Hefur drukkið kaffi með öllum forsetum lýðveldisins Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. mars 2021 21:21 Hin níutíu og tveggja ára prestsfrú Vigdís Jack hefur nú farið í kaffi til allra forseta lýðveldisins, eftir að Guðni Th. Jóhannesson bauð henni og fjölskyldu hennar heim í dag. Bæði sögðu þau það mikinn heiður að fá að hitta hvort annað. Sveitastelpan sem varð prestsfrú er nafn bókar Gyðu Skúladóttur sem fjallar um ævi ömmu hennar, Vigdísar Jack. Vigdís fæddist í torfbæ og hún sá bíl og rafmagnsljós í fyrsta sinn níu ára gömul og var 27 ára þegar hún fékk að búa við rennandi vatn. Guðni Th. Jóhannesson las bókina nýverið, og staldraði þar við kafla um heimsóknir Vigdísar til allra forseta lýðveldisins - nema hans. „Og ég hugsaði þá þegar með mér – úr þessu verðum við að bæta,“ sagði Guðni þegar hann hitti Vigdísi í dag. Ástæða heimsóknanna var sú að í fyrri tíð var viðhöfð sú hefð að forsetar byðu prestum og prestsfrúm til kaffisamsætis. Bæði lýstu þau þakklæti og sögðu það heiður að hafa fengið að koma saman í dag. „Ég segi frá því í bókinni að ég hefði farið í kaffi til allra forsetanna, nema Guðna, því hann er náttúrlega svo ungur og ég er orðin svo gömul,“ segir Vigdís og hlær. Hún segir eina heimsóknina standa upp úr. „Sérstaklega man ég eftir yndislegri stund. Það var messa hérna og altarisganga. Og það var sú hátíðlegasta athöfn sem ég hef verið í,“ segir hún, en sú hátíð var í forsetatíð Ásgeirs Ásgeirssonar. Vigdís Jack var til viðtals í þættinum Margra barna mæður árið 2015, líkt og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. Forseti Íslands Vigdís Finnbogadóttir Ólafur Ragnar Grímsson Sveinn Björnsson Ásgeir Ásgeirsson Kristján Eldjárn Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Sveitastelpan sem varð prestsfrú er nafn bókar Gyðu Skúladóttur sem fjallar um ævi ömmu hennar, Vigdísar Jack. Vigdís fæddist í torfbæ og hún sá bíl og rafmagnsljós í fyrsta sinn níu ára gömul og var 27 ára þegar hún fékk að búa við rennandi vatn. Guðni Th. Jóhannesson las bókina nýverið, og staldraði þar við kafla um heimsóknir Vigdísar til allra forseta lýðveldisins - nema hans. „Og ég hugsaði þá þegar með mér – úr þessu verðum við að bæta,“ sagði Guðni þegar hann hitti Vigdísi í dag. Ástæða heimsóknanna var sú að í fyrri tíð var viðhöfð sú hefð að forsetar byðu prestum og prestsfrúm til kaffisamsætis. Bæði lýstu þau þakklæti og sögðu það heiður að hafa fengið að koma saman í dag. „Ég segi frá því í bókinni að ég hefði farið í kaffi til allra forsetanna, nema Guðna, því hann er náttúrlega svo ungur og ég er orðin svo gömul,“ segir Vigdís og hlær. Hún segir eina heimsóknina standa upp úr. „Sérstaklega man ég eftir yndislegri stund. Það var messa hérna og altarisganga. Og það var sú hátíðlegasta athöfn sem ég hef verið í,“ segir hún, en sú hátíð var í forsetatíð Ásgeirs Ásgeirssonar. Vigdís Jack var til viðtals í þættinum Margra barna mæður árið 2015, líkt og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan.
Forseti Íslands Vigdís Finnbogadóttir Ólafur Ragnar Grímsson Sveinn Björnsson Ásgeir Ásgeirsson Kristján Eldjárn Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira