Milljarður á ári aukalega til að ná hertum loftslagsmarkmiðum Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2021 09:22 Ríkisstjórnin vill meðal annars fjölga bændum sem taka þátt í loftslagstengdum verkefnum. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin segist ætla að verja einum milljarði króna aukalega ári í framlög til loftslagsmála næstu tíu árin til þess að mæta hertum markmiðum Íslands um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Til stendur að herða aðgerðirnar í landnotkun, landbúnaði og samgöngum. Mánuður er nú liðinn frá því að forsætisráðherra greindi frá því að íslensk stjórnvöld hefðu uppfært markmið sín um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem þeim bar að gera samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Stefnan var sett á 55% samdrátt í losun miðað við árið 1990 í samfloti við Evrópusambandið og Noreg. Líklega yrði framlag Íslands í því markmiði lægra í prósentum talið. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2026 sem var kynnt í gær er stefnt á að auka framlög til loftslagsmála um einn milljarð á ári frá árinu 2022. Ríkisstjórnin segir að ráðgert sé að þrettán milljarðar renni til málaflokksins á næsta ári og að aldrei hafi verið gert eins vel við hann áður. Kosið verður til Alþingis í haust og mun því ný ríkisstjórn leggja fram frumvarp til fjárlaga næsta árs. Í skoðanakönnunum að undanförnu hefur rúmlega helmingur svarenda sagst fylgjandi ríkisstjórninni en innan við helmingur styður samanlagt stjórnarflokkana hvern í sínu lagi. Græn endurreisn eftir faraldurinn Aðgerðirnar sem ríkisstjórnin vill ráðast í með aukinni fjárveitingu segir hún koma til viðbótar fyrri aðgerðum eða að þær séu nánari útfærsla á þeim. Þær lúti ýmist að samdrætti í losun eða kolefnisbindingu. Landnýting, landbúnaður og samgöngur eru helsta viðfangsefni aðgerðanna sem ríkisstjórnin segir að séu settar fram í fjórum meginliðum: Náttúrumiðaðar lausnir í loftslagsmálum Efling þess starfs sem þegar er unnið að í landgræðslu og skógrækt, vernd og endurheimt votlendis, m.a. í samstarfi við bændur og aðra landeigendur. Loftslagsaðgerðir í landbúnaði Loftslagsaðgerðum í landbúnaði í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum verður hraðað og þær auknar í samstarfi við bændur, einkum aðgerð E1 um loftslagsvænni landbúnað í því skyni að fjölga verulega bændum sem taka þátt í loftslagstengdum verkefnum. Aukinn stuðningur við orkuskipti Orkuskiptum í samgöngum á landi, hafi og í lofti verður hraðað. Í samgöngum á landi verður lögð áhersla á orkuskipti á sviði ferðaþjónustu og þungaflutninga. Styðja þarf við innlenda framleiðslu endurnýjanlegs eldsneytis til að mæta þörfum. Áframhaldandi stuðningur verður við orkuskipti í haftengdri starfsemi með bættum innviðum og nýrri tækni. Efling umhverfisvænni almenningssamgangna og betri innviðir fyrir virka ferðamáta Áhersla verður lögð á að efla vistvænar almenningssamgöngur með fjölgun umhverfisvænni ferðavagna og að bæta innviði fyrir virka ferðamáta, m.a. með uppsetningu hleðslustöðva. Aðgerðirnar verða unnar í samstarfi stjórnvalda og atvinnulífs og eru settar fram sem hluti af grænni endurreisn eftir kórónuveirufaraldurinn, að því er segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Áherslan er á að forgangsraða verkefnum sem stuðla að mestum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Þá verði auknum hluta framlaga til þróunarsamvinnu veitt til loftslagstengdra verkefna. Uppfært 14:45 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að fjármálaáætlunin næði til ársins 2031. Hún er fyrir árin 2022-2026. Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Telja að tekist hafi að milda efnahagskreppuna Í nýrri fjármálaáætlun fyrir 2022-2026 segir að aðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru hafi skilað miklum árangri og útlitið fram undan sé bjartara en gert var ráð fyrir í fyrra. Ráðstöfunartekjur heimilanna jukust árið 2020 og reyndist samdráttur umtalsvert minni en áætlað var. 22. mars 2021 16:49 Svona var kynning á fjármálaáætlun 2022-2026 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra boðar til fréttamannafundar klukkan 16:30 í dag. Á fundinum verður kynnt fjármálaáætlun fyrir 2022-2026. 22. mars 2021 15:55 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Mánuður er nú liðinn frá því að forsætisráðherra greindi frá því að íslensk stjórnvöld hefðu uppfært markmið sín um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem þeim bar að gera samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Stefnan var sett á 55% samdrátt í losun miðað við árið 1990 í samfloti við Evrópusambandið og Noreg. Líklega yrði framlag Íslands í því markmiði lægra í prósentum talið. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2026 sem var kynnt í gær er stefnt á að auka framlög til loftslagsmála um einn milljarð á ári frá árinu 2022. Ríkisstjórnin segir að ráðgert sé að þrettán milljarðar renni til málaflokksins á næsta ári og að aldrei hafi verið gert eins vel við hann áður. Kosið verður til Alþingis í haust og mun því ný ríkisstjórn leggja fram frumvarp til fjárlaga næsta árs. Í skoðanakönnunum að undanförnu hefur rúmlega helmingur svarenda sagst fylgjandi ríkisstjórninni en innan við helmingur styður samanlagt stjórnarflokkana hvern í sínu lagi. Græn endurreisn eftir faraldurinn Aðgerðirnar sem ríkisstjórnin vill ráðast í með aukinni fjárveitingu segir hún koma til viðbótar fyrri aðgerðum eða að þær séu nánari útfærsla á þeim. Þær lúti ýmist að samdrætti í losun eða kolefnisbindingu. Landnýting, landbúnaður og samgöngur eru helsta viðfangsefni aðgerðanna sem ríkisstjórnin segir að séu settar fram í fjórum meginliðum: Náttúrumiðaðar lausnir í loftslagsmálum Efling þess starfs sem þegar er unnið að í landgræðslu og skógrækt, vernd og endurheimt votlendis, m.a. í samstarfi við bændur og aðra landeigendur. Loftslagsaðgerðir í landbúnaði Loftslagsaðgerðum í landbúnaði í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum verður hraðað og þær auknar í samstarfi við bændur, einkum aðgerð E1 um loftslagsvænni landbúnað í því skyni að fjölga verulega bændum sem taka þátt í loftslagstengdum verkefnum. Aukinn stuðningur við orkuskipti Orkuskiptum í samgöngum á landi, hafi og í lofti verður hraðað. Í samgöngum á landi verður lögð áhersla á orkuskipti á sviði ferðaþjónustu og þungaflutninga. Styðja þarf við innlenda framleiðslu endurnýjanlegs eldsneytis til að mæta þörfum. Áframhaldandi stuðningur verður við orkuskipti í haftengdri starfsemi með bættum innviðum og nýrri tækni. Efling umhverfisvænni almenningssamgangna og betri innviðir fyrir virka ferðamáta Áhersla verður lögð á að efla vistvænar almenningssamgöngur með fjölgun umhverfisvænni ferðavagna og að bæta innviði fyrir virka ferðamáta, m.a. með uppsetningu hleðslustöðva. Aðgerðirnar verða unnar í samstarfi stjórnvalda og atvinnulífs og eru settar fram sem hluti af grænni endurreisn eftir kórónuveirufaraldurinn, að því er segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Áherslan er á að forgangsraða verkefnum sem stuðla að mestum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Þá verði auknum hluta framlaga til þróunarsamvinnu veitt til loftslagstengdra verkefna. Uppfært 14:45 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að fjármálaáætlunin næði til ársins 2031. Hún er fyrir árin 2022-2026.
Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Telja að tekist hafi að milda efnahagskreppuna Í nýrri fjármálaáætlun fyrir 2022-2026 segir að aðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru hafi skilað miklum árangri og útlitið fram undan sé bjartara en gert var ráð fyrir í fyrra. Ráðstöfunartekjur heimilanna jukust árið 2020 og reyndist samdráttur umtalsvert minni en áætlað var. 22. mars 2021 16:49 Svona var kynning á fjármálaáætlun 2022-2026 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra boðar til fréttamannafundar klukkan 16:30 í dag. Á fundinum verður kynnt fjármálaáætlun fyrir 2022-2026. 22. mars 2021 15:55 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Telja að tekist hafi að milda efnahagskreppuna Í nýrri fjármálaáætlun fyrir 2022-2026 segir að aðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru hafi skilað miklum árangri og útlitið fram undan sé bjartara en gert var ráð fyrir í fyrra. Ráðstöfunartekjur heimilanna jukust árið 2020 og reyndist samdráttur umtalsvert minni en áætlað var. 22. mars 2021 16:49
Svona var kynning á fjármálaáætlun 2022-2026 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra boðar til fréttamannafundar klukkan 16:30 í dag. Á fundinum verður kynnt fjármálaáætlun fyrir 2022-2026. 22. mars 2021 15:55