Þeirra á meðal er Ragnar Axelsson ljósmyndari en hann er einn hinna færustu og reynslumestu í faginu þegar kemur að því að fanga landslag og náttúru á filmu en hann tók þessar stórkostlegu myndir á gossvæðinu í gær.







Eldgosið í Geldingadal er sagt lítið í samanburði við fyrri eldgos á Íslandi. Engu að síður er um magnað sjónarspil að ræða þar sem náttúrunnar öfl eru að verki og sjón er sögu ríkari. Eldtungurnar frussast upp úr gígunum og logandi hraunið flæðir í stríðum straumum líkt og þeir sem lagt hafa leið sína á vettvang hafa glögglega orðið varir við.
Þeirra á meðal er Ragnar Axelsson ljósmyndari en hann er einn hinna færustu og reynslumestu í faginu þegar kemur að því að fanga landslag og náttúru á filmu en hann tók þessar stórkostlegu myndir á gossvæðinu í gær.