Nýstárlegri starfsemi í gömlu húsi ætlað að koma Norðfirði á kortið Kristján Már Unnarsson skrifar 27. mars 2021 21:45 Hákon Guðröðarson, einn eigenda Hótels Hildibrands, og stofnandi Queer in Iceland. Einar Árnason Fyrsta alþjóðalega gestavinnustofan hérlendis fyrir hinsegin listamenn verður opnuð í Neskaupstað um páskana í næstelsta húsi bæjarins. Stofnendur vonast til að verkefnið komi Norðfirði á kortið fyrir menningarlega sérstöðu. Það heitir Sigfúsarhús og var reist árið 1895. Þar var lengi verslun en síðast félagsmiðstöð aldraðra. Núna er þetta virðulega hús að fá nýtt en óvenjulegt hlutverk, að því er greint var frá í fréttum Stöðvar 2. Sigfúsarhús er talið næstelsta hús Neskaupstaðar.Einar Árnason „Hér erum við að gera upp þetta hús og erum að búa til hinsegin listamannadvöl, eða „residency“ eins og það er kallað á ensku,“ segir Hákon Guðröðarson, einn eigenda Hótels Hildibrands og stofnandi Queer in Iceland ásamt Hafsteini Hafsteinssyni. „Þetta hús verður að hluta heimili okkar Hafsteins, mannsins míns, sem er listamaður, og að hluta verða hérna fimm herbergi fyrir gesti og vinnustofur.“ Upprunalegum innviðum er haldið en um leið reynt að skapa hýran brag með veggfóðri og litavali.Einar Árnason Upprunalegum stíl hússins er blandað við anda nýs hlutverks. „Við látum húsið njóta sín eins og það var en jafnframt að það sé hýrt - öðruvísi og skemmtilegt – og gerum það kannski í veggfóðrinu og málningunni og slíku,“ segir Hákon. Stefnt er að því að taka inn þrjá hópa á ári, sex vikur í senn, einkum að vetri. „Við erum fyrst og fremst að höfða til hinsegin listamanna og fræðimanna. Þetta eru náttúrlega orðin stór fræði. Það er verið að skoða ýmislegt bæði með hinsegin- og kynjagleraugum. Þannig að það er kannski ekki endilega að gestirnir okkar séu einhverstaðar á rófinu hinsegin. Það getur líka verið að vinna með eitthvað sem tengist þessum þræði, þessari línu. Þú gætir verið að skoða hlut kvenna í sögunni eða slíkt. Ef þig vantar aðstöðuna, og ert á þessari línu, þá höfum við plássið til að taka á móti.“ Séð yfir Neskaupstað. Sigfúsarhús er neðarlega fyrir miðri mynd.Einar Árnason Hákon telur staðsetningu á Norðfirði fjarri Reykjavík vera kost. „Eiginlega allt svona starf, sem fer fram í heiminum, hinsegin stofnanir og þessar tvær aðrar „residensíur“ sem eru til sambærilegar, þetta er allt saman tengt borgum.“ Ísland og dreifbýli með friði og ró sé spennandi. „Þegar fólk dvelur svona lengi þá skapar það svo mikið efni. Það póstar svo miklu á netinu um dvölina sína. Svo fer það heim og þá er það eins og litlar ferðaskrifstofur. Segja öllum frá: Þegar þú ferð til Íslands þá verður þú að koma þarna við og stoppa.“ Horft yfir austasta hluta bæjarins í átt til Norðfjarðarflóa og Barðsness.Einar Árnason Listamennirnir verði lifandi auglýsing. „Og svona skapar bænum einhverja svona öðruvísi menningarlega sérstöðu sem hvergi annars staðar er til á landinu og bara til á tveimur öðrum stöðum í heiminum í dag,“ segir Hákon Guðröðarson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjarðabyggð Hinsegin Ferðamennska á Íslandi Húsavernd Eistnaflug Menning Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Sjá meira
Það heitir Sigfúsarhús og var reist árið 1895. Þar var lengi verslun en síðast félagsmiðstöð aldraðra. Núna er þetta virðulega hús að fá nýtt en óvenjulegt hlutverk, að því er greint var frá í fréttum Stöðvar 2. Sigfúsarhús er talið næstelsta hús Neskaupstaðar.Einar Árnason „Hér erum við að gera upp þetta hús og erum að búa til hinsegin listamannadvöl, eða „residency“ eins og það er kallað á ensku,“ segir Hákon Guðröðarson, einn eigenda Hótels Hildibrands og stofnandi Queer in Iceland ásamt Hafsteini Hafsteinssyni. „Þetta hús verður að hluta heimili okkar Hafsteins, mannsins míns, sem er listamaður, og að hluta verða hérna fimm herbergi fyrir gesti og vinnustofur.“ Upprunalegum innviðum er haldið en um leið reynt að skapa hýran brag með veggfóðri og litavali.Einar Árnason Upprunalegum stíl hússins er blandað við anda nýs hlutverks. „Við látum húsið njóta sín eins og það var en jafnframt að það sé hýrt - öðruvísi og skemmtilegt – og gerum það kannski í veggfóðrinu og málningunni og slíku,“ segir Hákon. Stefnt er að því að taka inn þrjá hópa á ári, sex vikur í senn, einkum að vetri. „Við erum fyrst og fremst að höfða til hinsegin listamanna og fræðimanna. Þetta eru náttúrlega orðin stór fræði. Það er verið að skoða ýmislegt bæði með hinsegin- og kynjagleraugum. Þannig að það er kannski ekki endilega að gestirnir okkar séu einhverstaðar á rófinu hinsegin. Það getur líka verið að vinna með eitthvað sem tengist þessum þræði, þessari línu. Þú gætir verið að skoða hlut kvenna í sögunni eða slíkt. Ef þig vantar aðstöðuna, og ert á þessari línu, þá höfum við plássið til að taka á móti.“ Séð yfir Neskaupstað. Sigfúsarhús er neðarlega fyrir miðri mynd.Einar Árnason Hákon telur staðsetningu á Norðfirði fjarri Reykjavík vera kost. „Eiginlega allt svona starf, sem fer fram í heiminum, hinsegin stofnanir og þessar tvær aðrar „residensíur“ sem eru til sambærilegar, þetta er allt saman tengt borgum.“ Ísland og dreifbýli með friði og ró sé spennandi. „Þegar fólk dvelur svona lengi þá skapar það svo mikið efni. Það póstar svo miklu á netinu um dvölina sína. Svo fer það heim og þá er það eins og litlar ferðaskrifstofur. Segja öllum frá: Þegar þú ferð til Íslands þá verður þú að koma þarna við og stoppa.“ Horft yfir austasta hluta bæjarins í átt til Norðfjarðarflóa og Barðsness.Einar Árnason Listamennirnir verði lifandi auglýsing. „Og svona skapar bænum einhverja svona öðruvísi menningarlega sérstöðu sem hvergi annars staðar er til á landinu og bara til á tveimur öðrum stöðum í heiminum í dag,“ segir Hákon Guðröðarson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fjarðabyggð Hinsegin Ferðamennska á Íslandi Húsavernd Eistnaflug Menning Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Sjá meira