„Sex stig væri frábær niðurstaða og væntanlega krafa frá þjóðinni“ Anton Ingi Leifsson skrifar 24. mars 2021 18:03 Bjarni Þór Viðarsson hefur farið á stórmót með U21 árs landsliðinu. Bjarni Þór Viðarsson, fyrrum atvinnumaður og landsliðsmaður, segir að íslenska U21 árs landsliðið eigi að njóta mótsins í Ungverjalandi og að krafan sé sett á sex stig í A-landsliðsglugganum sem framundan er. Íslenska U21 landsliðið spilar á morgun sinn fyrsta leik á EM í Ungverjalandi er liðið mætir Rússum. Einnig í riðlinum eru Frakkar og Danir en Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Bjarna Þór í dag. Bjarni var einmitt fyrirliði Íslands síðast er liðið komst á EM U21, árið 2011, en þá fór mótið fram í Danmörku. „Þetta er mjög góð tilfinning. Þetta er mjög stórt og frábært að vera komnir þangað,“ sagði Bjarni og hélt áfram: „Það gekk mjög vel í undankeppninni en þetta er stórt þó að það séu engar áhorfendur. Væntanlega flest félög Evrópu eru að fylgjast með leikmönnum.“ Aðspurður hvort að það sé stress hjá íslensku strákunum segir Bjarni. „Ég held að það sé alltaf stress, í svona keppni og gegn svona stórum þjóðum, en þetta er líka spurning um að njóta og slaka aðeins á.“ „Þetta er risa svið og mörg félög að fylgjast með. Mín ráð eru að einbeita sér að þessu, hjálpa hvor öðrum í leikjunum og svo kemur hitt.“ „Ef eitthvað lið hefur áhuga á þér þá kemur það en ég held að þetta verði flott hjá þeim. Að geta komist áfram og spila aftur í sumar haldi þeim gangandi.“ Eins og áður segir leiddi Bjarni íslenska liðið út á stóra sviðið í Danmörku árið 2011 en hann segir að nú sé staðan öðruvísi. „Þetta var geggjað í Danmörku. Það var fullt af áhorfendum, fullt af Íslendingum og þetta var ógleymanlegt. Nú eru ekki áhorfendur en þetta er spenna og stórt.“ „Þeir eru allir að koma inn í þetta ferskir og í formi. Á þessum tímapunkti vorum við að koma heim í sumarfrí og vorum stopp svo þetta var erfitt fyrir Tómas Inga [Tómasson] og Jolla [Eyjólf Sverrisson, þjálfara].“ Bjarni segir að skipulagið geti skilað íslenska liðinu langt. „Ég fylgdist með flestum leikjunum í undankeppninni. Þeir voru agaðir og spiluðu vel. Ef þeir halda því áfram þá eru þeir í góðum möguleika. Við erum að fara mæta stórþjóðum en ef þú fylgir ákveðnum aga og leikskipulagi í fótbolta er allt hægt.“ Bróðir Bjarna, Arnar Þór Viðarsson, er tekinn við A-landsliðinu og Bjarni mun fylgjast vel með leik liðsins gegn Þýskalandi annað kvöld. „Það er spennandi. Það er búið að fjalla vel um liðin og það eru ný þjálfarateymi og áherslubreytingar. Ég held að það verði gaman að sjá hvernig þeir kljást við Þjóðverjanna,“ en hvaða kröfur gerir hann í fyrstu þremur leikjum Íslands? „Sex stig væri frábær niðurstaða og væntanlega krafa frá þjóðinni,“ sagði Bjarni. Klippa: Sportpakkinn - Bjarni Þór um EM U21 EM U21 í fótbolta 2021 HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Aron glotti og rifjaði upp rauða spjaldið en Davíð segir spennustigið á góðu róli „Þetta eru miklir fagmenn,“ segir Davíð Snorri Jónasson um lærisveina sína í U21-landsliðinu sem leika sinn fyrsta leik á EM á í Ungverjalandi á morgun. 24. mars 2021 16:00 Framtíðarstjörnurnar í U-21 árs landsliðinu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri hefur leik á EM á fimmtudaginn. Í gær fór Vísir yfir fimm burðarstólpa liðsins og í dag fjöllum við um fimm framtíðarstjörnur liðsins. 24. mars 2021 11:00 Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Sjá meira
Íslenska U21 landsliðið spilar á morgun sinn fyrsta leik á EM í Ungverjalandi er liðið mætir Rússum. Einnig í riðlinum eru Frakkar og Danir en Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Bjarna Þór í dag. Bjarni var einmitt fyrirliði Íslands síðast er liðið komst á EM U21, árið 2011, en þá fór mótið fram í Danmörku. „Þetta er mjög góð tilfinning. Þetta er mjög stórt og frábært að vera komnir þangað,“ sagði Bjarni og hélt áfram: „Það gekk mjög vel í undankeppninni en þetta er stórt þó að það séu engar áhorfendur. Væntanlega flest félög Evrópu eru að fylgjast með leikmönnum.“ Aðspurður hvort að það sé stress hjá íslensku strákunum segir Bjarni. „Ég held að það sé alltaf stress, í svona keppni og gegn svona stórum þjóðum, en þetta er líka spurning um að njóta og slaka aðeins á.“ „Þetta er risa svið og mörg félög að fylgjast með. Mín ráð eru að einbeita sér að þessu, hjálpa hvor öðrum í leikjunum og svo kemur hitt.“ „Ef eitthvað lið hefur áhuga á þér þá kemur það en ég held að þetta verði flott hjá þeim. Að geta komist áfram og spila aftur í sumar haldi þeim gangandi.“ Eins og áður segir leiddi Bjarni íslenska liðið út á stóra sviðið í Danmörku árið 2011 en hann segir að nú sé staðan öðruvísi. „Þetta var geggjað í Danmörku. Það var fullt af áhorfendum, fullt af Íslendingum og þetta var ógleymanlegt. Nú eru ekki áhorfendur en þetta er spenna og stórt.“ „Þeir eru allir að koma inn í þetta ferskir og í formi. Á þessum tímapunkti vorum við að koma heim í sumarfrí og vorum stopp svo þetta var erfitt fyrir Tómas Inga [Tómasson] og Jolla [Eyjólf Sverrisson, þjálfara].“ Bjarni segir að skipulagið geti skilað íslenska liðinu langt. „Ég fylgdist með flestum leikjunum í undankeppninni. Þeir voru agaðir og spiluðu vel. Ef þeir halda því áfram þá eru þeir í góðum möguleika. Við erum að fara mæta stórþjóðum en ef þú fylgir ákveðnum aga og leikskipulagi í fótbolta er allt hægt.“ Bróðir Bjarna, Arnar Þór Viðarsson, er tekinn við A-landsliðinu og Bjarni mun fylgjast vel með leik liðsins gegn Þýskalandi annað kvöld. „Það er spennandi. Það er búið að fjalla vel um liðin og það eru ný þjálfarateymi og áherslubreytingar. Ég held að það verði gaman að sjá hvernig þeir kljást við Þjóðverjanna,“ en hvaða kröfur gerir hann í fyrstu þremur leikjum Íslands? „Sex stig væri frábær niðurstaða og væntanlega krafa frá þjóðinni,“ sagði Bjarni. Klippa: Sportpakkinn - Bjarni Þór um EM U21
EM U21 í fótbolta 2021 HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Aron glotti og rifjaði upp rauða spjaldið en Davíð segir spennustigið á góðu róli „Þetta eru miklir fagmenn,“ segir Davíð Snorri Jónasson um lærisveina sína í U21-landsliðinu sem leika sinn fyrsta leik á EM á í Ungverjalandi á morgun. 24. mars 2021 16:00 Framtíðarstjörnurnar í U-21 árs landsliðinu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri hefur leik á EM á fimmtudaginn. Í gær fór Vísir yfir fimm burðarstólpa liðsins og í dag fjöllum við um fimm framtíðarstjörnur liðsins. 24. mars 2021 11:00 Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Sjá meira
Aron glotti og rifjaði upp rauða spjaldið en Davíð segir spennustigið á góðu róli „Þetta eru miklir fagmenn,“ segir Davíð Snorri Jónasson um lærisveina sína í U21-landsliðinu sem leika sinn fyrsta leik á EM á í Ungverjalandi á morgun. 24. mars 2021 16:00
Framtíðarstjörnurnar í U-21 árs landsliðinu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri hefur leik á EM á fimmtudaginn. Í gær fór Vísir yfir fimm burðarstólpa liðsins og í dag fjöllum við um fimm framtíðarstjörnur liðsins. 24. mars 2021 11:00