Systir Viðars birti bréfið: KSÍ var hvatt til þess að hafa samband Sindri Sverrisson skrifar 29. mars 2021 13:12 Arnar Þór Viðarsson fullyrti að ekki hefði verið í boði að velja Viðar Örn Kjartansson í íslenska landsliðshópinn. EPA-EFE/Friedemann Vogel Norska knattspyrnufélagið Vålerenga sagði í bréfi til KSÍ 1. mars að miðað við þáverandi stöðu yrði Viðari Erni Kjartanssyni ekki leyft að fara til móts við íslenska landsliðið. KSÍ var hins vegar hvatt til að hafa samband þegar nær drægi landsleikjunum. Eins og Viðar sjálfur og íþróttastjóri Vålerenga hafa sagt í dag virðist lítil innistæða fyrir þeim fullyrðingum Arnars Þórs Viðarssonar, landsliðsþjálfara, að Vålerenga hafi bannað Viðari að fara í yfirstandandi landsliðsverkefni. Arnar sagði meðal annars í viðtali við RÚV: „Það var aldrei í boði að velja Viðar Örn. Vålerenga leyfði honum ekki að fara í þetta verkefni.“ RÚV og Fótbolti.net hafa jafnframt vitnað í tölvupóst frá íþróttastjóra Vålerenga, frá 1. mars, þess efnis að Viðar yrði að óbreyttu ekki í boði fyrir íslenska landsliðið þar sem hann þyrfti að fara í sjö daga sóttkví við komuna heim til Noregs. Systir Viðars birti bréfið á samfélagsmiðlum. Þar kemur skýrt fram að Vålerenga muni endurskoða afstöðu sína ef eitthvað breytist. Hlutirnir breyttust svo sannarlega 11. mars, þegar tilkynnt var að upphafi tímabilsins í Noregi hefði verið frestað um mánuð eða fram í byrjun maí. Þegar þetta var ljóst voru enn átta dagar í það að Arnar tilkynnti valið á sínum fyrsta landsliðshópi. Fyrst að fjölmiðlar eru búnir að sjá samskiptin, hlýtur að vera í lagi að pósta þeim hér. Lesi hver í þau eins og hann vill. Þeir völdu VÖK aldrei í landsliðið. Þarf ekki að segja meira, punktur. pic.twitter.com/FP5Ye4lq3W— Hólmfríður Erna Kjartansdóttir (@holmfridurerna) March 29, 2021 Vålerenga leyfði til að mynda kanadíska landsliðsmanninum Samuel Adekugbe að fara til Flórída til að spila með landsliði Kanada í þessum landsleikjaglugga. Ekkert virðist því hafa getað komið í veg fyrir að Viðar yrði valinn í íslenska landsliðshópinn, annað en skortur á vilja hins nýja landsliðsþjálfara til þess að velja hann. HM 2022 í Katar KSÍ Tengdar fréttir Bönnuðu Viðari ekki að fara í landsleikina Vålerenga bannaði Viðari Erni Kjartanssyni ekki að fara í landsleiki Íslands í undankeppni HM 2022 í þessum mánuði. Þetta segir yfirmaður íþróttamála hjá norska félaginu. 29. mars 2021 10:58 Arnar Þór segir orð Guðjóns hrein og klár ósannindi Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir ekkert hæft í sögusögnum um meint ósætti Gylfa Þórs Sigurðssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Þá segir hann að það hafi ekki verið í boði að velja framherjann Viðar Örn Kjartansson í íslenska landsliðið að þessu sinni. 29. mars 2021 09:33 Sér ekki eftir því að hafa sleppt Viðari: Valið á hópnum ekki rangt þó leikir tapist Arnar Þór Viðarsson segist ekki sjá eftir vali sínu á á sóknarmönnum fyrir fyrstu leikina í undankeppni HM í fótbolta, þó að Ísland hafi fá færi skapað í Jerevan í dag. 28. mars 2021 18:55 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Eins og Viðar sjálfur og íþróttastjóri Vålerenga hafa sagt í dag virðist lítil innistæða fyrir þeim fullyrðingum Arnars Þórs Viðarssonar, landsliðsþjálfara, að Vålerenga hafi bannað Viðari að fara í yfirstandandi landsliðsverkefni. Arnar sagði meðal annars í viðtali við RÚV: „Það var aldrei í boði að velja Viðar Örn. Vålerenga leyfði honum ekki að fara í þetta verkefni.“ RÚV og Fótbolti.net hafa jafnframt vitnað í tölvupóst frá íþróttastjóra Vålerenga, frá 1. mars, þess efnis að Viðar yrði að óbreyttu ekki í boði fyrir íslenska landsliðið þar sem hann þyrfti að fara í sjö daga sóttkví við komuna heim til Noregs. Systir Viðars birti bréfið á samfélagsmiðlum. Þar kemur skýrt fram að Vålerenga muni endurskoða afstöðu sína ef eitthvað breytist. Hlutirnir breyttust svo sannarlega 11. mars, þegar tilkynnt var að upphafi tímabilsins í Noregi hefði verið frestað um mánuð eða fram í byrjun maí. Þegar þetta var ljóst voru enn átta dagar í það að Arnar tilkynnti valið á sínum fyrsta landsliðshópi. Fyrst að fjölmiðlar eru búnir að sjá samskiptin, hlýtur að vera í lagi að pósta þeim hér. Lesi hver í þau eins og hann vill. Þeir völdu VÖK aldrei í landsliðið. Þarf ekki að segja meira, punktur. pic.twitter.com/FP5Ye4lq3W— Hólmfríður Erna Kjartansdóttir (@holmfridurerna) March 29, 2021 Vålerenga leyfði til að mynda kanadíska landsliðsmanninum Samuel Adekugbe að fara til Flórída til að spila með landsliði Kanada í þessum landsleikjaglugga. Ekkert virðist því hafa getað komið í veg fyrir að Viðar yrði valinn í íslenska landsliðshópinn, annað en skortur á vilja hins nýja landsliðsþjálfara til þess að velja hann.
HM 2022 í Katar KSÍ Tengdar fréttir Bönnuðu Viðari ekki að fara í landsleikina Vålerenga bannaði Viðari Erni Kjartanssyni ekki að fara í landsleiki Íslands í undankeppni HM 2022 í þessum mánuði. Þetta segir yfirmaður íþróttamála hjá norska félaginu. 29. mars 2021 10:58 Arnar Þór segir orð Guðjóns hrein og klár ósannindi Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir ekkert hæft í sögusögnum um meint ósætti Gylfa Þórs Sigurðssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Þá segir hann að það hafi ekki verið í boði að velja framherjann Viðar Örn Kjartansson í íslenska landsliðið að þessu sinni. 29. mars 2021 09:33 Sér ekki eftir því að hafa sleppt Viðari: Valið á hópnum ekki rangt þó leikir tapist Arnar Þór Viðarsson segist ekki sjá eftir vali sínu á á sóknarmönnum fyrir fyrstu leikina í undankeppni HM í fótbolta, þó að Ísland hafi fá færi skapað í Jerevan í dag. 28. mars 2021 18:55 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Bönnuðu Viðari ekki að fara í landsleikina Vålerenga bannaði Viðari Erni Kjartanssyni ekki að fara í landsleiki Íslands í undankeppni HM 2022 í þessum mánuði. Þetta segir yfirmaður íþróttamála hjá norska félaginu. 29. mars 2021 10:58
Arnar Þór segir orð Guðjóns hrein og klár ósannindi Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir ekkert hæft í sögusögnum um meint ósætti Gylfa Þórs Sigurðssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Þá segir hann að það hafi ekki verið í boði að velja framherjann Viðar Örn Kjartansson í íslenska landsliðið að þessu sinni. 29. mars 2021 09:33
Sér ekki eftir því að hafa sleppt Viðari: Valið á hópnum ekki rangt þó leikir tapist Arnar Þór Viðarsson segist ekki sjá eftir vali sínu á á sóknarmönnum fyrir fyrstu leikina í undankeppni HM í fótbolta, þó að Ísland hafi fá færi skapað í Jerevan í dag. 28. mars 2021 18:55