Tvo leiki vantar í Olís-deild karla en mótin telja í körfuboltanum Ingvi Þór Sæmundsson og Sindri Sverrisson skrifa 26. mars 2021 14:00 Fram og KA hafa leikið einum leik færra en hin tíu liðin í Olís-deild karla. Því telst mótið ekki enn gilt. vísir/elín Fram og KA þurfa að leika einum leik meira í Olís-deild karla í handbolta til að keppni á þessari leiktíð telji. Deildarmeistarar verða krýndir í Dominos-deildunum og Olís-deild kvenna jafnvel þó að ekki verði meira spilað á leiktíðinni. Vegna kórónuveirufaraldursins gáfu bæði KKÍ og HSÍ út sérstaka reglugerð um hvað skuli gera ef ekki tekst að ljúka mótum vegna utanaðkomandi aðstæðna. Þær eru um margt svipaðar enda unnar í sameiningu. Hlé er á keppni í íþróttum næstu þrjár vikur hið minnsta, vegna faraldursins. Í báðum reglugerðum kemur fram að klára þurfi að lágmarki tvo þriðju leikja í deildarkeppni til að Íslandsmótið teljist gilt. Hjá KKÍ þarf tveimur þriðju heildarleikja í deildarkeppninni að vera lokið til að mótið teljist gilt. Hjá HSÍ þurfa öll lið í efstu og næstefstu deild að vera búin að leika að lágmarki tvo þriðju leikja. Aðeins í Olís-deild karla hafa ekki verið spilaðir nógu margir leikir til að mótið telji. Flest liðanna hafa reyndar spilað nógu marga leiki, eða fimmtán af 22, en Fram og KA hafa aðeins leikið 14, sem er innan við 2/3 af heildarfjölda deildarleikja sem þau ættu að spila. Ef reglugerðin væri eins og hjá KKÍ, þar sem talað er um heildarfjölda leikja hjá öllum liðum, væri mótið þegar orðið gilt í Olís-deild karla. Ef þessi staða héldist óbreytt til loka júní yrði því ekkert lið deildarmeistari í Olís-deild karla, og ekkert lið myndi falla úr deildinni eða færast upp í hana. HSÍ miðar í sinni reglugerð við að Íslandsmóti ljúki aldrei síðar en í júní. Í reglugerð KKÍ segir að leitast skuli við að ljúka deildarkeppni ekki síðar en 30. apríl, og úrslitakeppni ekki síðar en 30. júní. Þar hefur 2/3 hluti leikja verið spilaður í efstu og næstefstu deildum karla og kvenna. Ef ekki yrði meira spilað yrðu því deildarmeistarar krýndir, neðsta lið í hvorri Dominos-deild falla, og deildarmeistarar í 1. deild færast upp. Í bæði handboltanum og körfuboltanum er það þannig að takist ekki að ljúka keppni, en mótið telst samt gilt, þá ræður meðalfjöldi stiga í leik lokastöðu liðanna. Reglugerð HSÍ Reglugerð KKÍ Olís-deild karla Olís-deild kvenna Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Sjá meira
Vegna kórónuveirufaraldursins gáfu bæði KKÍ og HSÍ út sérstaka reglugerð um hvað skuli gera ef ekki tekst að ljúka mótum vegna utanaðkomandi aðstæðna. Þær eru um margt svipaðar enda unnar í sameiningu. Hlé er á keppni í íþróttum næstu þrjár vikur hið minnsta, vegna faraldursins. Í báðum reglugerðum kemur fram að klára þurfi að lágmarki tvo þriðju leikja í deildarkeppni til að Íslandsmótið teljist gilt. Hjá KKÍ þarf tveimur þriðju heildarleikja í deildarkeppninni að vera lokið til að mótið teljist gilt. Hjá HSÍ þurfa öll lið í efstu og næstefstu deild að vera búin að leika að lágmarki tvo þriðju leikja. Aðeins í Olís-deild karla hafa ekki verið spilaðir nógu margir leikir til að mótið telji. Flest liðanna hafa reyndar spilað nógu marga leiki, eða fimmtán af 22, en Fram og KA hafa aðeins leikið 14, sem er innan við 2/3 af heildarfjölda deildarleikja sem þau ættu að spila. Ef reglugerðin væri eins og hjá KKÍ, þar sem talað er um heildarfjölda leikja hjá öllum liðum, væri mótið þegar orðið gilt í Olís-deild karla. Ef þessi staða héldist óbreytt til loka júní yrði því ekkert lið deildarmeistari í Olís-deild karla, og ekkert lið myndi falla úr deildinni eða færast upp í hana. HSÍ miðar í sinni reglugerð við að Íslandsmóti ljúki aldrei síðar en í júní. Í reglugerð KKÍ segir að leitast skuli við að ljúka deildarkeppni ekki síðar en 30. apríl, og úrslitakeppni ekki síðar en 30. júní. Þar hefur 2/3 hluti leikja verið spilaður í efstu og næstefstu deildum karla og kvenna. Ef ekki yrði meira spilað yrðu því deildarmeistarar krýndir, neðsta lið í hvorri Dominos-deild falla, og deildarmeistarar í 1. deild færast upp. Í bæði handboltanum og körfuboltanum er það þannig að takist ekki að ljúka keppni, en mótið telst samt gilt, þá ræður meðalfjöldi stiga í leik lokastöðu liðanna. Reglugerð HSÍ Reglugerð KKÍ
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Sjá meira