Rannsóknir á leghálssýnum útboðsskyldar en engin útboðsvinna í gangi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. mars 2021 07:30 Kristján er fagstjóri lækninga hjá heilsugæslunni í Hamraborg og hafði umsjón með flutningi krabbameinsskimunar frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar um áramótin. Hann starfaði áður hjá Krabbameinsfélaginu hvar honum var sagt upp störfum hjá félaginu. Fulltrúar Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu funduðu með Ríkiskaupum í júní síðastliðnum vegna rannsókna á leghálssýnum. Á fundinum voru þeir upplýstir um að verkefnið væri útboðsskylt en það var metið á um 140 milljónir króna. Starfsmaður Ríkiskaupa sem sat fundinn með fulltrúum heilsugæslunnar, sagðist í samtali við Vísi fyrir helgi ekki vita til þess að unnið væri að útboðsgögnum vegna verkefnisins. Fundinn sóttu Kristján Oddsson, verkefnastjóri Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana, og Birgir Guðjónsson, deildarstjóri eigna og innkaupa, fyrir hönd heilsugæslunnar. Í fyrirspurnum Kristjáns til Landspítala, þar sem hann spurði meðal annars hvort spítalinn gæti tekið að sér rannsóknirnar, segir að 12. júní 2020 hafi heilbrigðisráðherra falið forstjóra heilsugæslunnar að þarfa- og kostnaðargreina og leita tilboða vegna rannsóknanna. Upplýsingar þar um ættu að liggja fyrir 1. október sama ár. Forstjórinn hefði falið undirrituðum, Kristjáni, að leiða það verkefni fyrir hönd heilsugæslunnar. Ræddu „möguleika og hugsanlegar útfærslur“ Í bréfum Kristjáns til Landspítalans er einnig fjallað um fundinn með Ríkiskaupum og greint frá því að kostnaður vegna rannsókna á leghálssýnum, sem var metinn á 140 milljónir króna árið 2019, væri útboðsskyldur „en gera mætti undantekningu í einhverja mánuði eftir 1. janúar 2021 vegna þess að ekki mun gefast tími til að fullbúa útboðsgögn fyrir áramót.“ Í nóvember var ekki búið að ganga frá málinu og þrátt fyrir jákvæð svör frá Landspítalanum, þar sem fulltrúar hans sögðust geta framkvæmt bæði HPV-mælingar og frumurannsóknir, var gengið til samninga við Hvidovre-sjúkrahúsið í Kaupmannahöfn eftir áramót. Vísir leitaði til Ríkiskaupa vegna málsins og fékk staðfest að fundur Kristjáns með Ríkiskaupum hefði átt sér stað 29. júní síðastliðinn. Þar voru ræddir „möguleikar og hugsanlegar útfærslur á útboðum kæmi til þess. Rætt var um mögulega útboðsskyldu og tímalengd útboðsvinnu. Jafnframt var rætt hvort og hvernig hægt væri að brúa bilið, á meðan samningslaust væri, meðan útboðsgögn væru í vinnslu,“ segir í skriflegum svörum frá Ríkiskaupum. Hægt að grípa til úrræða þegar tíminn er naumur Vísir spurði hvaða ráðleggingar Ríkiskaup veittu aðilum þegar útboð kynnu að taka lengri tíma en stofnanir hefðu til að vinna með. Svörin voru á þá leið að þá væri mögulega hægt að fara í hraðútboð eða bein samningskaup til þess að brúa bilið. „En það fer allt eftir aðstæðum og eru þær leiðir oft bundnar þröngum túlkunum og gætu þarfnast sérstakra heimilda og undanþágu.“ Í svörum Ríkiskaupa kemur fram að það sé í sjálfu sér ekki óeðlilegt að semja við aðila til bráðabirgða á meðan verið sé að vinna að útboðsgögnum, svo lengi sem innkaupin séu undir viðmiðunarfjárhæðum. Ríkiskaup eru ekki eftirlitsaðili og hafa ekki heimild til að grípa til aðgerða þegar útboðsskyldunni er ekki sinnt. Mátu kostnaðinn of mikinn Heilbrigðisráðherra sendi Landspítala fyrirspurn á dögunum um það hvort og hvernig spítalinn sæi fyrir sér að annast rannsóknir á leghálssýnum í tengslum við skimanir fyrir leghálskrabbameinum. Fyrirspurnin kom fram í framhaldi eftir að yfirmaður meinafræðadeildar Landspítalans velti því upp hvort ráðherra hefði misskilið svar Landspítalans þess efnis hvort spítalinn gæti tekið skimanir að sér. Svar barst frá spítalanum þann 15. mars og mun það hafa verið jákvætt en þó háð skilyrðum. Ráðherra sagðist í framhaldinu ætla að óska eftir frekari upplýsingum frá Landspítalanum. Ákvörðun um að leita til erlendra aðila til að taka við rannsóknum á leghálssýnum var ekki tekinn fyrr en eftir miðjan nóvember síðastliðinn. Þá lá fyrir að Landspítalinn taldi sig geta tekið við rannsóknunum en heilbrigðisráðuneytið mat kostnaðinn of mikinn. Heilsugæslan og ráðuneytið hafa borið því við að rannsóknirnar hafi verið fluttar úr landi til að tryggja öryggi og gæði þjónustunnar. Engir sérfræðingar utan Kristjáns Oddssonar og Sigríðar Þorsteinsdóttur, hjúkrunarfræðings og ljósmóður, minnihluti fagráðs, hafa talið það nauðsynlegt. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Ráðuneytið óskar eftir frekari upplýsingum frá Landspítala og afhendir ekki svörin þangað til „Ráðuneytið er að yfirfara bréf Landspítalans og telur ljóst að óska þurfi eftir frekari upplýsingar frá spítalanum varðandi málið. Ráðuneytið mun á næstu dögum óska eftir viðbótarupplýsingum frá Landspítala um þessi efni og mun ekki afhenda umrætt bréf fyrr en nánari upplýsingar liggja fyrir.“ 17. mars 2021 20:04 Landspítalinn var búinn að gefa jákvætt svar við að taka við leghálssýnarannsóknum Ákvörðun um að leita til erlendra aðila til að taka við rannsóknum á leghálssýnum var ekki tekinn fyrr en eftir miðjan nóvember síðastliðinn. Þá lá fyrir að Landspítalinn taldi sig geta tekið við rannsóknunum en heilbrigðisráðuneytið mat kostnaðinn of mikinn. 17. mars 2021 11:20 Kvensjúkdómalæknir segir Kristján ætla sér að rústa Krabbameinsfélaginu Benedikt Óskars Sveinsson, kvensjúkdómalæknir sem starfaði á tuttugu ára tímabili fyrir Krabbameinsfélag Íslands segir Kristján Oddsson ætla sér að rústa Krabbameinsfélaginu í hefndarskyni eftir að hafa verið sagt upp þar fyrir nokkrum árum. 28. janúar 2021 22:01 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Starfsmaður Ríkiskaupa sem sat fundinn með fulltrúum heilsugæslunnar, sagðist í samtali við Vísi fyrir helgi ekki vita til þess að unnið væri að útboðsgögnum vegna verkefnisins. Fundinn sóttu Kristján Oddsson, verkefnastjóri Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana, og Birgir Guðjónsson, deildarstjóri eigna og innkaupa, fyrir hönd heilsugæslunnar. Í fyrirspurnum Kristjáns til Landspítala, þar sem hann spurði meðal annars hvort spítalinn gæti tekið að sér rannsóknirnar, segir að 12. júní 2020 hafi heilbrigðisráðherra falið forstjóra heilsugæslunnar að þarfa- og kostnaðargreina og leita tilboða vegna rannsóknanna. Upplýsingar þar um ættu að liggja fyrir 1. október sama ár. Forstjórinn hefði falið undirrituðum, Kristjáni, að leiða það verkefni fyrir hönd heilsugæslunnar. Ræddu „möguleika og hugsanlegar útfærslur“ Í bréfum Kristjáns til Landspítalans er einnig fjallað um fundinn með Ríkiskaupum og greint frá því að kostnaður vegna rannsókna á leghálssýnum, sem var metinn á 140 milljónir króna árið 2019, væri útboðsskyldur „en gera mætti undantekningu í einhverja mánuði eftir 1. janúar 2021 vegna þess að ekki mun gefast tími til að fullbúa útboðsgögn fyrir áramót.“ Í nóvember var ekki búið að ganga frá málinu og þrátt fyrir jákvæð svör frá Landspítalanum, þar sem fulltrúar hans sögðust geta framkvæmt bæði HPV-mælingar og frumurannsóknir, var gengið til samninga við Hvidovre-sjúkrahúsið í Kaupmannahöfn eftir áramót. Vísir leitaði til Ríkiskaupa vegna málsins og fékk staðfest að fundur Kristjáns með Ríkiskaupum hefði átt sér stað 29. júní síðastliðinn. Þar voru ræddir „möguleikar og hugsanlegar útfærslur á útboðum kæmi til þess. Rætt var um mögulega útboðsskyldu og tímalengd útboðsvinnu. Jafnframt var rætt hvort og hvernig hægt væri að brúa bilið, á meðan samningslaust væri, meðan útboðsgögn væru í vinnslu,“ segir í skriflegum svörum frá Ríkiskaupum. Hægt að grípa til úrræða þegar tíminn er naumur Vísir spurði hvaða ráðleggingar Ríkiskaup veittu aðilum þegar útboð kynnu að taka lengri tíma en stofnanir hefðu til að vinna með. Svörin voru á þá leið að þá væri mögulega hægt að fara í hraðútboð eða bein samningskaup til þess að brúa bilið. „En það fer allt eftir aðstæðum og eru þær leiðir oft bundnar þröngum túlkunum og gætu þarfnast sérstakra heimilda og undanþágu.“ Í svörum Ríkiskaupa kemur fram að það sé í sjálfu sér ekki óeðlilegt að semja við aðila til bráðabirgða á meðan verið sé að vinna að útboðsgögnum, svo lengi sem innkaupin séu undir viðmiðunarfjárhæðum. Ríkiskaup eru ekki eftirlitsaðili og hafa ekki heimild til að grípa til aðgerða þegar útboðsskyldunni er ekki sinnt. Mátu kostnaðinn of mikinn Heilbrigðisráðherra sendi Landspítala fyrirspurn á dögunum um það hvort og hvernig spítalinn sæi fyrir sér að annast rannsóknir á leghálssýnum í tengslum við skimanir fyrir leghálskrabbameinum. Fyrirspurnin kom fram í framhaldi eftir að yfirmaður meinafræðadeildar Landspítalans velti því upp hvort ráðherra hefði misskilið svar Landspítalans þess efnis hvort spítalinn gæti tekið skimanir að sér. Svar barst frá spítalanum þann 15. mars og mun það hafa verið jákvætt en þó háð skilyrðum. Ráðherra sagðist í framhaldinu ætla að óska eftir frekari upplýsingum frá Landspítalanum. Ákvörðun um að leita til erlendra aðila til að taka við rannsóknum á leghálssýnum var ekki tekinn fyrr en eftir miðjan nóvember síðastliðinn. Þá lá fyrir að Landspítalinn taldi sig geta tekið við rannsóknunum en heilbrigðisráðuneytið mat kostnaðinn of mikinn. Heilsugæslan og ráðuneytið hafa borið því við að rannsóknirnar hafi verið fluttar úr landi til að tryggja öryggi og gæði þjónustunnar. Engir sérfræðingar utan Kristjáns Oddssonar og Sigríðar Þorsteinsdóttur, hjúkrunarfræðings og ljósmóður, minnihluti fagráðs, hafa talið það nauðsynlegt.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Ráðuneytið óskar eftir frekari upplýsingum frá Landspítala og afhendir ekki svörin þangað til „Ráðuneytið er að yfirfara bréf Landspítalans og telur ljóst að óska þurfi eftir frekari upplýsingar frá spítalanum varðandi málið. Ráðuneytið mun á næstu dögum óska eftir viðbótarupplýsingum frá Landspítala um þessi efni og mun ekki afhenda umrætt bréf fyrr en nánari upplýsingar liggja fyrir.“ 17. mars 2021 20:04 Landspítalinn var búinn að gefa jákvætt svar við að taka við leghálssýnarannsóknum Ákvörðun um að leita til erlendra aðila til að taka við rannsóknum á leghálssýnum var ekki tekinn fyrr en eftir miðjan nóvember síðastliðinn. Þá lá fyrir að Landspítalinn taldi sig geta tekið við rannsóknunum en heilbrigðisráðuneytið mat kostnaðinn of mikinn. 17. mars 2021 11:20 Kvensjúkdómalæknir segir Kristján ætla sér að rústa Krabbameinsfélaginu Benedikt Óskars Sveinsson, kvensjúkdómalæknir sem starfaði á tuttugu ára tímabili fyrir Krabbameinsfélag Íslands segir Kristján Oddsson ætla sér að rústa Krabbameinsfélaginu í hefndarskyni eftir að hafa verið sagt upp þar fyrir nokkrum árum. 28. janúar 2021 22:01 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Ráðuneytið óskar eftir frekari upplýsingum frá Landspítala og afhendir ekki svörin þangað til „Ráðuneytið er að yfirfara bréf Landspítalans og telur ljóst að óska þurfi eftir frekari upplýsingar frá spítalanum varðandi málið. Ráðuneytið mun á næstu dögum óska eftir viðbótarupplýsingum frá Landspítala um þessi efni og mun ekki afhenda umrætt bréf fyrr en nánari upplýsingar liggja fyrir.“ 17. mars 2021 20:04
Landspítalinn var búinn að gefa jákvætt svar við að taka við leghálssýnarannsóknum Ákvörðun um að leita til erlendra aðila til að taka við rannsóknum á leghálssýnum var ekki tekinn fyrr en eftir miðjan nóvember síðastliðinn. Þá lá fyrir að Landspítalinn taldi sig geta tekið við rannsóknunum en heilbrigðisráðuneytið mat kostnaðinn of mikinn. 17. mars 2021 11:20
Kvensjúkdómalæknir segir Kristján ætla sér að rústa Krabbameinsfélaginu Benedikt Óskars Sveinsson, kvensjúkdómalæknir sem starfaði á tuttugu ára tímabili fyrir Krabbameinsfélag Íslands segir Kristján Oddsson ætla sér að rústa Krabbameinsfélaginu í hefndarskyni eftir að hafa verið sagt upp þar fyrir nokkrum árum. 28. janúar 2021 22:01