Þyrla Gæslunnar kölluð út til leitar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2021 08:38 Svæðinu við gosið í Geldingadal hefur verið lokað vegna gasmengunar. Þá er veður einnig mjög slæmt á svæðinu. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurnesjum óskaði eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar upp úr klukkan hálfátta í morgun til að aðstoða við leit að fólki í nágrenni gosstöðvanna í Geldingadal. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að þyrlan sé yfir gossvæðinu núna og er hún að svipast um á svæðinu allt frá Svartsengi og að upptakasvæðinu. Þyrlan fór í loftið frá Reykjavík klukkan 08:25 og verður hún við leit eins lengi og þurfa þykir og á meðan skyggni er með þeim hætti að hægt sé að leita með þyrlu úr lofti. Steinar Þór Kristinsson sem situr í aðgerðastjórn Landsbjargar í Grindavík segir að nú sé einn mannlaus bíll eftir í grennd við gosstöðvarnar. Hann sé á erlendum númerum. Ekki sé vitað hversu margir komu mögulega með bílnum. Steinar segir að hópar björgunarsveitarfólks séu farnir til leitar bæði á sex- og fjórhjólum og gangandi. Gossvæðinu var lokað í morgun þar sem gasmengun mældist yfir hættumörkum. Almannavarnir biðla til fólks um að virða þá lokun. Þá er mjög slæmt veður á svæðinu, mikill vindur og úrkoma, en gul viðvörun er í gildi þar sem varað er við suðvestan stormi eða hvassviðri. Hviður geta farið í allt að þrjátíu metra á sekúndu. Fjöldi manns lenti í vandræðum á svæðinu í nótt og opnaði Rauði krossinn fjöldahjálparstöð í Hópsskóla í Grindavík fyrir fólk sem björgunarsveitir höfðu bjargað hröktu og köldu af gosstöðvunum. Í tilkynningu frá Rauða krossinum segir að fólk hafi fyrst og fremst þurft aðstoð vegna ofkælingar. „Fjöldarhjálparstöðin var opnuð rétt fyrir klukkan eitt í nótt að beðni aðgerðarstjórnar. Tæplega 40 manns í mismunandi ástandi fengu aðstoð í stöðinni. Enginn var í lífhsættu. Einn var fluttur með sjúkrabíl úr stöðinni vegna meiðsla. Allir voru farnir rétt fyrir klukkan 6 í morgun,“ segir í tilkynning Rauða krossins. Fréttin var uppfærð klukkan 09:02. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Landhelgisgæslan Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Sjá meira
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að þyrlan sé yfir gossvæðinu núna og er hún að svipast um á svæðinu allt frá Svartsengi og að upptakasvæðinu. Þyrlan fór í loftið frá Reykjavík klukkan 08:25 og verður hún við leit eins lengi og þurfa þykir og á meðan skyggni er með þeim hætti að hægt sé að leita með þyrlu úr lofti. Steinar Þór Kristinsson sem situr í aðgerðastjórn Landsbjargar í Grindavík segir að nú sé einn mannlaus bíll eftir í grennd við gosstöðvarnar. Hann sé á erlendum númerum. Ekki sé vitað hversu margir komu mögulega með bílnum. Steinar segir að hópar björgunarsveitarfólks séu farnir til leitar bæði á sex- og fjórhjólum og gangandi. Gossvæðinu var lokað í morgun þar sem gasmengun mældist yfir hættumörkum. Almannavarnir biðla til fólks um að virða þá lokun. Þá er mjög slæmt veður á svæðinu, mikill vindur og úrkoma, en gul viðvörun er í gildi þar sem varað er við suðvestan stormi eða hvassviðri. Hviður geta farið í allt að þrjátíu metra á sekúndu. Fjöldi manns lenti í vandræðum á svæðinu í nótt og opnaði Rauði krossinn fjöldahjálparstöð í Hópsskóla í Grindavík fyrir fólk sem björgunarsveitir höfðu bjargað hröktu og köldu af gosstöðvunum. Í tilkynningu frá Rauða krossinum segir að fólk hafi fyrst og fremst þurft aðstoð vegna ofkælingar. „Fjöldarhjálparstöðin var opnuð rétt fyrir klukkan eitt í nótt að beðni aðgerðarstjórnar. Tæplega 40 manns í mismunandi ástandi fengu aðstoð í stöðinni. Enginn var í lífhsættu. Einn var fluttur með sjúkrabíl úr stöðinni vegna meiðsla. Allir voru farnir rétt fyrir klukkan 6 í morgun,“ segir í tilkynning Rauða krossins. Fréttin var uppfærð klukkan 09:02.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Landhelgisgæslan Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Sjá meira