Spá 700 þúsund ferðamönnum í ár Sylvía Hall skrifar 22. mars 2021 20:54 Spáin byggir á því að nýjum smitum fækki samhliða bólusetningum. Vísir/Vilhelm Þjóðhagsspá sem kom út í dag samhliða útgáfu fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar spáir um 700 þúsund ferðamönnum hingað til lands í ár. Fjármálaráðherra segir bólusetningar þar lykilatriði og að gangur þeirra muni skera úr um hvort spárnar rætist. Ferðamönnum fækkaði um 76 prósent á síðasta ári og fóru úr tæpum tveimur milljónum árið 2019 niður í tæplega hálfa milljón í fyrra. Að því er fram kemur í þjóðhagsspá hafa horfur fyrir árið í ár versnað frá síðustu spá en þó er búist við um 700 þúsund ferðamönnum. „Ég held að þetta muni á endanum ráðast af nokkrum lykilþáttum. Þetta ræðst af því hversu hratt okkur tekst að bólusetja okkar landsmenn, hversu hratt öðrum þjóðum tekst að bólusetja hjá sér og hversu hratt flugleiðirnar opnast,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um spána í dag eftir að fjármálaáætlun var kynnt. Spáin byggir á því að nýjum smitum fækki samhliða bólusetningum. Óvissan er þó enn mikil og áætlað að ferðamönnum fjölgi ekki fyrr en upp úr miðju sumri. Ferðamennirnir geti orðið 1,3 milljónir á næsta ári og jafnvel fleiri ef bólusetningum miðar betur en áætlað er. Ferðaþjónustan muni svo ná fyrri styrk á árunum 2023-2024. Bjarni segist sannfærður um að ferðamenn vilji byrja að ferðast aftur á nýjan leik um leið og tækifærið gefst. Ísland standi vel hvað það varðar, enda hafi Ísland marga eftirsóknarverða kosti sem geti haft mikið aðdráttarafl. „Fólk vill fara að ferðast að nýju. Ég held meira að segja að Ísland sé með samkeppnislegt forskot í því samhengi vegna þess að við höfum upp á margt að bjóða sem kannski hefur komist enn frekar og framar í forgangsröð hjá fólki vegna veirunnar og þessa heimsfaraldurs.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telja að tekist hafi að milda efnahagskreppuna Í nýrri fjármálaáætlun fyrir 2022-2026 segir að aðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru hafi skilað miklum árangri og útlitið fram undan sé bjartara en gert var ráð fyrir í fyrra. Ráðstöfunartekjur heimilanna jukust árið 2020 og reyndist samdráttur umtalsvert minni en áætlað var. 22. mars 2021 16:49 Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Ferðamönnum fækkaði um 76 prósent á síðasta ári og fóru úr tæpum tveimur milljónum árið 2019 niður í tæplega hálfa milljón í fyrra. Að því er fram kemur í þjóðhagsspá hafa horfur fyrir árið í ár versnað frá síðustu spá en þó er búist við um 700 þúsund ferðamönnum. „Ég held að þetta muni á endanum ráðast af nokkrum lykilþáttum. Þetta ræðst af því hversu hratt okkur tekst að bólusetja okkar landsmenn, hversu hratt öðrum þjóðum tekst að bólusetja hjá sér og hversu hratt flugleiðirnar opnast,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um spána í dag eftir að fjármálaáætlun var kynnt. Spáin byggir á því að nýjum smitum fækki samhliða bólusetningum. Óvissan er þó enn mikil og áætlað að ferðamönnum fjölgi ekki fyrr en upp úr miðju sumri. Ferðamennirnir geti orðið 1,3 milljónir á næsta ári og jafnvel fleiri ef bólusetningum miðar betur en áætlað er. Ferðaþjónustan muni svo ná fyrri styrk á árunum 2023-2024. Bjarni segist sannfærður um að ferðamenn vilji byrja að ferðast aftur á nýjan leik um leið og tækifærið gefst. Ísland standi vel hvað það varðar, enda hafi Ísland marga eftirsóknarverða kosti sem geti haft mikið aðdráttarafl. „Fólk vill fara að ferðast að nýju. Ég held meira að segja að Ísland sé með samkeppnislegt forskot í því samhengi vegna þess að við höfum upp á margt að bjóða sem kannski hefur komist enn frekar og framar í forgangsröð hjá fólki vegna veirunnar og þessa heimsfaraldurs.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telja að tekist hafi að milda efnahagskreppuna Í nýrri fjármálaáætlun fyrir 2022-2026 segir að aðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru hafi skilað miklum árangri og útlitið fram undan sé bjartara en gert var ráð fyrir í fyrra. Ráðstöfunartekjur heimilanna jukust árið 2020 og reyndist samdráttur umtalsvert minni en áætlað var. 22. mars 2021 16:49 Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Telja að tekist hafi að milda efnahagskreppuna Í nýrri fjármálaáætlun fyrir 2022-2026 segir að aðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru hafi skilað miklum árangri og útlitið fram undan sé bjartara en gert var ráð fyrir í fyrra. Ráðstöfunartekjur heimilanna jukust árið 2020 og reyndist samdráttur umtalsvert minni en áætlað var. 22. mars 2021 16:49