Fjórðu kosningarnar á tveimur árum Atli Ísleifsson skrifar 23. mars 2021 07:56 Almennt er litið á kosningarnar í dag sem þjóðaratkvæðagreiðslu um ísraelska forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú. AP Þingkosningar fara fram í Ísrael í dag – þær fjórðu á tveimur árum. Almennt er litið á kosningar sem þjóðaratkvæðagreiðslu um forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú. Engin skýr niðurstaða fékkst í hinum þremur þingkosningunum, en þjóðstjórnin sem mynduð var til að leysa hnútinn eftir kosningarnar í mars 2020 riðaði til falls í desember síðastliðinn. Skoðanakannanir benda til að sama staða kunni að koma upp á ný að loknum þessum kosningum. Kosningarnar nú fara fram á sama tíma og verið er að losa um samkomutakmarkanir í landinu og tveimur vikum áður en réttarhöld í spillingarmáli Netanjahús hefjast. Forsætisráðherrann hefur verið ákærður um mútuþægni, fjársvik og umboðssvik. Hann neitar sök í málinu sem hann segir það eiga sér pólitískar rætur. Deilt um viðbrögð við faraldrinum Andstæðingar Netanjahús hafa sakað hann um að slæma stjórn þegar kemur að viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum, en framan var staðan í landinu sérstaklega slæm í samanburði við mörg önnur ríki. Ísraelskt samfélag hefur hins vegar opnast að stórum hluta á ný á síðustu vikum og hefur innanlandssmitum fækkað umtalsvert. Þá hefur Netanjahú bent á góðan árangur þegar kemur að bólusetningum, en þær hafa gengið mun hraðar fyrir sig í Ísrael en víða annars staðar. Þannig hefur nú rúmlega helmingur Ísraela nú fengið að minnsta kosti eina sprautu af bóluefni. Andstæðingar forsætisráðherrann hafa sömuleiðis ítrekað bent á gríðarleg pólitísk ítök Netanjahús í landinu og segja ljóst að löngu sé kominn tími á nýjan mann í brúnni. Netanjahú hefur stýrt landinu samfellt frá árinu 2009, en auk þess gegndi hann embættinu í þrjú ár á tíunda áratugnum. Likud líklega stærstur Líklegt þykir að Likud-flokkur Netanjahús muni fá flest sæti á þingi, en þó eiga langt í land með að ná meirihluta. Þannig benda kannanir til þess að aðrir hægriflokkar gætu átt í vandræðum með að ná þeim fjölda þingsæta sem upp á vantar til að tryggja áframhaldandi völd Netanjahús. Þó að líklegast þyki að vinstri flokkarnir nái meirihluta er alls óvíst hvort að þeim takist að ná saman um stjórn vegna innbyrðis deilna. Ísrael Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Engin skýr niðurstaða fékkst í hinum þremur þingkosningunum, en þjóðstjórnin sem mynduð var til að leysa hnútinn eftir kosningarnar í mars 2020 riðaði til falls í desember síðastliðinn. Skoðanakannanir benda til að sama staða kunni að koma upp á ný að loknum þessum kosningum. Kosningarnar nú fara fram á sama tíma og verið er að losa um samkomutakmarkanir í landinu og tveimur vikum áður en réttarhöld í spillingarmáli Netanjahús hefjast. Forsætisráðherrann hefur verið ákærður um mútuþægni, fjársvik og umboðssvik. Hann neitar sök í málinu sem hann segir það eiga sér pólitískar rætur. Deilt um viðbrögð við faraldrinum Andstæðingar Netanjahús hafa sakað hann um að slæma stjórn þegar kemur að viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum, en framan var staðan í landinu sérstaklega slæm í samanburði við mörg önnur ríki. Ísraelskt samfélag hefur hins vegar opnast að stórum hluta á ný á síðustu vikum og hefur innanlandssmitum fækkað umtalsvert. Þá hefur Netanjahú bent á góðan árangur þegar kemur að bólusetningum, en þær hafa gengið mun hraðar fyrir sig í Ísrael en víða annars staðar. Þannig hefur nú rúmlega helmingur Ísraela nú fengið að minnsta kosti eina sprautu af bóluefni. Andstæðingar forsætisráðherrann hafa sömuleiðis ítrekað bent á gríðarleg pólitísk ítök Netanjahús í landinu og segja ljóst að löngu sé kominn tími á nýjan mann í brúnni. Netanjahú hefur stýrt landinu samfellt frá árinu 2009, en auk þess gegndi hann embættinu í þrjú ár á tíunda áratugnum. Likud líklega stærstur Líklegt þykir að Likud-flokkur Netanjahús muni fá flest sæti á þingi, en þó eiga langt í land með að ná meirihluta. Þannig benda kannanir til þess að aðrir hægriflokkar gætu átt í vandræðum með að ná þeim fjölda þingsæta sem upp á vantar til að tryggja áframhaldandi völd Netanjahús. Þó að líklegast þyki að vinstri flokkarnir nái meirihluta er alls óvíst hvort að þeim takist að ná saman um stjórn vegna innbyrðis deilna.
Ísrael Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent