Titlar ráða því ekki hvort Solskjær fær nýjan samning hjá Man. Utd eða ekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2021 09:01 Ole Gunnar Solskjær mun sitja áfram í knattspyrnustjórasólnum hjá Manchester United næstu árin. EPA-EFE/Phil Noble Manchester United er sagt ætla að láta Ole Gunnar Solskjær fá nýjan samning og framtíð Norðmannsins stendur ekki og fellur með því hvort liðið vinni titil á þessu tímabili eða ekki. Solskjær hefur ekki náð að vinna bikar síðan hann tók við liði Manchester United og enn einn möguleikinn rann út út í sandinn um síðustu helgi þegar United liðið datt út á móti Leicester City í enska bikarnum. ESPN og aðrir erlendir miðlar fjalla um framtíð norska knattspyrnustjórans og það sem fréttamenn ESPN eru að heyra úr herbúðum Manchester United er að Solskjær verði áfram knattspyrnustjórinn á Old Trafford næstu árin. Manchester United are preparing to offer Ole Gunnar Solskjaer an extension to his £7 million-a-year deal, even if they do not win any silverware this season, writes @hirstclass #MUFC https://t.co/9iCY0FNysH— Times Sport (@TimesSport) March 25, 2021 Manchester United lenti á móti Granada í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar og á enn möguleika á að vinna þann titil. Deildin er hins vegar lítill möguleiki þar sem Manchester City er löngu búið að stinga af. Hinn 48 ára gamli Solskjær skrifaði undir þriggja ára samning í mars 2019 og næsta tímabil verður það síðasta í þessum samningi. Ed Woodward and the Glazers believe they have seen enough progress, on and off the field, under Ole Gunnar Solskjaer to warrant offering him a new deal | @TelegraphDucker https://t.co/IXXtb6Uo3r— Telegraph Football (@TeleFootball) March 25, 2021 Samkvæmt heimildum ESPN og annarra miðla þá telja yfirmann hans hjá Manchester United að Solskjær sé á réttri leið með liðið og ætli því að bjóða honum nýjan samning. Það mun ekki hafa nein áhrif á það hvort United vinni titil á þessu tímabili eða ekki. Báðir aðilar eru rólegir yfir stöðunni á samningamálum en það er þó búist við því að United reyni að ganga frá samningnum áður en of langt er liðið á næsta tímabil. Solskjær var með í ráðum þegar John Murtough var ráðinn yfirmaður knattspyrnumála og Darren Fletcher fékk starf tæknilegs ráðgjafa en Norðmaðurinn er í góðu sambandi við þá báða. United liðið hefur bætt sig undir stjórn Solskjær því liðið endaði í sjötta sæti 2018-19 tímabilið, varð í þriðja sæti í fyrra og er núna í baráttunni um annað sætið. Þetta getur orðið í fyrsta sinn síðan Sir Alex Ferguson hætti að liðið nær Miestaradeildarsæti á tveimur tímabilum í röð. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Solskjær hefur ekki náð að vinna bikar síðan hann tók við liði Manchester United og enn einn möguleikinn rann út út í sandinn um síðustu helgi þegar United liðið datt út á móti Leicester City í enska bikarnum. ESPN og aðrir erlendir miðlar fjalla um framtíð norska knattspyrnustjórans og það sem fréttamenn ESPN eru að heyra úr herbúðum Manchester United er að Solskjær verði áfram knattspyrnustjórinn á Old Trafford næstu árin. Manchester United are preparing to offer Ole Gunnar Solskjaer an extension to his £7 million-a-year deal, even if they do not win any silverware this season, writes @hirstclass #MUFC https://t.co/9iCY0FNysH— Times Sport (@TimesSport) March 25, 2021 Manchester United lenti á móti Granada í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar og á enn möguleika á að vinna þann titil. Deildin er hins vegar lítill möguleiki þar sem Manchester City er löngu búið að stinga af. Hinn 48 ára gamli Solskjær skrifaði undir þriggja ára samning í mars 2019 og næsta tímabil verður það síðasta í þessum samningi. Ed Woodward and the Glazers believe they have seen enough progress, on and off the field, under Ole Gunnar Solskjaer to warrant offering him a new deal | @TelegraphDucker https://t.co/IXXtb6Uo3r— Telegraph Football (@TeleFootball) March 25, 2021 Samkvæmt heimildum ESPN og annarra miðla þá telja yfirmann hans hjá Manchester United að Solskjær sé á réttri leið með liðið og ætli því að bjóða honum nýjan samning. Það mun ekki hafa nein áhrif á það hvort United vinni titil á þessu tímabili eða ekki. Báðir aðilar eru rólegir yfir stöðunni á samningamálum en það er þó búist við því að United reyni að ganga frá samningnum áður en of langt er liðið á næsta tímabil. Solskjær var með í ráðum þegar John Murtough var ráðinn yfirmaður knattspyrnumála og Darren Fletcher fékk starf tæknilegs ráðgjafa en Norðmaðurinn er í góðu sambandi við þá báða. United liðið hefur bætt sig undir stjórn Solskjær því liðið endaði í sjötta sæti 2018-19 tímabilið, varð í þriðja sæti í fyrra og er núna í baráttunni um annað sætið. Þetta getur orðið í fyrsta sinn síðan Sir Alex Ferguson hætti að liðið nær Miestaradeildarsæti á tveimur tímabilum í röð.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira