Mögulega dregið úr virkni en ekkert bendi til að gosinu sé að ljúka Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. mars 2021 14:16 Sérfræðingar ætla að kanna hvort dregið hafi úr gosóróa. Vísir/Vilhelm Sérfræðingar Veðurstofunnar munu kanna hvort dregið hafi úr virkni eldgossins í Geldingadölum í nótt. Óróamælingar næturinnar kunni að benda til þess, þó of snemmt sé að fullyrða um það. Í samtali við Vísi segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, að mælingar Veðurstofunnar á ákveðnum hreyfingum bendi til þess að mögulega hafi dregið úr virkni eldgossins. „Við erum að skoða óróamælingar hjá okkur frá Fagradalsfjalli, svo líka af jarðskjálftamælistöðvum þarna í grenndinni. Við sjáum að óróinn dettur niður í nótt,“ segir Einar. Hann bendir þó á að mögulega kunni veður á svæðinu að spila þar inn í. „Að það dragist svona saman óróinn á þessum mælingum er líklega áhrif af vindi, að miklu leyti. Það helst þó ekki alveg í hendur við vindmælingar frá í gær, þannig við ætlum að skoða betur hvort við teljum að það hafi dregið úr virkni,“ segir Einar. Hann segir erfitt að meta sjónrænt hvort dregið hafi úr virkni gossins. Líklegast sé hún þó í sama horfi og verið hefur síðustu daga. Ekkert bendi til að gosið sé að klárast Einar segir ekkert benda sérstaklega til þess að gosið sé að klárast. Óróamælingar á annarri tíðni en þeirri sem dró úr í nótt sé stöðug á því bili sem verið hefur frá því gosið hófst. „Það er ekkert sem bendir til þess að gosið sé að klárast. Við erum enn að greina óróa sem hefur greinst frá því gosið hófst. Mjög lítið merki sem við greinum stöðugt á svæðinu. Sá órói er á lægri tíðnisviðum, hann hefur oft verið fremur merki um eldgosavirkni,“ segir Einar. Hér að neðan má sjá beina útsendingu RÚV frá gosstöðvunum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Í samtali við Vísi segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, að mælingar Veðurstofunnar á ákveðnum hreyfingum bendi til þess að mögulega hafi dregið úr virkni eldgossins. „Við erum að skoða óróamælingar hjá okkur frá Fagradalsfjalli, svo líka af jarðskjálftamælistöðvum þarna í grenndinni. Við sjáum að óróinn dettur niður í nótt,“ segir Einar. Hann bendir þó á að mögulega kunni veður á svæðinu að spila þar inn í. „Að það dragist svona saman óróinn á þessum mælingum er líklega áhrif af vindi, að miklu leyti. Það helst þó ekki alveg í hendur við vindmælingar frá í gær, þannig við ætlum að skoða betur hvort við teljum að það hafi dregið úr virkni,“ segir Einar. Hann segir erfitt að meta sjónrænt hvort dregið hafi úr virkni gossins. Líklegast sé hún þó í sama horfi og verið hefur síðustu daga. Ekkert bendi til að gosið sé að klárast Einar segir ekkert benda sérstaklega til þess að gosið sé að klárast. Óróamælingar á annarri tíðni en þeirri sem dró úr í nótt sé stöðug á því bili sem verið hefur frá því gosið hófst. „Það er ekkert sem bendir til þess að gosið sé að klárast. Við erum enn að greina óróa sem hefur greinst frá því gosið hófst. Mjög lítið merki sem við greinum stöðugt á svæðinu. Sá órói er á lægri tíðnisviðum, hann hefur oft verið fremur merki um eldgosavirkni,“ segir Einar. Hér að neðan má sjá beina útsendingu RÚV frá gosstöðvunum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira