Í þættinum Um land allt á Stöð 2 rifja Þykkvbæingar upp vísuna og samskiptin við þjóðskáldið.

Þar sem akrarnir engi prýddu
velta nú vötn og valda auðnum.
Þar sem kynstórir kappar léku
sofa nú hrossætur á hundaþúfum.
Svo virðist sem séra Matthías hafi séð eftir því að hafa sært Þykkvbæinga með vísunni því síðar reynir hann að bæta fyrir: „Þeir þóttu þrifamenn, vinnugarpar hinir mestu og þoldu vos flestum fremur.“

Þykkvbæingar tóku sig síðar til og tömdu vötnin með merkilegu mannvirki, Djúpósstíflu. Hana reistu þeir með samstilltu átaki árið 1923, fyrir nærri eitthundrað árum, en eftir það varð Þykkvibær mun búsældarlegri.
Heimamenn segja Þykkvabæ elsta sveitaþorp á Íslandi og þakka fyrir að hann varð ekki höfuðborg Íslands, enda hafi fleiri búið þar en í Reykjavík fyrr á öldum.
Þátturinn er endursýndur á Stöð 2 í dag klukkan 15:25. Hér má sjá sex mínútna myndskeið úr þættinum: