Renna búgreinafélögin og búnaðarsamböndin undir Bændasamtökin? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. mars 2021 12:25 Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, sem hefur undirbúið búnaðarþingið síðustu vikur með sínu fólki í Bændahöllinni. Aðsend Bændur víðs vegar af landinu streyma nú til höfuðborgarinnar því Búnaðarþing hefst á morgun í Bændahöllinni þar sem forsætisráðherra, landbúnaðarráðherra og forseti Íslands flytja ávarp, auk þess sem Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna flytur setningarræðu. Breyting á félagskerfi bænda verður aðal umræðuefni þingsins. Yfirskrift Búnaðarþingsins er „Áfram veginn“, sem vísar í þá hugmynd Bændasamtakanna að breyta félagskerfi bænda með því að sameina Bændasamtökin og þau búgreinafélög sem eiga aðild að samtökunum í eitt félag. Með því yrði hægt að tryggja enn frekar tengsl bænda við neytendur og stjórnvöld á hverjum tíma. En af hverju á að fara að breyta félagskerfinu? „Það er ekki einfalt fyrir leikmenn að átta sig á hversu umfangsmikið og flókið þetta félgskerfi er og það er líka alveg ljóst að reksturinn á þessu félagskerfi bænda er mjög þungur. Við erum með tólf búgreinafélög, til dæmis Félaga kjúklingabænda, Félag hrossabænda, Landssamtök kúabænda, Landsamtök skógarbænda, Geitfjárræktarfélag Íslands og þar fram eftir götum. Þessi búgreinafélög innheimta sín félagsgjöld hvert fyrir sig og upphæðirnar eru mjög ólíkar. Þannig að bændur geta bæði verðið að greiða í sitt búgreinafélag og síðan félagsgjöld til Bændasamtakanna,“ segir Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Þessu segir Vigdís æskilegt að breyta þannig að búgreinafélögin renni beint inn í Bændasamtökin. Þá eru líka 11 sjálfstæð búnaðarfélög víðs vegar um landið, sem myndu þá líka fara undir Bændasamtökin verði málið samþykkt á búnaðarþinginu. En heldur Vigdís að bændur munu samþykkja þetta á þinginu? „Við erum búin að halda núna á fjórða tug funda frá því í janúar þar sem hafa verið kynntar tillögur að breyttu félagskerfi. Það er afskaplega ánægjulegt að sjá hvað bændur eru jákvæðir og sjá sér hag í að tilheyra heildarsamtökum bænda.“ Búnaðarþing verður sett klukkan 12:30 á morgun og því lýkur síðdegis á þriðjudaginn. Þingið verður haldið í Bændahöllinni við Hagatorg í Reykjavík.Aðsend Landbúnaður Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Sjá meira
Yfirskrift Búnaðarþingsins er „Áfram veginn“, sem vísar í þá hugmynd Bændasamtakanna að breyta félagskerfi bænda með því að sameina Bændasamtökin og þau búgreinafélög sem eiga aðild að samtökunum í eitt félag. Með því yrði hægt að tryggja enn frekar tengsl bænda við neytendur og stjórnvöld á hverjum tíma. En af hverju á að fara að breyta félagskerfinu? „Það er ekki einfalt fyrir leikmenn að átta sig á hversu umfangsmikið og flókið þetta félgskerfi er og það er líka alveg ljóst að reksturinn á þessu félagskerfi bænda er mjög þungur. Við erum með tólf búgreinafélög, til dæmis Félaga kjúklingabænda, Félag hrossabænda, Landssamtök kúabænda, Landsamtök skógarbænda, Geitfjárræktarfélag Íslands og þar fram eftir götum. Þessi búgreinafélög innheimta sín félagsgjöld hvert fyrir sig og upphæðirnar eru mjög ólíkar. Þannig að bændur geta bæði verðið að greiða í sitt búgreinafélag og síðan félagsgjöld til Bændasamtakanna,“ segir Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Þessu segir Vigdís æskilegt að breyta þannig að búgreinafélögin renni beint inn í Bændasamtökin. Þá eru líka 11 sjálfstæð búnaðarfélög víðs vegar um landið, sem myndu þá líka fara undir Bændasamtökin verði málið samþykkt á búnaðarþinginu. En heldur Vigdís að bændur munu samþykkja þetta á þinginu? „Við erum búin að halda núna á fjórða tug funda frá því í janúar þar sem hafa verið kynntar tillögur að breyttu félagskerfi. Það er afskaplega ánægjulegt að sjá hvað bændur eru jákvæðir og sjá sér hag í að tilheyra heildarsamtökum bænda.“ Búnaðarþing verður sett klukkan 12:30 á morgun og því lýkur síðdegis á þriðjudaginn. Þingið verður haldið í Bændahöllinni við Hagatorg í Reykjavík.Aðsend
Landbúnaður Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Sjá meira