101 árs nunna í sviðsljósinu þegar Marsfárið byrjaði með óvæntum sigri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2021 10:02 Jean Dolores Schmidt færir Loyola skólaliðinu lukku að ofan í Marsfárinu. Getty/Kevin C. Cox Marsfárið er byrjað í Bandaríkjunum og eins og vanalega verða oft mjög óvænt úrslit í úrslitakeppni bandaríska háskólakörfuboltans. Nú stefnir í annað ævintýri hjá litla Loyola skólanum. Strákunum í Loyola tókst nefnilega að slá út „besta“ liðið en Illinois átti engin svör í 71-58 tapi á móti Loyola. Illinois varð þar með fyrsta liðið sem fellur úr leik af þeim sem var í fyrsta sæti í styrkleikaröðun í sínum sextán liða hluta úrslitakeppninnar. Það voru samt ekki leikmenn Loyola skólans sem stálu fyrirsögnunum í bandarískum fréttamiðlum heldur frekar systir Jean. SISTER JEAN CALLED IT.She prayed for Illinois to shoot under 30% from 3PT and they did pic.twitter.com/tUdm8NysEr— Bleacher Report (@BleacherReport) March 21, 2021 Það eru fjögur ár síðan að nunnan Jean Dolores Schmidt stal senunni í úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans þegar skólinn hennar Loyola frá Chicago komst alla leið í hóp hinna fjögurra fræknu. Nú er Jean Dolores orðin 101 árs gömul en hún lét sig ekki vanta í gær og flutti ræðu inn í klefa fyrir leikinn. Hún er verndari liðsins og meira en það. Sister Jean's prayer called for Loyola to hold Illinois under 30% from 3-pt range and you better believe it happened. pic.twitter.com/0Zyimv1Olk— CBS Sports (@CBSSports) March 21, 2021 Jean Dolores er nefnilega þekkt fyrir mikinn körfuboltaáhuga sinn sem og þekkingu því hún hefur verið að leikgreina leiki hjá skólanum. Jean Dolores fer nú um í hjólastól en hún er búin að klára báðar bólusetningarnar við kórónuveirunni og var komin til Indianapolis í gær til sýna strákunum sínum stuðning. Það efast enginn að góða ára hennar og körfuboltavit á heilmikið í árangri strákanna inn á vellinum enda gott að fá guðdómlegan stuðning á úrslitastundu. Have a feeling Sister Jean is smiling right now pic.twitter.com/Vl0zkrlstg— CBS Sports (@CBSSports) March 21, 2021 Körfubolti Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Strákunum í Loyola tókst nefnilega að slá út „besta“ liðið en Illinois átti engin svör í 71-58 tapi á móti Loyola. Illinois varð þar með fyrsta liðið sem fellur úr leik af þeim sem var í fyrsta sæti í styrkleikaröðun í sínum sextán liða hluta úrslitakeppninnar. Það voru samt ekki leikmenn Loyola skólans sem stálu fyrirsögnunum í bandarískum fréttamiðlum heldur frekar systir Jean. SISTER JEAN CALLED IT.She prayed for Illinois to shoot under 30% from 3PT and they did pic.twitter.com/tUdm8NysEr— Bleacher Report (@BleacherReport) March 21, 2021 Það eru fjögur ár síðan að nunnan Jean Dolores Schmidt stal senunni í úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans þegar skólinn hennar Loyola frá Chicago komst alla leið í hóp hinna fjögurra fræknu. Nú er Jean Dolores orðin 101 árs gömul en hún lét sig ekki vanta í gær og flutti ræðu inn í klefa fyrir leikinn. Hún er verndari liðsins og meira en það. Sister Jean's prayer called for Loyola to hold Illinois under 30% from 3-pt range and you better believe it happened. pic.twitter.com/0Zyimv1Olk— CBS Sports (@CBSSports) March 21, 2021 Jean Dolores er nefnilega þekkt fyrir mikinn körfuboltaáhuga sinn sem og þekkingu því hún hefur verið að leikgreina leiki hjá skólanum. Jean Dolores fer nú um í hjólastól en hún er búin að klára báðar bólusetningarnar við kórónuveirunni og var komin til Indianapolis í gær til sýna strákunum sínum stuðning. Það efast enginn að góða ára hennar og körfuboltavit á heilmikið í árangri strákanna inn á vellinum enda gott að fá guðdómlegan stuðning á úrslitastundu. Have a feeling Sister Jean is smiling right now pic.twitter.com/Vl0zkrlstg— CBS Sports (@CBSSports) March 21, 2021
Körfubolti Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira