koma við í búð. Fara síðan heim og reyna að elda þokkalega hollan mat. Ganga frá, skella kannski í eina þvottavél. Vera með hálfgert samviskubit ef öllum verkefnum er ekki sinnt. Þar með talið að stunda hreyfingu sjálf eða kíkja í tölvupóstinn og klára ókláruð verkefni fyrir vinnuna. 9. febrúar 2021 07:01