Birgir Bieltvedt kaupir Domino‘s á ný Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. mars 2021 07:26 Domino's rekur fjölda pizzustaða hér á landi, meðal annars í Kringlunni. Vísir/Vilhelm Gengið hefur verið frá sölu Domino’s á Íslandi til hóps fjárfesta á Íslandi sem Birgir Bieltvedt fer fyrir. Að því er fram kemur í fréttatilkynningu samanstendur hópurinn af Eyju fjárfestingarfélagi, Kristni ehf., Sjávarsýn ehf. og Lýsi ehf. Eyja er í eigu Birgis, Sjávarsýn er í eigu Bjarna Ármannssonar, Kristinn í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og Lýsi meðal annars í eigu Gunnlaugs S. Gunnlaugssonar og Katrínar Pétursdóttur. Fyrri eigandi, Domino’s Pizza Group plc í Bretlandi, setti íslenskt rekstrarfélag Domino’s (Pizza Pizza ehf.) í formlegt söluferli á síðasta ári en samþykki Samkeppniseftirlitsins þarf fyrir sölunni, að því er fram kemur í tilkynningu. Er þetta í þriðja sinn sem Birgir kemur inn í rekstur Domino‘s en hann kom að stofnun fyrirtækisins hér á landi á tíunda áratugnum. Árið 2005 seldi hann hlut sinn í fyrirtækinu en keypti það svo aftur árið 2011 af Landsbankanum sem hafði tekið fyrirtækið yfir vegna slæmrar skuldastöðu. Árin 2016 og 2017 keypti svo Domino‘s Group í Bretlandi fyrirtækið í tveimur skrefum af Birgi og öðrum hluthöfum. Morgunblaðið greindi fyrst frá kaupunum á forsíðu sinni í morgun. Í frétt blaðsins að fjárfestingasjóðurinn Alfa Framtak hafi áður verið einn eftir í viðræðum við Domino‘s Group í Bretlandi um kaup á Domino‘s á Íslandi. Fjárfestahópur með Birgi í fararbroddi hafði þannig helst úr lestinni sem og fjárfestahópur sem Þórarinn Ævarsson, stofnandi pizzustaðarins Spaðans, fór fyrir. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins gerði Alfa Framtak töluverðar breytingar á kauptilboði sínu þegar sú staða kom upp. Fjárfestahópnum sem Birgir fer fyrir var því boðið aftur að borðinu og eiga samningar að hafa náðst um liðna helgi. Blaðið hefur ekki upplýsingar um kaupverðið og þá er ekki heldur greint frá því í tilkynningu en áður hafði verið sagt frá því að verðmatið á Domino‘s á Íslandi væru um 2,5 milljarðar króna. Tilkynninguna vegna kaupanna má sjá í heild hér fyrir neðan: Gengið hefur verið frá sölu Domino’s á Íslandi til hóps fjárfesta sem samanstendur af Eyju fjárfestingarfélagi, Kristni ehf., Sjávarsýn ehf. og Lýsi ehf. Fyrri eigandi, Domino’s Pizza Group plc í Bretlandi, setti íslenskt rekstrarfélag Domino’s (Pizza Pizza ehf.) í formlegt söluferli á síðasta ári en samþykki Samkeppniseftirlitsins þarf fyrir sölunni. Birgir Bieltvedt fer fyrir nýja eigendahópnum en hann hefur meira en aldarfjórðungs reynslu af rekstri Domino’s staða. Birgir hefur einnig nýverið tekið yfir rekstur Domino’s í Svíþjóð af Domino’s Pizza Group plc og þá er hann minnihlutaeigandi í Domino´s í Noregi. Samhliða söluferlinu ákvað Birgir Örn Birgisson, framkvæmdastjóri Domino’s á Íslandi undanfarin ár, að hætta og snúa sér að öðrum verkefnum. Hann mun því láta af störfum þegar nýir eigendur hafa gengið frá ráðningu framkvæmdastjóra. Það hefur verið leiðarljós Domino’s Pizza Group plc í öllu þessu ferli að skilja vel við á íslenskum markaði. Við erum í skýjunum með að reksturinn fari í hendur aðila sem hefur svo rík tengsl við vörumerkið og að íslenskir neytendur muni áfram geta notið þess að fá sér ljúffenga Domino’s pizzu. Veitingastaðir Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Eyja er í eigu Birgis, Sjávarsýn er í eigu Bjarna Ármannssonar, Kristinn í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og Lýsi meðal annars í eigu Gunnlaugs S. Gunnlaugssonar og Katrínar Pétursdóttur. Fyrri eigandi, Domino’s Pizza Group plc í Bretlandi, setti íslenskt rekstrarfélag Domino’s (Pizza Pizza ehf.) í formlegt söluferli á síðasta ári en samþykki Samkeppniseftirlitsins þarf fyrir sölunni, að því er fram kemur í tilkynningu. Er þetta í þriðja sinn sem Birgir kemur inn í rekstur Domino‘s en hann kom að stofnun fyrirtækisins hér á landi á tíunda áratugnum. Árið 2005 seldi hann hlut sinn í fyrirtækinu en keypti það svo aftur árið 2011 af Landsbankanum sem hafði tekið fyrirtækið yfir vegna slæmrar skuldastöðu. Árin 2016 og 2017 keypti svo Domino‘s Group í Bretlandi fyrirtækið í tveimur skrefum af Birgi og öðrum hluthöfum. Morgunblaðið greindi fyrst frá kaupunum á forsíðu sinni í morgun. Í frétt blaðsins að fjárfestingasjóðurinn Alfa Framtak hafi áður verið einn eftir í viðræðum við Domino‘s Group í Bretlandi um kaup á Domino‘s á Íslandi. Fjárfestahópur með Birgi í fararbroddi hafði þannig helst úr lestinni sem og fjárfestahópur sem Þórarinn Ævarsson, stofnandi pizzustaðarins Spaðans, fór fyrir. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins gerði Alfa Framtak töluverðar breytingar á kauptilboði sínu þegar sú staða kom upp. Fjárfestahópnum sem Birgir fer fyrir var því boðið aftur að borðinu og eiga samningar að hafa náðst um liðna helgi. Blaðið hefur ekki upplýsingar um kaupverðið og þá er ekki heldur greint frá því í tilkynningu en áður hafði verið sagt frá því að verðmatið á Domino‘s á Íslandi væru um 2,5 milljarðar króna. Tilkynninguna vegna kaupanna má sjá í heild hér fyrir neðan: Gengið hefur verið frá sölu Domino’s á Íslandi til hóps fjárfesta sem samanstendur af Eyju fjárfestingarfélagi, Kristni ehf., Sjávarsýn ehf. og Lýsi ehf. Fyrri eigandi, Domino’s Pizza Group plc í Bretlandi, setti íslenskt rekstrarfélag Domino’s (Pizza Pizza ehf.) í formlegt söluferli á síðasta ári en samþykki Samkeppniseftirlitsins þarf fyrir sölunni. Birgir Bieltvedt fer fyrir nýja eigendahópnum en hann hefur meira en aldarfjórðungs reynslu af rekstri Domino’s staða. Birgir hefur einnig nýverið tekið yfir rekstur Domino’s í Svíþjóð af Domino’s Pizza Group plc og þá er hann minnihlutaeigandi í Domino´s í Noregi. Samhliða söluferlinu ákvað Birgir Örn Birgisson, framkvæmdastjóri Domino’s á Íslandi undanfarin ár, að hætta og snúa sér að öðrum verkefnum. Hann mun því láta af störfum þegar nýir eigendur hafa gengið frá ráðningu framkvæmdastjóra. Það hefur verið leiðarljós Domino’s Pizza Group plc í öllu þessu ferli að skilja vel við á íslenskum markaði. Við erum í skýjunum með að reksturinn fari í hendur aðila sem hefur svo rík tengsl við vörumerkið og að íslenskir neytendur muni áfram geta notið þess að fá sér ljúffenga Domino’s pizzu.
Veitingastaðir Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent