UEFA hvetur fólk til að fylgjast með Ísak afmælisstrák Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2021 17:01 Ísak Bergmann Jóhannesson lék sinn fyrsta A-landsleik í nóvember. Getty/Ian Walton Ísak Bergmann Jóhannesson er einn þeirra sem fólk ætti að fylgjast sérstaklega með á EM U21-landsliða í fótbolta sem hefst á morgun. Þetta er mat sérfræðinga knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Á vef sambandsins er í dag bent á einn leikmann í hverju af liðunum 16 á EM, sem vert er að fylgjast með. Ísak er þar fulltrúi Íslands. Ísak fagnar 18 ára afmæli í dag. Í umsögn UEFA segir: „Miðjumaðurinn Ísak hefur vakið rosalega athygli með frábærri framgöngu sinni í Svíþjóð. Frammistöður hans hafa verið svo góðar að hann er sagður hafa vakið athygli útsendara frá félögum á borð við Inter, Juventus og Manchester United.“ Ísak Bergmann Jóhannesson er afmælisbarn dagsins, en hann fagnar 18 ára afmæli sínu í dag! Happy 18th birthday to Ísak Bergmann Jóhannesson!#fyririsland pic.twitter.com/G74q8W4ujl— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 23, 2021 Ísak, sem er Skagamaður, lék fjóra leiki með U21-landsliðinu í undankeppni EM. Hann lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Englandi á Wembley í nóvember síðastliðnum. Á síðasta ári skoraði hann þrjú mörk og átti níu stoðsendingar fyrir Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni. Þeir leikmenn sem UEFA mælir með því að fólk fylgist með í riðli Íslands eru annars Frakkinn Amine Gouiri, Daninn Oliver Christensen og Rússinn Fedor Chalov. Ísland mætir Rússlandi á fimmtudaginn, Danmörku næsta sunnudag og loks Frakklandi á miðvikudaginn í næstu viku. Tvö efstu liðin komast áfram í átta liða úrslit. Markakóngur í Rússlandi og Gammurinn frá Kerteminde Chalov er 22 ára en hefur þegar spilað fimm ár með CSKA Moskvu, þar sem hann er liðsfélagi Arnórs Sigurðssonar og Harðar Björgvins Magnússonar. Hann varð markakóngur rússnesku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2018-19 með 15 mörk. Christensen er einnig 22 ára gamall, markvörður OB í Danmörku. „Gammurinn frá Kerteminde,“ eins og hann er kallaður, fyllti í skarðið fyrir Kasper Schmeichel í sínum fyrsta A-landsleik síðasta haust. Hann varði mark U21-landsliðsins í öllum tíu leikjunum í undankeppni EM en Danir unnu átta leikjanna og gerðu tvö jafntefli. Gouiri var keyptur til Nice frá Lyon síðasta sumar. Hann er framherji og hefur skorað reglulega í efstu deild Frakklands og í Evrópudeildinni. „Gouiri er metnaðarfullur og hefur það sem þarf til að ná langt,“ sagði Patrick Vieira, fyrrverandi stjóri Nice. EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Sjá meira
Þetta er mat sérfræðinga knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Á vef sambandsins er í dag bent á einn leikmann í hverju af liðunum 16 á EM, sem vert er að fylgjast með. Ísak er þar fulltrúi Íslands. Ísak fagnar 18 ára afmæli í dag. Í umsögn UEFA segir: „Miðjumaðurinn Ísak hefur vakið rosalega athygli með frábærri framgöngu sinni í Svíþjóð. Frammistöður hans hafa verið svo góðar að hann er sagður hafa vakið athygli útsendara frá félögum á borð við Inter, Juventus og Manchester United.“ Ísak Bergmann Jóhannesson er afmælisbarn dagsins, en hann fagnar 18 ára afmæli sínu í dag! Happy 18th birthday to Ísak Bergmann Jóhannesson!#fyririsland pic.twitter.com/G74q8W4ujl— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 23, 2021 Ísak, sem er Skagamaður, lék fjóra leiki með U21-landsliðinu í undankeppni EM. Hann lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Englandi á Wembley í nóvember síðastliðnum. Á síðasta ári skoraði hann þrjú mörk og átti níu stoðsendingar fyrir Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni. Þeir leikmenn sem UEFA mælir með því að fólk fylgist með í riðli Íslands eru annars Frakkinn Amine Gouiri, Daninn Oliver Christensen og Rússinn Fedor Chalov. Ísland mætir Rússlandi á fimmtudaginn, Danmörku næsta sunnudag og loks Frakklandi á miðvikudaginn í næstu viku. Tvö efstu liðin komast áfram í átta liða úrslit. Markakóngur í Rússlandi og Gammurinn frá Kerteminde Chalov er 22 ára en hefur þegar spilað fimm ár með CSKA Moskvu, þar sem hann er liðsfélagi Arnórs Sigurðssonar og Harðar Björgvins Magnússonar. Hann varð markakóngur rússnesku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2018-19 með 15 mörk. Christensen er einnig 22 ára gamall, markvörður OB í Danmörku. „Gammurinn frá Kerteminde,“ eins og hann er kallaður, fyllti í skarðið fyrir Kasper Schmeichel í sínum fyrsta A-landsleik síðasta haust. Hann varði mark U21-landsliðsins í öllum tíu leikjunum í undankeppni EM en Danir unnu átta leikjanna og gerðu tvö jafntefli. Gouiri var keyptur til Nice frá Lyon síðasta sumar. Hann er framherji og hefur skorað reglulega í efstu deild Frakklands og í Evrópudeildinni. „Gouiri er metnaðarfullur og hefur það sem þarf til að ná langt,“ sagði Patrick Vieira, fyrrverandi stjóri Nice.
EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn