Vilja að dómurinn í draugamarksmálinu verði ógildur og nýir dómarar taki það fyrir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. mars 2021 11:47 KA/Þór er með eins stigs forskot á toppi Olís-deildar kvenna. vísir/hag KA/Þór hefur óskað eftir því að dómur áfrýjunardómstóls HSÍ vegna leiks liðsins gegn Stjörnunni í Olís-deild kvenna verði ógildur. KA/Þór furðar sig jafnframt á vinnubrögðum áfrýjunardómstólsins og skrifstofu HSÍ. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá KA/Þór. Í síðustu viku breytti áfrýjunardómstóllinn niðurstöðu dómstóls HSÍ og komst að þeirri niðurstöðu að úrslit leiks Stjörnunnar og KA/Þór skyldu ógild og liðin þyrftu að mætast á ný. KA/Þór vann leik liðanna í Olís-deild kvenna, 26-27, þann 13. febrúar en eitt marka liðsins var oftalið. Eins og fram kom í viðtali við Sævar Pétursson, framkvæmdastjóra KA, á Vísi á föstudaginn eru forráðamenn KA/Þór afar ósáttir við vinnubrögð HSÍ í umræddu máli og segjast ekki hafa verið meðvitaðir um að málinu hefði verið áfrýjað og hefðu því ekki fengið tækifæri til að grípa til varnar í því. „Við erum eiginlega orðlaus yfir þessu og sérstaklega málsmeðferðinni sem er ótrúleg í alla staði. Það gleymist að tilkynna okkur um að málinu hafi verið áfrýjað og það hafi verið tekið fyrir hjá áfrýjunardómstólnum. Allar málsmeðferðarreglur sem þekkjast í íslensku réttarfarsríki voru brotnar,“ sagði Sævar meðal annars í viðtalinu. Í fréttatilkynningu KA/Þórs kemur fram að félagið óski eftir því dómur áfrýjunardómstólsins verði ógildur og málið tekið fyrir aftur, þó ekki af þeim sem sitji í áfrýjunardómstólnum því þeir séu vanhæfir. „KA/Þór hefur nú þegar óskað eftir því að dómur áfrýjunardómstóls HSÍ verði ógiltur eða endurupptekinn. Liggur í augum uppi að mati KA/Þór að þeir dómarar áfrýjunardómstólsins sem komist hafa niðurstöðu og opinberað hana, án þess að gefa KA/Þór færi á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri, teljist vanhæfir til að fjalla um málið að nýju,“ segir í fréttatilkynningunni. Þar segir einnig að KA/Þór sé tilbúið að fara með málið lengra þar sem öll félög innan íþróttahreyfingarinnar eigi að standa jöfnum fæti fyrir dómstólum sinna sérsambanda. Fréttatilkynning KA/Þórs KA/Þór vill koma eftirfarandi á framfæri vegna dóms í máli nr. 1/2021 í áfrýjunardómstól HSÍ: KA/Þór lýsir yfir furðu sinni með vinnubrögð áfrýjunardómstóls HSÍ og skrifstofu HSÍ. Forsvarsmönnum KA/Þór var aldrei tilkynnt um að Stjarnan hefði áfrýjað dómi dómstóls HSÍ sem féll í málinu þann 1. mars 2021 og hvað þá heldur að áfrýjunardómstóll HSÍ væri að taka málið fyrir. Barst KA/Þór fyrst vitneskja um málið eftir að dómur var fallinn. Augljóst er að ekkert félag innan íþróttahreyfingarinnar getur búið við það að fá ekki að taka til varnar í máli sem að því snýr. Rétt er að benda á að vegna málsmeðferðarreglna HSÍ er KA/Þór varnaraðili í málinu, þrátt fyrir að Stjarnan kæri framkvæmd leiksins, framkvæmd sem sama félag bar ábyrgð á. KA/Þór hefur nú þegar óskað eftir því að dómur áfrýjunardómstóls HSÍ verði ógiltur eða endurupptekinn. Liggur í augum uppi að mati KA/Þór að þeir dómarar áfrýjunardómstólsins sem komist hafa niðurstöðu og opinberað hana, án þess að gefa KA/Þór færi á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri, teljist vanhæfir til að fjalla um málið að nýju. Er KA/Þór enn fremur reiðubúið að fara með málið lengra enda eiga öll félög innan íþróttahreyfingarinnar að standa jöfnum fæti fyrir dómstólum sinna sérsambanda. Ljóst er að endanleg niðurstaða þessa máls mun hafa mikil áhrif á lokaniðurstöðu Olís-deildar kvenna. Það er krafa KA/Þórs að framhald málsins verði unnið fljótt og örugglega þannig að það komi ekki til með að hafa áhrif á áðurnefnda lokaniðurstöðu mótsins eða önnur og bein áhrif á úrslitakeppnina í Olís-deild kvenna. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Stjarnan Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Í síðustu viku breytti áfrýjunardómstóllinn niðurstöðu dómstóls HSÍ og komst að þeirri niðurstöðu að úrslit leiks Stjörnunnar og KA/Þór skyldu ógild og liðin þyrftu að mætast á ný. KA/Þór vann leik liðanna í Olís-deild kvenna, 26-27, þann 13. febrúar en eitt marka liðsins var oftalið. Eins og fram kom í viðtali við Sævar Pétursson, framkvæmdastjóra KA, á Vísi á föstudaginn eru forráðamenn KA/Þór afar ósáttir við vinnubrögð HSÍ í umræddu máli og segjast ekki hafa verið meðvitaðir um að málinu hefði verið áfrýjað og hefðu því ekki fengið tækifæri til að grípa til varnar í því. „Við erum eiginlega orðlaus yfir þessu og sérstaklega málsmeðferðinni sem er ótrúleg í alla staði. Það gleymist að tilkynna okkur um að málinu hafi verið áfrýjað og það hafi verið tekið fyrir hjá áfrýjunardómstólnum. Allar málsmeðferðarreglur sem þekkjast í íslensku réttarfarsríki voru brotnar,“ sagði Sævar meðal annars í viðtalinu. Í fréttatilkynningu KA/Þórs kemur fram að félagið óski eftir því dómur áfrýjunardómstólsins verði ógildur og málið tekið fyrir aftur, þó ekki af þeim sem sitji í áfrýjunardómstólnum því þeir séu vanhæfir. „KA/Þór hefur nú þegar óskað eftir því að dómur áfrýjunardómstóls HSÍ verði ógiltur eða endurupptekinn. Liggur í augum uppi að mati KA/Þór að þeir dómarar áfrýjunardómstólsins sem komist hafa niðurstöðu og opinberað hana, án þess að gefa KA/Þór færi á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri, teljist vanhæfir til að fjalla um málið að nýju,“ segir í fréttatilkynningunni. Þar segir einnig að KA/Þór sé tilbúið að fara með málið lengra þar sem öll félög innan íþróttahreyfingarinnar eigi að standa jöfnum fæti fyrir dómstólum sinna sérsambanda. Fréttatilkynning KA/Þórs KA/Þór vill koma eftirfarandi á framfæri vegna dóms í máli nr. 1/2021 í áfrýjunardómstól HSÍ: KA/Þór lýsir yfir furðu sinni með vinnubrögð áfrýjunardómstóls HSÍ og skrifstofu HSÍ. Forsvarsmönnum KA/Þór var aldrei tilkynnt um að Stjarnan hefði áfrýjað dómi dómstóls HSÍ sem féll í málinu þann 1. mars 2021 og hvað þá heldur að áfrýjunardómstóll HSÍ væri að taka málið fyrir. Barst KA/Þór fyrst vitneskja um málið eftir að dómur var fallinn. Augljóst er að ekkert félag innan íþróttahreyfingarinnar getur búið við það að fá ekki að taka til varnar í máli sem að því snýr. Rétt er að benda á að vegna málsmeðferðarreglna HSÍ er KA/Þór varnaraðili í málinu, þrátt fyrir að Stjarnan kæri framkvæmd leiksins, framkvæmd sem sama félag bar ábyrgð á. KA/Þór hefur nú þegar óskað eftir því að dómur áfrýjunardómstóls HSÍ verði ógiltur eða endurupptekinn. Liggur í augum uppi að mati KA/Þór að þeir dómarar áfrýjunardómstólsins sem komist hafa niðurstöðu og opinberað hana, án þess að gefa KA/Þór færi á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri, teljist vanhæfir til að fjalla um málið að nýju. Er KA/Þór enn fremur reiðubúið að fara með málið lengra enda eiga öll félög innan íþróttahreyfingarinnar að standa jöfnum fæti fyrir dómstólum sinna sérsambanda. Ljóst er að endanleg niðurstaða þessa máls mun hafa mikil áhrif á lokaniðurstöðu Olís-deildar kvenna. Það er krafa KA/Þórs að framhald málsins verði unnið fljótt og örugglega þannig að það komi ekki til með að hafa áhrif á áðurnefnda lokaniðurstöðu mótsins eða önnur og bein áhrif á úrslitakeppnina í Olís-deild kvenna.
KA/Þór vill koma eftirfarandi á framfæri vegna dóms í máli nr. 1/2021 í áfrýjunardómstól HSÍ: KA/Þór lýsir yfir furðu sinni með vinnubrögð áfrýjunardómstóls HSÍ og skrifstofu HSÍ. Forsvarsmönnum KA/Þór var aldrei tilkynnt um að Stjarnan hefði áfrýjað dómi dómstóls HSÍ sem féll í málinu þann 1. mars 2021 og hvað þá heldur að áfrýjunardómstóll HSÍ væri að taka málið fyrir. Barst KA/Þór fyrst vitneskja um málið eftir að dómur var fallinn. Augljóst er að ekkert félag innan íþróttahreyfingarinnar getur búið við það að fá ekki að taka til varnar í máli sem að því snýr. Rétt er að benda á að vegna málsmeðferðarreglna HSÍ er KA/Þór varnaraðili í málinu, þrátt fyrir að Stjarnan kæri framkvæmd leiksins, framkvæmd sem sama félag bar ábyrgð á. KA/Þór hefur nú þegar óskað eftir því að dómur áfrýjunardómstóls HSÍ verði ógiltur eða endurupptekinn. Liggur í augum uppi að mati KA/Þór að þeir dómarar áfrýjunardómstólsins sem komist hafa niðurstöðu og opinberað hana, án þess að gefa KA/Þór færi á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri, teljist vanhæfir til að fjalla um málið að nýju. Er KA/Þór enn fremur reiðubúið að fara með málið lengra enda eiga öll félög innan íþróttahreyfingarinnar að standa jöfnum fæti fyrir dómstólum sinna sérsambanda. Ljóst er að endanleg niðurstaða þessa máls mun hafa mikil áhrif á lokaniðurstöðu Olís-deildar kvenna. Það er krafa KA/Þórs að framhald málsins verði unnið fljótt og örugglega þannig að það komi ekki til með að hafa áhrif á áðurnefnda lokaniðurstöðu mótsins eða önnur og bein áhrif á úrslitakeppnina í Olís-deild kvenna.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Stjarnan Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira