Kynnti langtímaáætlun um tilslakanir næstu tvo mánuði Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. mars 2021 23:59 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. Vísir/GEtty Dönsk stjórnvöld komust í kvöld að samkomulagi um að danskt samfélag skuli verða opið að mestu þegar allir 50 ára og eldri hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni. Þá var kynnt ítarleg langtímaáætlun um tilslakanir á sóttvarnareglum næstu tvo mánuði. Mette Frederiksen kynnti áætlunina á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í kvöld. Þverpólitísk sátt er um aðgerðirnar en allir flokkar á danska þinginu fyrir utan einn, Nye Borgerlige, standa að baki samkomulaginu. Þá er áætlunin háð því að vel gangi í faraldrinum og smitum haldi áfram að fækka, að því er segir í frétt danska ríkissjónvarpsins DR. Þá var jafnframt boðuð notkun á svokölluðum „kórónupassa,“ sem nálgast má í smáforriti heilbrigðisyfirvalda. Tilslakanirnar næstu mánuði eru margar háðar framvísun á þessum kórónuveirupassa, sem staðfestir ýmist bólusetningu, neikvæða niðurstöðu úr Covid-prófi eða mótefni hjá þeim sem honum framvísar. Aftur í skólann og klippingu Tilslakanirnar munu taka gildi með tveggja vikna millibili. Strax eftir páska, 6. apríl, munu börn og unglingar snúa aftur í skóla aðra hverja viku. Hið sama gildir um önnur skólastig. Sama dag verður starfsemi á borð við hárgreiðslustofur og nuddara leyft að opna á ný. Þá er stefnt að því að hægt verði að opna verslanir og verslunarmiðstöðvar, hvar gólfflötur er minni en 15 þúsund fermetrar, 13. apríl. Þetta mun þó ekki gilda á svæðum þar sem nýgengi smita er hátt, að því er segir í frétt DR. Áfram einhverjar takmarkanir Aðrar verslanir og verslunarmiðstöðvar munu fá að opna 21. apríl. Sama dag er stefnt að því að veitingastaðir og kaffihús geti byrjað að þjónusta gesti utandyra á ný, auk þess sem söfn og bókasöfn verða opnuð. Íþróttir barna og unglina verða einnig leyfðar innandyra 21. apríl. Tveimur vikum síðar, 6. maí, er stefnt að því að hægt verði að snæða innandyra á veitingastöðum, auk þess sem boðað er að leikhús og kvikmyndahús verði opnuð. Þá verði fullorðnum jafnframt heimilt að stunda íþróttir innandyra. 21. maí verði svo aðrar íþróttir og tómstundir leyfðar. Stjórnvöld vonast þannig til að danskt samfélag að mestu opið eftir tvo mánuði. Áfram er þó búist við að fjölda- og ferðatakmarkanir verði í gildi, auk grímuskyldu og fjarlægðarmarka. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Mette Frederiksen kynnti áætlunina á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í kvöld. Þverpólitísk sátt er um aðgerðirnar en allir flokkar á danska þinginu fyrir utan einn, Nye Borgerlige, standa að baki samkomulaginu. Þá er áætlunin háð því að vel gangi í faraldrinum og smitum haldi áfram að fækka, að því er segir í frétt danska ríkissjónvarpsins DR. Þá var jafnframt boðuð notkun á svokölluðum „kórónupassa,“ sem nálgast má í smáforriti heilbrigðisyfirvalda. Tilslakanirnar næstu mánuði eru margar háðar framvísun á þessum kórónuveirupassa, sem staðfestir ýmist bólusetningu, neikvæða niðurstöðu úr Covid-prófi eða mótefni hjá þeim sem honum framvísar. Aftur í skólann og klippingu Tilslakanirnar munu taka gildi með tveggja vikna millibili. Strax eftir páska, 6. apríl, munu börn og unglingar snúa aftur í skóla aðra hverja viku. Hið sama gildir um önnur skólastig. Sama dag verður starfsemi á borð við hárgreiðslustofur og nuddara leyft að opna á ný. Þá er stefnt að því að hægt verði að opna verslanir og verslunarmiðstöðvar, hvar gólfflötur er minni en 15 þúsund fermetrar, 13. apríl. Þetta mun þó ekki gilda á svæðum þar sem nýgengi smita er hátt, að því er segir í frétt DR. Áfram einhverjar takmarkanir Aðrar verslanir og verslunarmiðstöðvar munu fá að opna 21. apríl. Sama dag er stefnt að því að veitingastaðir og kaffihús geti byrjað að þjónusta gesti utandyra á ný, auk þess sem söfn og bókasöfn verða opnuð. Íþróttir barna og unglina verða einnig leyfðar innandyra 21. apríl. Tveimur vikum síðar, 6. maí, er stefnt að því að hægt verði að snæða innandyra á veitingastöðum, auk þess sem boðað er að leikhús og kvikmyndahús verði opnuð. Þá verði fullorðnum jafnframt heimilt að stunda íþróttir innandyra. 21. maí verði svo aðrar íþróttir og tómstundir leyfðar. Stjórnvöld vonast þannig til að danskt samfélag að mestu opið eftir tvo mánuði. Áfram er þó búist við að fjölda- og ferðatakmarkanir verði í gildi, auk grímuskyldu og fjarlægðarmarka.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira