„Ég vil dansa minn eigin dans í gegnum þetta líf“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. mars 2021 08:16 Söngkonan Vala sendi í gær frá sér lagið Minn eigin dans. „Í rauninni er þetta lag ádeila á gervimennskuna sem mér finnst svo áberandi í öllu í dag,“ segir tónlistar- og útvarpskonan Vala Eiríksdóttir um nýja lagið sitt. Lagið heitir Minn eigin dans og er annað lagið sem Vala sendir frá sér. Boðskapurinn í textanum er mjög skýr. Hún segir að lagið sé samið fyrir sig og alla þá sem hafa upplifað sig skrítna og stundum ekki nógu góða fyrir þennan heim. „Við erum svo upptekin af því að koma vel fyrir út á við, að sjálfið, allt það sem gerir okkur að okkur, hefur liðið fyrir það.“ Þurfum ekki að vera eins og hinir Textinn hefur því persónulega merkingu fyrir söngkonuna en hún syngur meðal annars um óeinlæg bros, tilgerðarleika og yfirborðselsku í laginu. „Ég hef alveg farið fram og til baka í þessu sjálf. Að langa að passa bara inn og vera samþykkt, en á sama tíma hef ég ríghaldið í sjálfa mig. Vegna þess að ef ég missi sjónar á því hver ég er og hvað ég stend fyrir, þá er ekkert eftir. Ég vil dansa minn eigin dans í gegnum þetta líf, hvort sem hann hugnast öllum eða ekki.“ Vala syngur sjálf lagið og á bæði lag og texta. Hún spilar einnig á djembe og bassatrommu í laginu. „Við þurfum ekki að lifa lífinu eins og allir hinir til að lifa því rétt. Við þurfum ekki að vera eins og allir hinir til að vera rétt,“ segir Vala að lokum. Lagið er komiið á Spotify en áskrifendur veitunnar geta hlustað á það hér fyrir neðan. Tónlist Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Lagið heitir Minn eigin dans og er annað lagið sem Vala sendir frá sér. Boðskapurinn í textanum er mjög skýr. Hún segir að lagið sé samið fyrir sig og alla þá sem hafa upplifað sig skrítna og stundum ekki nógu góða fyrir þennan heim. „Við erum svo upptekin af því að koma vel fyrir út á við, að sjálfið, allt það sem gerir okkur að okkur, hefur liðið fyrir það.“ Þurfum ekki að vera eins og hinir Textinn hefur því persónulega merkingu fyrir söngkonuna en hún syngur meðal annars um óeinlæg bros, tilgerðarleika og yfirborðselsku í laginu. „Ég hef alveg farið fram og til baka í þessu sjálf. Að langa að passa bara inn og vera samþykkt, en á sama tíma hef ég ríghaldið í sjálfa mig. Vegna þess að ef ég missi sjónar á því hver ég er og hvað ég stend fyrir, þá er ekkert eftir. Ég vil dansa minn eigin dans í gegnum þetta líf, hvort sem hann hugnast öllum eða ekki.“ Vala syngur sjálf lagið og á bæði lag og texta. Hún spilar einnig á djembe og bassatrommu í laginu. „Við þurfum ekki að lifa lífinu eins og allir hinir til að lifa því rétt. Við þurfum ekki að vera eins og allir hinir til að vera rétt,“ segir Vala að lokum. Lagið er komiið á Spotify en áskrifendur veitunnar geta hlustað á það hér fyrir neðan.
Tónlist Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“