Gasmengun leggur yfir stikuðu gönguleiðina Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. mars 2021 06:50 Eldgosið í Geldingadal virðist vera stöðugt að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Vísir/Vilhelm Guðmundur Eyjólfsson, vettvangsstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, ráðleggur fólki að bíða með að leggja af stað í átt að gosstöðvunum í Geldingadal vegna gasmengunar sem leggur yfir stikuðu gönguleiðina. Guðmundur segir nóttina hafa gengið vel. Tvö minniháttar óhöpp hafi orðið á svæðinu, meðal annars hálkuslys. Nú í morgunsárið er fólk svo byrjað að streyma á svæðið. „Ekki í hundruðum en það eru einhverjir tugir sem eru að byrja að hefja göngu. En eins og staðan er núna þá er vindáttin yfir stikuðu leiðinni að hluta, þegar það er komið ofar, þannig að björgunarsveitarfólk er að vinna í því að fá mælingar við gosstöðvarnar. Þannig að það gæti allt eins farið að leiðinni yrði lokað en það er ekki búið að taka ákvörðun um það,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að vindáttin á svæðinu hafi snúist seint í gærkvöldi. Í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að nú sé vaxandi norðan- og norðaustanátt við gosstöðvarnar með þrettán til átján metrum á sekúndu og hríðarveðri undir hádegi. Gasmengunin berst því einkum til suðurs og suðvesturs og þannig í átt að gönguleiðinni. Þetta er varhugavert að sögn Einars Bessa. Varðandi gosið sjálft og ganginn í því segir hann hraunflæðið úr gígunum tveimur í eldgosinu mjög svipað því sem það var í gær. Gígarnir eru nú orðnir tveir en ekki þrír eins og í upphafi eftir að minni gígarnir tveir sameinuðust í einn gíg sem er þó ennþá minni en stóri gígurinn. Þá er skjálftavirknin svipuð og hún hefur verið síðustu daga; frá miðnætti hafa mælst 120 skjálftar á Reykjanesskaga og var sá stærsti 2,4 að stærð. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Guðmundur segir nóttina hafa gengið vel. Tvö minniháttar óhöpp hafi orðið á svæðinu, meðal annars hálkuslys. Nú í morgunsárið er fólk svo byrjað að streyma á svæðið. „Ekki í hundruðum en það eru einhverjir tugir sem eru að byrja að hefja göngu. En eins og staðan er núna þá er vindáttin yfir stikuðu leiðinni að hluta, þegar það er komið ofar, þannig að björgunarsveitarfólk er að vinna í því að fá mælingar við gosstöðvarnar. Þannig að það gæti allt eins farið að leiðinni yrði lokað en það er ekki búið að taka ákvörðun um það,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að vindáttin á svæðinu hafi snúist seint í gærkvöldi. Í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að nú sé vaxandi norðan- og norðaustanátt við gosstöðvarnar með þrettán til átján metrum á sekúndu og hríðarveðri undir hádegi. Gasmengunin berst því einkum til suðurs og suðvesturs og þannig í átt að gönguleiðinni. Þetta er varhugavert að sögn Einars Bessa. Varðandi gosið sjálft og ganginn í því segir hann hraunflæðið úr gígunum tveimur í eldgosinu mjög svipað því sem það var í gær. Gígarnir eru nú orðnir tveir en ekki þrír eins og í upphafi eftir að minni gígarnir tveir sameinuðust í einn gíg sem er þó ennþá minni en stóri gígurinn. Þá er skjálftavirknin svipuð og hún hefur verið síðustu daga; frá miðnætti hafa mælst 120 skjálftar á Reykjanesskaga og var sá stærsti 2,4 að stærð.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira