Nokkuð um hálkuslys á gosstöðvunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 30. mars 2021 06:45 Ljósmyndari Vísis,Vilhelm Gunnarsson, var á ferð við gosstöðvarnar í gærkvöldi. Hann náði þessari mynd þar sem kona hafði slasað sig á ökkla og fékk aðstoð og aðhlynningu björgunarsveitarfólks. Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að gönguleiðirnar að gosstöðvunum í Geldingadölum verði opnaðar klukkan níu en þeim var lokað klukkan níu í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum gengu lokanir vel í gær og einnig gekk vel að rýma svæðið, sem gert var á miðnætti. Nokkur hálka var á svæðinu og nokkuð um hálkuslys. Kona handleggsbrotnaði við gosstöðvarnar og var hún sótt af þyrlu Landhelgisgæslunnar og flutt á sjúkrahús. Annar gestur, karlmaður á fimmtugsaldri, rann til á gönguleiðinni og var sóttur af björgunarsveitarmönnum sem komu honum í sjúkrabíl sem er staðsettur á bílastæðunum sem útbúin hafa verið. Önnur óhöpp voru minniháttar. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti konu á gosstöðvarnar sem hafði handleggsbrotnað þar í gær.Vísir/Sunna Sæmundsdóttir Töluverður fjöldi fólks var á svæðinu í gær og nú hafa reglur um einstefnuakstur verið afnumdar á Suðurstrandarvegi frá austurs frá Grindavík og því er nú bannað að leggja bílum í vegarkantinum eins og tíðkast hefur. Þess í stað á fólk að nota bílastæðin. Miðað við veðurspá dagsins ætti að viðra nokkuð vel til göngu og má því aftur búast við miklum fjölda á svæðinu í dag. Samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands verður léttskýjað í öllum landshlutum og sólin komin nægilega hátt á loft til að veita smá yl. Staðan á gosinu sjálfu er svo annars svipuð og verið hefur samkvæmt náttúruvárvakt Veðurstofunnar og lítið um skjálfta á svæðinu líkt og undanfarna daga. Hvorki hefur myndast nýr gígur né ný sprunga á gossvæðinu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Sjá meira
Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum gengu lokanir vel í gær og einnig gekk vel að rýma svæðið, sem gert var á miðnætti. Nokkur hálka var á svæðinu og nokkuð um hálkuslys. Kona handleggsbrotnaði við gosstöðvarnar og var hún sótt af þyrlu Landhelgisgæslunnar og flutt á sjúkrahús. Annar gestur, karlmaður á fimmtugsaldri, rann til á gönguleiðinni og var sóttur af björgunarsveitarmönnum sem komu honum í sjúkrabíl sem er staðsettur á bílastæðunum sem útbúin hafa verið. Önnur óhöpp voru minniháttar. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti konu á gosstöðvarnar sem hafði handleggsbrotnað þar í gær.Vísir/Sunna Sæmundsdóttir Töluverður fjöldi fólks var á svæðinu í gær og nú hafa reglur um einstefnuakstur verið afnumdar á Suðurstrandarvegi frá austurs frá Grindavík og því er nú bannað að leggja bílum í vegarkantinum eins og tíðkast hefur. Þess í stað á fólk að nota bílastæðin. Miðað við veðurspá dagsins ætti að viðra nokkuð vel til göngu og má því aftur búast við miklum fjölda á svæðinu í dag. Samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands verður léttskýjað í öllum landshlutum og sólin komin nægilega hátt á loft til að veita smá yl. Staðan á gosinu sjálfu er svo annars svipuð og verið hefur samkvæmt náttúruvárvakt Veðurstofunnar og lítið um skjálfta á svæðinu líkt og undanfarna daga. Hvorki hefur myndast nýr gígur né ný sprunga á gossvæðinu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Sjá meira