Birgir Bieltvedt kaupir Domino‘s á ný Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. mars 2021 07:26 Domino's rekur fjölda pizzustaða hér á landi, meðal annars í Kringlunni. Vísir/Vilhelm Gengið hefur verið frá sölu Domino’s á Íslandi til hóps fjárfesta á Íslandi sem Birgir Bieltvedt fer fyrir. Að því er fram kemur í fréttatilkynningu samanstendur hópurinn af Eyju fjárfestingarfélagi, Kristni ehf., Sjávarsýn ehf. og Lýsi ehf. Eyja er í eigu Birgis, Sjávarsýn er í eigu Bjarna Ármannssonar, Kristinn í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og Lýsi meðal annars í eigu Gunnlaugs S. Gunnlaugssonar og Katrínar Pétursdóttur. Fyrri eigandi, Domino’s Pizza Group plc í Bretlandi, setti íslenskt rekstrarfélag Domino’s (Pizza Pizza ehf.) í formlegt söluferli á síðasta ári en samþykki Samkeppniseftirlitsins þarf fyrir sölunni, að því er fram kemur í tilkynningu. Er þetta í þriðja sinn sem Birgir kemur inn í rekstur Domino‘s en hann kom að stofnun fyrirtækisins hér á landi á tíunda áratugnum. Árið 2005 seldi hann hlut sinn í fyrirtækinu en keypti það svo aftur árið 2011 af Landsbankanum sem hafði tekið fyrirtækið yfir vegna slæmrar skuldastöðu. Árin 2016 og 2017 keypti svo Domino‘s Group í Bretlandi fyrirtækið í tveimur skrefum af Birgi og öðrum hluthöfum. Morgunblaðið greindi fyrst frá kaupunum á forsíðu sinni í morgun. Í frétt blaðsins að fjárfestingasjóðurinn Alfa Framtak hafi áður verið einn eftir í viðræðum við Domino‘s Group í Bretlandi um kaup á Domino‘s á Íslandi. Fjárfestahópur með Birgi í fararbroddi hafði þannig helst úr lestinni sem og fjárfestahópur sem Þórarinn Ævarsson, stofnandi pizzustaðarins Spaðans, fór fyrir. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins gerði Alfa Framtak töluverðar breytingar á kauptilboði sínu þegar sú staða kom upp. Fjárfestahópnum sem Birgir fer fyrir var því boðið aftur að borðinu og eiga samningar að hafa náðst um liðna helgi. Blaðið hefur ekki upplýsingar um kaupverðið og þá er ekki heldur greint frá því í tilkynningu en áður hafði verið sagt frá því að verðmatið á Domino‘s á Íslandi væru um 2,5 milljarðar króna. Tilkynninguna vegna kaupanna má sjá í heild hér fyrir neðan: Gengið hefur verið frá sölu Domino’s á Íslandi til hóps fjárfesta sem samanstendur af Eyju fjárfestingarfélagi, Kristni ehf., Sjávarsýn ehf. og Lýsi ehf. Fyrri eigandi, Domino’s Pizza Group plc í Bretlandi, setti íslenskt rekstrarfélag Domino’s (Pizza Pizza ehf.) í formlegt söluferli á síðasta ári en samþykki Samkeppniseftirlitsins þarf fyrir sölunni. Birgir Bieltvedt fer fyrir nýja eigendahópnum en hann hefur meira en aldarfjórðungs reynslu af rekstri Domino’s staða. Birgir hefur einnig nýverið tekið yfir rekstur Domino’s í Svíþjóð af Domino’s Pizza Group plc og þá er hann minnihlutaeigandi í Domino´s í Noregi. Samhliða söluferlinu ákvað Birgir Örn Birgisson, framkvæmdastjóri Domino’s á Íslandi undanfarin ár, að hætta og snúa sér að öðrum verkefnum. Hann mun því láta af störfum þegar nýir eigendur hafa gengið frá ráðningu framkvæmdastjóra. Það hefur verið leiðarljós Domino’s Pizza Group plc í öllu þessu ferli að skilja vel við á íslenskum markaði. Við erum í skýjunum með að reksturinn fari í hendur aðila sem hefur svo rík tengsl við vörumerkið og að íslenskir neytendur muni áfram geta notið þess að fá sér ljúffenga Domino’s pizzu. Veitingastaðir Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Eyja er í eigu Birgis, Sjávarsýn er í eigu Bjarna Ármannssonar, Kristinn í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og Lýsi meðal annars í eigu Gunnlaugs S. Gunnlaugssonar og Katrínar Pétursdóttur. Fyrri eigandi, Domino’s Pizza Group plc í Bretlandi, setti íslenskt rekstrarfélag Domino’s (Pizza Pizza ehf.) í formlegt söluferli á síðasta ári en samþykki Samkeppniseftirlitsins þarf fyrir sölunni, að því er fram kemur í tilkynningu. Er þetta í þriðja sinn sem Birgir kemur inn í rekstur Domino‘s en hann kom að stofnun fyrirtækisins hér á landi á tíunda áratugnum. Árið 2005 seldi hann hlut sinn í fyrirtækinu en keypti það svo aftur árið 2011 af Landsbankanum sem hafði tekið fyrirtækið yfir vegna slæmrar skuldastöðu. Árin 2016 og 2017 keypti svo Domino‘s Group í Bretlandi fyrirtækið í tveimur skrefum af Birgi og öðrum hluthöfum. Morgunblaðið greindi fyrst frá kaupunum á forsíðu sinni í morgun. Í frétt blaðsins að fjárfestingasjóðurinn Alfa Framtak hafi áður verið einn eftir í viðræðum við Domino‘s Group í Bretlandi um kaup á Domino‘s á Íslandi. Fjárfestahópur með Birgi í fararbroddi hafði þannig helst úr lestinni sem og fjárfestahópur sem Þórarinn Ævarsson, stofnandi pizzustaðarins Spaðans, fór fyrir. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins gerði Alfa Framtak töluverðar breytingar á kauptilboði sínu þegar sú staða kom upp. Fjárfestahópnum sem Birgir fer fyrir var því boðið aftur að borðinu og eiga samningar að hafa náðst um liðna helgi. Blaðið hefur ekki upplýsingar um kaupverðið og þá er ekki heldur greint frá því í tilkynningu en áður hafði verið sagt frá því að verðmatið á Domino‘s á Íslandi væru um 2,5 milljarðar króna. Tilkynninguna vegna kaupanna má sjá í heild hér fyrir neðan: Gengið hefur verið frá sölu Domino’s á Íslandi til hóps fjárfesta sem samanstendur af Eyju fjárfestingarfélagi, Kristni ehf., Sjávarsýn ehf. og Lýsi ehf. Fyrri eigandi, Domino’s Pizza Group plc í Bretlandi, setti íslenskt rekstrarfélag Domino’s (Pizza Pizza ehf.) í formlegt söluferli á síðasta ári en samþykki Samkeppniseftirlitsins þarf fyrir sölunni. Birgir Bieltvedt fer fyrir nýja eigendahópnum en hann hefur meira en aldarfjórðungs reynslu af rekstri Domino’s staða. Birgir hefur einnig nýverið tekið yfir rekstur Domino’s í Svíþjóð af Domino’s Pizza Group plc og þá er hann minnihlutaeigandi í Domino´s í Noregi. Samhliða söluferlinu ákvað Birgir Örn Birgisson, framkvæmdastjóri Domino’s á Íslandi undanfarin ár, að hætta og snúa sér að öðrum verkefnum. Hann mun því láta af störfum þegar nýir eigendur hafa gengið frá ráðningu framkvæmdastjóra. Það hefur verið leiðarljós Domino’s Pizza Group plc í öllu þessu ferli að skilja vel við á íslenskum markaði. Við erum í skýjunum með að reksturinn fari í hendur aðila sem hefur svo rík tengsl við vörumerkið og að íslenskir neytendur muni áfram geta notið þess að fá sér ljúffenga Domino’s pizzu.
Veitingastaðir Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira