Eigi frekar að auðvelda fólki að komast að eldgosinu Sylvía Hall skrifar 21. mars 2021 22:45 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, sýnir því fullan skilning að fólk leggi leið sína að eldgosinu í Geldingadal en þó verði að nálgast það af virðingu. Hann er þeirrar skoðunar að það eigi frekar að auðvelda fólki förina frekar en að láta það ganga langar og torfærar leiðir. Ákveðið var í dag að loka litlu svæði næst gossprungunni í Geldingadal, en sú ákvörðun var byggð á ályktun vísindaráðs sem Magnús Tumi á sæti í. Aðspurður hvort það hefði átt að grípa til þeirrar lokunar fyrr segir Magnús Tumi að það hefði mögulega mátt grípa til ákveðnari aðgerða í því skyni að stýra fólksumferð. „Það er svo sem auðvelt að vera vitur eftir á, spáin var ekki góð og kannski bjuggust menn ekki við svona mikilli umferð núna,“ sagði Magnús Tumi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttastofu barst í dag myndband þar sem má sjá hóp fólks við eldstöðvarnar þegar gígurinn hrynur, en það smá sjá í fréttinni hér að ofan. Við áhorf á myndbandið telur Magnús Tumi að fólkið hafi ekki verið í mikilli hættu á að slasast. „Það er nú búið að loka þessu svæði þar sem fólk fór upp á hæðina. Þetta fólk sem er þó þarna er ekki í eins mikilli skotlínu.“ „Miklu stærra en við einstaklingarnir“ „Þetta er náttúrulega í grunninn lítið og sætt eldgos þannig séð, en það er náttúrulega miklu stærra heldur en við einstaklingarnir,“ segir Magnús Tumi. Hann telur ólíklegt að gosið í standi lengi yfir; það sé frekar spurning um einhverja daga eða vikur frekar en ár. Það er ekki að sjá að það sé neitt að minnka rennslið, maður sér það hvernig hraunið er að bunkast upp. Þetta er ekki stórt, þetta er svona ein og hálf Elliðaár.“ Hann telur ákjósanlegra að auðvelda fólki að sjá eldgosið berum augum, enda sé bersýnilega mikill áhugi á því. Þúsundir manns hafa lagt leið sína að svæðinu frá því að gosið hófst á föstudagskvöld en löng ganga er frá vegi að eldstöðvunum. „Það verður að fara varlega þarna og nálgast þetta af virðingu. Að sama skapi er þetta fallegt og ég skil vel, og fólk á að hafa möguleika á að komast þarna. Ég held það eigi frekar að auðvelda fólki að fara þarna frekar en að það sé að sprengja sig á löngum göngutúrum.“ Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosstöðvunum frá því að gosið hófst.VÍSIR/RAX Yfirleitt minni skjálftavirkni eftir gos Aðspurður hvort fólk nærri Reykjanesskaganum megi búast við vægari jarðskjálftum eftir að gaus segir Magnús Tumi það líklegt. Þróunin sé oftast nær þannig að skjálftarnir minnki, enda hafi kvikan náð að brjóta sér leið. „Það má segja að það gjósi vegna þess það er búið að brjóta það sem er hægt er að brjóta og koma kvikunni fyrir neðanjarðar. Það sem er að koma upp núna er bara örfá prósent af því sem fór í ganginn, og það sem er í ganginum fer ekkert upp, það er meira og minna storknað,“ segir hann og bætir við: „Maður á ekkert endilega von á að það verði miklir jarðskjálftar samfara þessu.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Eldgosið fangað úr lofti í nótt Eldgosið í Geldingadal þykir ekki stórt í sniðum en stöðugur straumur hrauns úr gígunum sem hafa þar myndast þykja einkar myndrænir. 21. mars 2021 14:57 Nánast engar spennubreytingar Spennubreytingar hafa ekki fylgt gosinu í Geldingadal. Gasmengunin er talsverð við gosstöðvarnar og getur fólk lagt sig í mikla hættu við að vera þar. 21. mars 2021 14:31 Stórbrotnar ljósmyndir RAX af eldgosinu Eldgosið í Geldingadal er sagt lítið í samanburði við fyrri eldgos á Íslandi. Engu að síður er um magnað sjónarspil að ræða þar sem náttúrunnar öfl eru að verki og sjón er sögu ríkari. Eldtungurnar frussast upp úr gígunum og logandi hraunið flæðir í stríðum straumum líkt og þeir sem lagt hafa leið sína á vettvang hafa glögglega orðið varir við. 21. mars 2021 13:00 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Ákveðið var í dag að loka litlu svæði næst gossprungunni í Geldingadal, en sú ákvörðun var byggð á ályktun vísindaráðs sem Magnús Tumi á sæti í. Aðspurður hvort það hefði átt að grípa til þeirrar lokunar fyrr segir Magnús Tumi að það hefði mögulega mátt grípa til ákveðnari aðgerða í því skyni að stýra fólksumferð. „Það er svo sem auðvelt að vera vitur eftir á, spáin var ekki góð og kannski bjuggust menn ekki við svona mikilli umferð núna,“ sagði Magnús Tumi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttastofu barst í dag myndband þar sem má sjá hóp fólks við eldstöðvarnar þegar gígurinn hrynur, en það smá sjá í fréttinni hér að ofan. Við áhorf á myndbandið telur Magnús Tumi að fólkið hafi ekki verið í mikilli hættu á að slasast. „Það er nú búið að loka þessu svæði þar sem fólk fór upp á hæðina. Þetta fólk sem er þó þarna er ekki í eins mikilli skotlínu.“ „Miklu stærra en við einstaklingarnir“ „Þetta er náttúrulega í grunninn lítið og sætt eldgos þannig séð, en það er náttúrulega miklu stærra heldur en við einstaklingarnir,“ segir Magnús Tumi. Hann telur ólíklegt að gosið í standi lengi yfir; það sé frekar spurning um einhverja daga eða vikur frekar en ár. Það er ekki að sjá að það sé neitt að minnka rennslið, maður sér það hvernig hraunið er að bunkast upp. Þetta er ekki stórt, þetta er svona ein og hálf Elliðaár.“ Hann telur ákjósanlegra að auðvelda fólki að sjá eldgosið berum augum, enda sé bersýnilega mikill áhugi á því. Þúsundir manns hafa lagt leið sína að svæðinu frá því að gosið hófst á föstudagskvöld en löng ganga er frá vegi að eldstöðvunum. „Það verður að fara varlega þarna og nálgast þetta af virðingu. Að sama skapi er þetta fallegt og ég skil vel, og fólk á að hafa möguleika á að komast þarna. Ég held það eigi frekar að auðvelda fólki að fara þarna frekar en að það sé að sprengja sig á löngum göngutúrum.“ Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosstöðvunum frá því að gosið hófst.VÍSIR/RAX Yfirleitt minni skjálftavirkni eftir gos Aðspurður hvort fólk nærri Reykjanesskaganum megi búast við vægari jarðskjálftum eftir að gaus segir Magnús Tumi það líklegt. Þróunin sé oftast nær þannig að skjálftarnir minnki, enda hafi kvikan náð að brjóta sér leið. „Það má segja að það gjósi vegna þess það er búið að brjóta það sem er hægt er að brjóta og koma kvikunni fyrir neðanjarðar. Það sem er að koma upp núna er bara örfá prósent af því sem fór í ganginn, og það sem er í ganginum fer ekkert upp, það er meira og minna storknað,“ segir hann og bætir við: „Maður á ekkert endilega von á að það verði miklir jarðskjálftar samfara þessu.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Eldgosið fangað úr lofti í nótt Eldgosið í Geldingadal þykir ekki stórt í sniðum en stöðugur straumur hrauns úr gígunum sem hafa þar myndast þykja einkar myndrænir. 21. mars 2021 14:57 Nánast engar spennubreytingar Spennubreytingar hafa ekki fylgt gosinu í Geldingadal. Gasmengunin er talsverð við gosstöðvarnar og getur fólk lagt sig í mikla hættu við að vera þar. 21. mars 2021 14:31 Stórbrotnar ljósmyndir RAX af eldgosinu Eldgosið í Geldingadal er sagt lítið í samanburði við fyrri eldgos á Íslandi. Engu að síður er um magnað sjónarspil að ræða þar sem náttúrunnar öfl eru að verki og sjón er sögu ríkari. Eldtungurnar frussast upp úr gígunum og logandi hraunið flæðir í stríðum straumum líkt og þeir sem lagt hafa leið sína á vettvang hafa glögglega orðið varir við. 21. mars 2021 13:00 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Eldgosið fangað úr lofti í nótt Eldgosið í Geldingadal þykir ekki stórt í sniðum en stöðugur straumur hrauns úr gígunum sem hafa þar myndast þykja einkar myndrænir. 21. mars 2021 14:57
Nánast engar spennubreytingar Spennubreytingar hafa ekki fylgt gosinu í Geldingadal. Gasmengunin er talsverð við gosstöðvarnar og getur fólk lagt sig í mikla hættu við að vera þar. 21. mars 2021 14:31
Stórbrotnar ljósmyndir RAX af eldgosinu Eldgosið í Geldingadal er sagt lítið í samanburði við fyrri eldgos á Íslandi. Engu að síður er um magnað sjónarspil að ræða þar sem náttúrunnar öfl eru að verki og sjón er sögu ríkari. Eldtungurnar frussast upp úr gígunum og logandi hraunið flæðir í stríðum straumum líkt og þeir sem lagt hafa leið sína á vettvang hafa glögglega orðið varir við. 21. mars 2021 13:00