Telja sig vita hver hlutdeildarmaðurinn er Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. mars 2021 18:46 Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn var á fundinum í dag. Spurður sagði hann lögreglu telja sig þekkja ástæður morðsins en vildi ekki tjá sig um þær að svo stöddu. Þá svaraði hann játandi spurður að því hvort fórnarlambið væri talið hafa tengst skipulagðri brotastarfsemi. Vísir/ArnarHalldórs Játning liggur fyrir í Rauðagerðismálinu og eru fjórtán aðilar með réttarstöðu sakbornings. Rannsókn lögreglu snýr einnig að mögulegum hefndaraðgerðum gegn þeim sem liggja undir grun í málinu. Yfirlögregluþjónn segir að um sé að ræða flóknustu morðrannsókn hér á landi í seinni tíð. Alls eru nú fjórtán aðilar með réttarstöðu sakborninga í málinu og koma þeir frá tíu löndum. Íslandi, Albaníu, Rúmeníu, Spáni, Ítalíu, Portúgal, Eistlandi, Serbíu, Litháen og Hvíta-Rússlandi. Einn aðili er í haldi vegna málsins, annar afplánar af sér eldri dóma og sjö sæta farbanni. Lögregla telur að hinn látni, sem bjó hér á landi í rúm sjö ár, hafi tengst skipulagðri brotastarfsemi. Framkvæmdar voru sautján leitir í húsnæðum, ökutækjum og á víðavangi í tengslum við rannsóknina. Lagt var hald á símtæki, tölvur, ökutæki og skotvopn svo eitthvað sé nefnt. Játaði þegar hann var kominn „upp við vegg“ Játning liggur fyrir í málinu og kemur sá sem játaði frá Albaníu líkt og hinn látni. Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs segir að játningin hafi markað þáttaskil í rannsókn málsins. „Hann neitaði þangað til að hann var kominn upp við vegg ef svo má segja,“ sagði Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hulda Elsa segir játningu mjög sterkt sönnunargagn en hún dugi ekki ein og sér til að brot teljist sannað. Þarf játningin að vera studd öðrum gögnum og telur lögreglan sig hafa slík gögn undir höndum. Meðal slíkra gagna er skotvopnið sem er tuttugu og tveggja kalíbera skammbyssa með hljóðdeyfi sem fannst við strendur höfuðborgarsvæðisins í mars. Verið er að rannsaka hvort unnt sé að finna fingraför eða önnur sýni á byssunni. Önnur gögn sem styðja við játninguna eru gögn úr síma, tölvu og öryggismyndavélum. Framúrskarandi rannsóknartækni varð til þess að morðvopnið fannst Hulda Elsa segir að morðvopnið hafi ekki komið upp í hendurnar á lögreglu frekar en önnur sönnunargögn í málinu. „Það var enginn sem benti á það, það var í raun og veru einungis fyrir innsæi og athyglisgáfu lögreglumanna og ég ætla að leyfa mér að segja framúrskarandi rannsóknartækni sem að morðvopnið fannst,“ sagði Hulda Elsa. Telja sig vita hver hlutdeildarmaðurinn sé Sá sem hefur játað, teljið þið að hann hafi verið einn á vettvangi, var annar sem keyrði bílinn eða einhver hlutdeildarmaður? „Já við teljum að það hafi verið hlutdeildarmaður,“ sagði Margeir. Vitið þið hver það er? „Já við teljum okkur vita hver það er.“ Flókin morðrannsókn Rannsókn lögreglu beinist einnig að því hvort hópur manna ætli að ráðast gegn þeim sem liggja undir grun í málinu og fjölskyldum þeirra. Margeir segir að um sé að ræða flóknustu morðrannsókn hér á landi í seinni tíð. „Umfangið sem við vorum með var gríðarlega mikið og það var á mörkum þess að við réðum við það,“ sagði Margeir. Talið er að morðið hafi verið skipulagt en það er enn í rannsókn. Lögreglan telur sig vita ástæðu að baki morðinu en vildi ekki upplýsa um hana að svo stöddu. Blaðamannafundur var haldinn um málið í dag. Hér að neðan má sjá hvað kom fram á honum. Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Alls eru nú fjórtán aðilar með réttarstöðu sakborninga í málinu og koma þeir frá tíu löndum. Íslandi, Albaníu, Rúmeníu, Spáni, Ítalíu, Portúgal, Eistlandi, Serbíu, Litháen og Hvíta-Rússlandi. Einn aðili er í haldi vegna málsins, annar afplánar af sér eldri dóma og sjö sæta farbanni. Lögregla telur að hinn látni, sem bjó hér á landi í rúm sjö ár, hafi tengst skipulagðri brotastarfsemi. Framkvæmdar voru sautján leitir í húsnæðum, ökutækjum og á víðavangi í tengslum við rannsóknina. Lagt var hald á símtæki, tölvur, ökutæki og skotvopn svo eitthvað sé nefnt. Játaði þegar hann var kominn „upp við vegg“ Játning liggur fyrir í málinu og kemur sá sem játaði frá Albaníu líkt og hinn látni. Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs segir að játningin hafi markað þáttaskil í rannsókn málsins. „Hann neitaði þangað til að hann var kominn upp við vegg ef svo má segja,“ sagði Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hulda Elsa segir játningu mjög sterkt sönnunargagn en hún dugi ekki ein og sér til að brot teljist sannað. Þarf játningin að vera studd öðrum gögnum og telur lögreglan sig hafa slík gögn undir höndum. Meðal slíkra gagna er skotvopnið sem er tuttugu og tveggja kalíbera skammbyssa með hljóðdeyfi sem fannst við strendur höfuðborgarsvæðisins í mars. Verið er að rannsaka hvort unnt sé að finna fingraför eða önnur sýni á byssunni. Önnur gögn sem styðja við játninguna eru gögn úr síma, tölvu og öryggismyndavélum. Framúrskarandi rannsóknartækni varð til þess að morðvopnið fannst Hulda Elsa segir að morðvopnið hafi ekki komið upp í hendurnar á lögreglu frekar en önnur sönnunargögn í málinu. „Það var enginn sem benti á það, það var í raun og veru einungis fyrir innsæi og athyglisgáfu lögreglumanna og ég ætla að leyfa mér að segja framúrskarandi rannsóknartækni sem að morðvopnið fannst,“ sagði Hulda Elsa. Telja sig vita hver hlutdeildarmaðurinn sé Sá sem hefur játað, teljið þið að hann hafi verið einn á vettvangi, var annar sem keyrði bílinn eða einhver hlutdeildarmaður? „Já við teljum að það hafi verið hlutdeildarmaður,“ sagði Margeir. Vitið þið hver það er? „Já við teljum okkur vita hver það er.“ Flókin morðrannsókn Rannsókn lögreglu beinist einnig að því hvort hópur manna ætli að ráðast gegn þeim sem liggja undir grun í málinu og fjölskyldum þeirra. Margeir segir að um sé að ræða flóknustu morðrannsókn hér á landi í seinni tíð. „Umfangið sem við vorum með var gríðarlega mikið og það var á mörkum þess að við réðum við það,“ sagði Margeir. Talið er að morðið hafi verið skipulagt en það er enn í rannsókn. Lögreglan telur sig vita ástæðu að baki morðinu en vildi ekki upplýsa um hana að svo stöddu. Blaðamannafundur var haldinn um málið í dag. Hér að neðan má sjá hvað kom fram á honum.
Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent