Ný afbrigði áhyggjuefni fyrir samfélagið Sylvía Hall skrifar 22. mars 2021 19:02 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. Lögreglan Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalann, segir álagið á spítalann hafa aukist upp á síðkastið. Til skoðunar er hvort hækka eigi viðbúnaðarstig spítalans úr óvissustigi yfir á hættustig en ný afbrigði veirunnar munu ekki hafa áhrif á verklag á spítalanum. Alls greindust 26 kórónuveirusmit frá föstudegi til sunnudags, þar af sjö innanlands. Af þeim nítján landamærasmitum sem greindust um helgina eru tíu skipverjar um borð á súrálsskipi sem lagði að bryggju á Reyðarfirði, en skipið kom frá Brasilíu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við RÚV í dag að gengið væri út frá því að um brasilíska afbrigði veirunnar væri að ræða í tilviki skipverjanna. Afbrigðið er talið meira smitandi og mögulega ónæmara fyrir bóluefnum en önnur afbrigði. Allt kapp er þó lagt á að koma í veg fyrir að smit berist út í samfélagið. „Við erum með um sextíu manns núna sem við erum að sinna á Covid-19 göngudeildinni. Við vorum komin með þrjá í innlögn á smitsjúkdómadeild okkar A7 í morgun,“ sagði Páll í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Farsóttanefnd Landspítalans fundaði í hádeginu í dag og ræddi þann möguleika að færa viðbúnaðarstig spítalans af óvissustigi yfir á hættustig, en óvissustig hefur verið frá því í nóvember. Verði spítalinn færður upp á hættustig verða breytingar gerðar á starfsemi hans til þess að auka þjónustu við Covid-sjúklinga. Páll segir spítalann viðhafa fyllstu smitgát í sinni starfsemi og verklagið muni ekki breytast. Almenningur þurfi þó að huga að smitvörnum sem aldrei fyrr. „Það er vissulega áhyggjuefni fyrir samfélagið. Varðandi Landspítala þá sýnum við fyllstu smitgát og höfum ákveðið verklag og það breytist ekki þó að um þessi afbrigði sé að ræða. Hins vegar má segja almennt um samfélagið að það er full ástæða fyrir fólk að huga sem aldrei fyrr að persónubundnum sóttvörnum.“ Viðtal við Pál í kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Alls greindust 26 kórónuveirusmit frá föstudegi til sunnudags, þar af sjö innanlands. Af þeim nítján landamærasmitum sem greindust um helgina eru tíu skipverjar um borð á súrálsskipi sem lagði að bryggju á Reyðarfirði, en skipið kom frá Brasilíu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við RÚV í dag að gengið væri út frá því að um brasilíska afbrigði veirunnar væri að ræða í tilviki skipverjanna. Afbrigðið er talið meira smitandi og mögulega ónæmara fyrir bóluefnum en önnur afbrigði. Allt kapp er þó lagt á að koma í veg fyrir að smit berist út í samfélagið. „Við erum með um sextíu manns núna sem við erum að sinna á Covid-19 göngudeildinni. Við vorum komin með þrjá í innlögn á smitsjúkdómadeild okkar A7 í morgun,“ sagði Páll í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Farsóttanefnd Landspítalans fundaði í hádeginu í dag og ræddi þann möguleika að færa viðbúnaðarstig spítalans af óvissustigi yfir á hættustig, en óvissustig hefur verið frá því í nóvember. Verði spítalinn færður upp á hættustig verða breytingar gerðar á starfsemi hans til þess að auka þjónustu við Covid-sjúklinga. Páll segir spítalann viðhafa fyllstu smitgát í sinni starfsemi og verklagið muni ekki breytast. Almenningur þurfi þó að huga að smitvörnum sem aldrei fyrr. „Það er vissulega áhyggjuefni fyrir samfélagið. Varðandi Landspítala þá sýnum við fyllstu smitgát og höfum ákveðið verklag og það breytist ekki þó að um þessi afbrigði sé að ræða. Hins vegar má segja almennt um samfélagið að það er full ástæða fyrir fólk að huga sem aldrei fyrr að persónubundnum sóttvörnum.“ Viðtal við Pál í kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira