Rapinoe: Við höfum ekki hugmynd um það hversu langt kvennaíþróttir geta náð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2021 13:31 Megan Rapinoe í Hvíta húsinu í gær. AP/Manuel Balce Ceneta Knattspyrnukonan og kvenréttandabaráttukonan Megan Rapinoe er hvergi nærri hætt að berjast fyrir jöfnum launum kynjanna í knattspyrnuheiminum enda er langur vegur að því ófarinn ennþá. Nú síðast talaði Rapinoe um það sem heimurinn væri að missa af miklu með því að nýta sér ekki alla möguleika kvenfólks í íþróttum. Megan Rapinoe spoke at the House Oversight Committee in Washington for Equal Pay Day on Wednesday and said the world is missing out on the "real potential of women's sports." pic.twitter.com/ShjXMCsHlZ— ESPN (@espn) March 25, 2021 Baráttumál Rapinoe hefur verið að landsliðskonur Bandaríkjanna fái jafnmikið borgað og landsliðsmenn Bandaríkjanna. Bandarísku stelpurnar hafa náð miklu miklu betri árangri en fá mun minna borgað. Megan Rapinoe hefur unnið gull með bandaríska landsliðinu á ÓL í London 2012, HM í Kanada 2015 og á HM í Frakklandi 2019 þar sem hún var bæði besti leikmaður og markadrottning heimsmeistaramótsins. Megan Rapinoe: "I've been devalued, I've been disrespected and dismissed because I am a woman. I've been told that I don't deserve any more than less because I am a woman. Despite all the wins, I'm still paid less than men who do the same job that I do." https://t.co/canJYaCV9s pic.twitter.com/yFycaMbVXn— CBS News (@CBSNews) March 24, 2021 „Með skorti á alvöru fjárfestingu þá fáum við aldrei að vita hversu langt kvennaíþróttir geta náð,“ sagði Megan Rapinoe í myndbandi sem var sýnt á fundi þingnefndar um jöfn laun kynjanna. „Við vitum nú hversu vel hefur gengið hjá íþróttakonum þrátt fyrir allt misréttið og þrátt fyrir skort á fjárfestingu að öllum sviðum í samanburði við karlmennina,“ sagði Megan. „Við konurnar í bandaríska landsliðinu höfum unnið fjóra heimsmeistaratitla og fjögur Ólympíugull fyrir okkar þjóð. Við höfum fyllt leikvanga, brotið áhorfsmet og treyjur okkar hafa selst upp. Þrátt fyrir þetta þá fáum við enn minna borgað en karlarnir, fyrir hvern titil, fyrir hvern sigur, fyrir hvert jafntefli og fyrir hvert skipti sem við spilum. Minna. Við þurfum ekki að bíða lengur. Við þurfum ekki að vera þolinmóðar. Við getum breytt þessu í dag. Núna. Við þurfum bara að vilja það,“ sagði Megan. Framkoma bandaríska knattspyrnusambandsins hefur farið mjög illa í Megan Rapinoe og félaga hennar í landsliðinu en sambandið hefur gert allt til að berjast á móti körfum fótboltakvennanna og hafa unnið að því á bak við tjöldin að gera lítið úr þeirra framsetningu. Megan Rapinoe hitti síðan í gær Joe Biden Bandaríkjaforseta og konu hans Jill Biden í Hvíta húsinu en hún mætti þangað með bandaríska landsliðinu. Baráttunni er hvergi nærri lokið. HM 2019 í Frakklandi Bandaríkin Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Halda Orra og Sporting engin bönd Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira
Nú síðast talaði Rapinoe um það sem heimurinn væri að missa af miklu með því að nýta sér ekki alla möguleika kvenfólks í íþróttum. Megan Rapinoe spoke at the House Oversight Committee in Washington for Equal Pay Day on Wednesday and said the world is missing out on the "real potential of women's sports." pic.twitter.com/ShjXMCsHlZ— ESPN (@espn) March 25, 2021 Baráttumál Rapinoe hefur verið að landsliðskonur Bandaríkjanna fái jafnmikið borgað og landsliðsmenn Bandaríkjanna. Bandarísku stelpurnar hafa náð miklu miklu betri árangri en fá mun minna borgað. Megan Rapinoe hefur unnið gull með bandaríska landsliðinu á ÓL í London 2012, HM í Kanada 2015 og á HM í Frakklandi 2019 þar sem hún var bæði besti leikmaður og markadrottning heimsmeistaramótsins. Megan Rapinoe: "I've been devalued, I've been disrespected and dismissed because I am a woman. I've been told that I don't deserve any more than less because I am a woman. Despite all the wins, I'm still paid less than men who do the same job that I do." https://t.co/canJYaCV9s pic.twitter.com/yFycaMbVXn— CBS News (@CBSNews) March 24, 2021 „Með skorti á alvöru fjárfestingu þá fáum við aldrei að vita hversu langt kvennaíþróttir geta náð,“ sagði Megan Rapinoe í myndbandi sem var sýnt á fundi þingnefndar um jöfn laun kynjanna. „Við vitum nú hversu vel hefur gengið hjá íþróttakonum þrátt fyrir allt misréttið og þrátt fyrir skort á fjárfestingu að öllum sviðum í samanburði við karlmennina,“ sagði Megan. „Við konurnar í bandaríska landsliðinu höfum unnið fjóra heimsmeistaratitla og fjögur Ólympíugull fyrir okkar þjóð. Við höfum fyllt leikvanga, brotið áhorfsmet og treyjur okkar hafa selst upp. Þrátt fyrir þetta þá fáum við enn minna borgað en karlarnir, fyrir hvern titil, fyrir hvern sigur, fyrir hvert jafntefli og fyrir hvert skipti sem við spilum. Minna. Við þurfum ekki að bíða lengur. Við þurfum ekki að vera þolinmóðar. Við getum breytt þessu í dag. Núna. Við þurfum bara að vilja það,“ sagði Megan. Framkoma bandaríska knattspyrnusambandsins hefur farið mjög illa í Megan Rapinoe og félaga hennar í landsliðinu en sambandið hefur gert allt til að berjast á móti körfum fótboltakvennanna og hafa unnið að því á bak við tjöldin að gera lítið úr þeirra framsetningu. Megan Rapinoe hitti síðan í gær Joe Biden Bandaríkjaforseta og konu hans Jill Biden í Hvíta húsinu en hún mætti þangað með bandaríska landsliðinu. Baráttunni er hvergi nærri lokið.
HM 2019 í Frakklandi Bandaríkin Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Halda Orra og Sporting engin bönd Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira