Sjáðu magnaða þrefalda vörslu Rasimas í lýsingu Rikka G Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. mars 2021 16:00 Vilius Rasimas hefur reynst Selfyssingum sannkallaður happafengur. vísir/hulda margrét Vilius Rasimas, markvörður Selfoss, sýndi mögnuð tilþrif í leiknum gegn FH í Kaplakrika í Olís-deild karla í gær. Nokkuð algengt er að markverðir í handbolta verji tvisvar sinnum í röð. Öllu sjaldgæfara er að þeir verði þrjú skot í röð. Það gerði Rasimas hins vegar í leiknum gegn FH í gær. Á 38. mínútu í leiknum, í stöðunni 16-14, átti Benedikt Elvar Skarphéðinsson skot af gólfinu sem Rasimas varði. Arnar Freyr Ársælsson blakaði boltanum á Benedikt sem var í dauðafæri en aftur varði Rasismas. Arnar Freyr tók frákastið en Rasimas varði í þriðja sinn. „Raaaaaaasimas ver! Hvað er í gangi hérna?! Rasimas er gjörsamlega að fara á kostum“ orgaði Ríkharð Óskar Guðnason sem lýsti leiknum á Stöð 2 Sport ásamt Jóhanni Gunnari Einarssyni. Markvörslur Rasimas í lýsingu Rikka G má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Þreföld varsla Rasimas Rasimas átti góðan leik í gær og varði sextán skot, eða 36 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Það dugði þó ekki til því FH vann eins marks sigur, 28-27. Rasimas, sem er landliðsmarkvörður Litáens, kom til Selfoss fyrir tímabilið og hefur leikið mjög vel með liðinu í vetur og er í hópi bestu markvarða Olís-deildarinnar. Selfoss er í 6. sæti deildarinnar með sextán stig eftir fimmtán leiki. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Þjálfari FH bankaði í Ágúst og vildi vita hvort hann væri viðstaddur: „Já, ég er hérna!“ Skemmtileg uppákoma varð í leikhléi FH í leiknum gegn Selfossi í Olís-deild karla í gær þegar þjálfari liðsins, Sigursteinn Arndal, vildi vita hvort línumaðurinn Ágúst Birgisson væri ekki örugglega vakandi. 22. mars 2021 14:30 Sigursteinn Arndal: Við létum hann líta full vel út Sigursteinn Arndal var sáttur með sigur sinna manna á Selfossi í Olís-deild karla í kvöld. 21. mars 2021 21:42 Umfjöllun og viðtöl: FH - Selfoss 28-27 | FH hafði betur með minnsta mun FH vann nauman sigur á Selfossi í Olís deild karla í kvöld. Skildu liðin að með einu marki 28-27. 21. mars 2021 22:16 Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Nokkuð algengt er að markverðir í handbolta verji tvisvar sinnum í röð. Öllu sjaldgæfara er að þeir verði þrjú skot í röð. Það gerði Rasimas hins vegar í leiknum gegn FH í gær. Á 38. mínútu í leiknum, í stöðunni 16-14, átti Benedikt Elvar Skarphéðinsson skot af gólfinu sem Rasimas varði. Arnar Freyr Ársælsson blakaði boltanum á Benedikt sem var í dauðafæri en aftur varði Rasismas. Arnar Freyr tók frákastið en Rasimas varði í þriðja sinn. „Raaaaaaasimas ver! Hvað er í gangi hérna?! Rasimas er gjörsamlega að fara á kostum“ orgaði Ríkharð Óskar Guðnason sem lýsti leiknum á Stöð 2 Sport ásamt Jóhanni Gunnari Einarssyni. Markvörslur Rasimas í lýsingu Rikka G má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Þreföld varsla Rasimas Rasimas átti góðan leik í gær og varði sextán skot, eða 36 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Það dugði þó ekki til því FH vann eins marks sigur, 28-27. Rasimas, sem er landliðsmarkvörður Litáens, kom til Selfoss fyrir tímabilið og hefur leikið mjög vel með liðinu í vetur og er í hópi bestu markvarða Olís-deildarinnar. Selfoss er í 6. sæti deildarinnar með sextán stig eftir fimmtán leiki. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Þjálfari FH bankaði í Ágúst og vildi vita hvort hann væri viðstaddur: „Já, ég er hérna!“ Skemmtileg uppákoma varð í leikhléi FH í leiknum gegn Selfossi í Olís-deild karla í gær þegar þjálfari liðsins, Sigursteinn Arndal, vildi vita hvort línumaðurinn Ágúst Birgisson væri ekki örugglega vakandi. 22. mars 2021 14:30 Sigursteinn Arndal: Við létum hann líta full vel út Sigursteinn Arndal var sáttur með sigur sinna manna á Selfossi í Olís-deild karla í kvöld. 21. mars 2021 21:42 Umfjöllun og viðtöl: FH - Selfoss 28-27 | FH hafði betur með minnsta mun FH vann nauman sigur á Selfossi í Olís deild karla í kvöld. Skildu liðin að með einu marki 28-27. 21. mars 2021 22:16 Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Þjálfari FH bankaði í Ágúst og vildi vita hvort hann væri viðstaddur: „Já, ég er hérna!“ Skemmtileg uppákoma varð í leikhléi FH í leiknum gegn Selfossi í Olís-deild karla í gær þegar þjálfari liðsins, Sigursteinn Arndal, vildi vita hvort línumaðurinn Ágúst Birgisson væri ekki örugglega vakandi. 22. mars 2021 14:30
Sigursteinn Arndal: Við létum hann líta full vel út Sigursteinn Arndal var sáttur með sigur sinna manna á Selfossi í Olís-deild karla í kvöld. 21. mars 2021 21:42
Umfjöllun og viðtöl: FH - Selfoss 28-27 | FH hafði betur með minnsta mun FH vann nauman sigur á Selfossi í Olís deild karla í kvöld. Skildu liðin að með einu marki 28-27. 21. mars 2021 22:16