Fólk streymir enn í Geldingadal og margir illa búnir Samúel Karl Ólason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 21. mars 2021 09:14 Nokkur fjöldi fólks lagði leið sína í Geldingadal í nótt og einhverjir gistu þar í tjöldum. Þessi mynd var tekin rétt upp úr klukkan sjö. Vísir/Lillý Fjölmargir hafa gert sér leið upp í Geldingadal í gærkvöldi og í nótt. Fólk hefur jafnvel gist í tjöldum við eldgosið en margir hafa verið illa búnir fyrir ferðalagið og einhverjir hafa örmagnast. Þá er veður við gosstað orðið slæmt. Útlit er fyrir að hraunflæði hafi aukist í nótt. Ingólfur Jón Ágúst Óskarsson og Jakob Þór Gíslason úr Björgunarsveitinni Ársæli, hafa staðið vaktina í Geldingadal síðan níu í gærkvöldi og segja það hafa gengið vel í samtali við fréttastofu nú í morgunsárið. Ingólfur segir margt fólk hafa lagt leið sína í Geldingadal og það hafi verið misvel búið. Hann segir að margir hefði mátt búa sig betur undir ferðina. Þá hafi margir gefist upp á leiðinni. Jakob segir marga hafa lagt seint af stað. Erfitt sé að ganga um svæðið í myrkri og fólk þurfi að passa sig. Þá segir hann að sækja hafi þurft nokkra sem hafi orðið uppgefnir. Ekki marga þó. Ingólfur segist hafa séð fólk leggja af stað seint í gærkvöldi með lítil börn og illa undirbúið. Hér má sjá viðtal við þá Ingólf og Jakob. Andri Snær Magnason var við eldgosið í morgun og sagði það vera ótrúlega fallegt. Þetta væri eins og bernskudraumur og hann hafði verið „starstruck“. Hann sagðist hafa séð bæði gosið í Fimmvörðuhálsi og gosið í Eyjafjallajökli en það væri mikill munur á því hve nálægt hrauninu maður kæmist nú. Hann sagði einnig að fólk þyrfti að passa sig fyrir gönguna. Þetta væri ekki sunnudagsgöngutúr. Vel á annað hundrað bíla eru þar sem fólk leggur af stað upp á fjallið.Vísir/Lillý Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Útlit er fyrir að hraunflæði hafi aukist í nótt. Ingólfur Jón Ágúst Óskarsson og Jakob Þór Gíslason úr Björgunarsveitinni Ársæli, hafa staðið vaktina í Geldingadal síðan níu í gærkvöldi og segja það hafa gengið vel í samtali við fréttastofu nú í morgunsárið. Ingólfur segir margt fólk hafa lagt leið sína í Geldingadal og það hafi verið misvel búið. Hann segir að margir hefði mátt búa sig betur undir ferðina. Þá hafi margir gefist upp á leiðinni. Jakob segir marga hafa lagt seint af stað. Erfitt sé að ganga um svæðið í myrkri og fólk þurfi að passa sig. Þá segir hann að sækja hafi þurft nokkra sem hafi orðið uppgefnir. Ekki marga þó. Ingólfur segist hafa séð fólk leggja af stað seint í gærkvöldi með lítil börn og illa undirbúið. Hér má sjá viðtal við þá Ingólf og Jakob. Andri Snær Magnason var við eldgosið í morgun og sagði það vera ótrúlega fallegt. Þetta væri eins og bernskudraumur og hann hafði verið „starstruck“. Hann sagðist hafa séð bæði gosið í Fimmvörðuhálsi og gosið í Eyjafjallajökli en það væri mikill munur á því hve nálægt hrauninu maður kæmist nú. Hann sagði einnig að fólk þyrfti að passa sig fyrir gönguna. Þetta væri ekki sunnudagsgöngutúr. Vel á annað hundrað bíla eru þar sem fólk leggur af stað upp á fjallið.Vísir/Lillý
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira