Solskjær varði ákvörðun sína að hvíla Bruno í gær: Hann er manneskja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2021 09:31 Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United ræðir hér við Bruno Fernandes. Getty/Matthew Peters Manchester United datt út úr enska bikarnum í gærkvöldi en margir gagnrýndi knattspyrnustjórann Ole Gunnar Solskjær fyrir það að nota ekki sinn besta mann á móti Leicester. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, horfði upp á sína menn detta úr enska bikarnum í gær og missa af undanúrslitaleik á móti Southampton. Athygli vakti að besti leikamaður United á tímabilinu var ekki í byrjunarliðinu í þessum úrslitaleik. Bruno Fernandes hefur verið frábær á þessu tímabili og oft gert útslagið í jöfnum leikjum. Stuðningsmenn Manchester United söknuðu þess að sjá hann ekki byrja þegar liðið var komið svona langt í enska bikarnum. Kelechi Iheanacho skoraði tvö mörk fyrir Leicester City og Youri Tielemans skoraði þriðja markið í 3-1 sigri á Manchester United í átta liða úrslitum enska bikarsins. Leicester er því komið í undanúrslitin í fyrsta sinn 1982 eða í 39 ár. Ole Gunnar Solskjaer defends substituting Donny van de Beek and Paul Pogba, and benching Bruno Fernandes after seventh knockout defeat in two years #mufc https://t.co/hGdQHJz3wz— Man United News (@ManUtdMEN) March 21, 2021 Solskjær sagði eftir leikinn að Bruno Fernandes hafi þurft á hvíld að halda og þess vegna hafi hann byrjað á bekknum. Bruno kom inn á sem varamaður á 64. mínútu en þá var staðan 2-1 fyrir Leicester. Bruno Fernandes er með 23 mörk og 13 stoðsendingar í 45 leikjum með Manchester United í öllum keppnum á leiktíðinni. Að mati Solskjær var hinn 26 ára gamli Bruno búinn að spila of mikið af fótbolta þegar kom að leiknum í gær. "It has reasons behind it and Bruno has played a lot of football, the boy is not inhuman."Manchester United manager Ole Gunnar Solskjaer defends his team selection in their 3-1 FA Cup quarter-final defeat at Leicester. pic.twitter.com/5RyGQkod9E— Football Daily (@footballdaily) March 21, 2021 „Hann er manneskja og hann er búinn að spila leik á þriggja eða fjögurra daga fresti allt tímabilið,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. „Ég veit að Bruno vill alltaf spila en stundum þar maður að taka erfiða ákvörðun sem er sú besta fyrir bæði hann og liðið,“ sagði Solskjær. Bruno Fernandes kom inn á fyrir Hollendinginn Donny van de Beek á 64. mínútu en tókst ekki að breyta gangi leiksins á síðustu 26 mínútunum. Enski boltinn Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, horfði upp á sína menn detta úr enska bikarnum í gær og missa af undanúrslitaleik á móti Southampton. Athygli vakti að besti leikamaður United á tímabilinu var ekki í byrjunarliðinu í þessum úrslitaleik. Bruno Fernandes hefur verið frábær á þessu tímabili og oft gert útslagið í jöfnum leikjum. Stuðningsmenn Manchester United söknuðu þess að sjá hann ekki byrja þegar liðið var komið svona langt í enska bikarnum. Kelechi Iheanacho skoraði tvö mörk fyrir Leicester City og Youri Tielemans skoraði þriðja markið í 3-1 sigri á Manchester United í átta liða úrslitum enska bikarsins. Leicester er því komið í undanúrslitin í fyrsta sinn 1982 eða í 39 ár. Ole Gunnar Solskjaer defends substituting Donny van de Beek and Paul Pogba, and benching Bruno Fernandes after seventh knockout defeat in two years #mufc https://t.co/hGdQHJz3wz— Man United News (@ManUtdMEN) March 21, 2021 Solskjær sagði eftir leikinn að Bruno Fernandes hafi þurft á hvíld að halda og þess vegna hafi hann byrjað á bekknum. Bruno kom inn á sem varamaður á 64. mínútu en þá var staðan 2-1 fyrir Leicester. Bruno Fernandes er með 23 mörk og 13 stoðsendingar í 45 leikjum með Manchester United í öllum keppnum á leiktíðinni. Að mati Solskjær var hinn 26 ára gamli Bruno búinn að spila of mikið af fótbolta þegar kom að leiknum í gær. "It has reasons behind it and Bruno has played a lot of football, the boy is not inhuman."Manchester United manager Ole Gunnar Solskjaer defends his team selection in their 3-1 FA Cup quarter-final defeat at Leicester. pic.twitter.com/5RyGQkod9E— Football Daily (@footballdaily) March 21, 2021 „Hann er manneskja og hann er búinn að spila leik á þriggja eða fjögurra daga fresti allt tímabilið,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. „Ég veit að Bruno vill alltaf spila en stundum þar maður að taka erfiða ákvörðun sem er sú besta fyrir bæði hann og liðið,“ sagði Solskjær. Bruno Fernandes kom inn á fyrir Hollendinginn Donny van de Beek á 64. mínútu en tókst ekki að breyta gangi leiksins á síðustu 26 mínútunum.
Enski boltinn Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Sjá meira