Sjáðu mörkin: Dramatík, endurkoma og vítaspyrnukeppni þegar Valsmenn komust í undanúrslit Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. mars 2021 14:26 Valsmenn höfðu góða ástæðu til að fagna í dag. Það var mikil dramatík þegar Valur og KR mættust á Origo vellinum í dag. KR-ingar komust í 3-0, en heimamenn gáfust ekki upp og jöfnuðu leikinn þegar um tíu mínútur voru eftir. Grípa þurfti til vítaspyrnukeppni og þar voru það sem höfðu betur. Valsmenn eru því komnir í undanúrslit Lengjubikarsins. Það stefndi allt í það að markalaust yrði þegar flautað yrði til hálfleiks og lítið að gerast hjá báðum liðum mest allan fyrri hálfleikinn. KR-ingar náðu þó að koma inn marki rétt fyrir hléið. Óskar Örn Hauksson kom þá gestunum yfir með góðu marki. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og voru komnir í 2-0 á 47. mínútu leiksins. Þar var að verki Guðjón Baldvinsson eftir stoðsendingu frá Arnþóri Inga Kristinssyni. Guðjón Baldvinsson var svo aftur á ferðinni á 55. mínútu leiksins þegar hann kom gestunum í 3-0. Brekkan orðin ansi brött fyrir Valsmenn. Valsarar voru þó alls ekki á því að leggja árar í bát. Á 61. mínútu minnkaði Kristinn Freyr Sigurðsson muninn og vonin lifði. Það var svo mikið um að vera seinustu 15 mínútur leiksins. Á 76. mínútu skoraði tryggvi Hrafn Haraldsson annað mark heimamanna og allt opið fyrir lokamínúturnar. Fjórum mínútum seinna fær Hjalti Sigurðsson dæmda á sig vítaspyrnu. Dómari leiksins mat það þannig að þarna hafi Hjalti verið að ræna Valsara opnu marktækifæri og rautt spjald því niðurstaðan. Patrick Pedersen fór á punktinn og jafnaði leikinn fyrir heimamenn og ótrúleg endurkoma Vals fullkomnuð. Ekki var meira skorað í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Það var ekkert sem gat skilið liðin að í vítaspyrnukeppninni og allt virtist vera inni. Þegar komið var að seinustu spyrnu KR-inga fór Emil Ásmundsson á punktinn. Emil setti boltann í slánna og Valsmenn því með örlögin í sínum höndum. Haukur Páll Sigurðsson mætti þá ískaldur og tryggði Valsmönnum sigurinn og miða í undanúrslit Lengjubikarsins. Öll mörkin má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Mörkin: Valur - KR Valur KR Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira
Það stefndi allt í það að markalaust yrði þegar flautað yrði til hálfleiks og lítið að gerast hjá báðum liðum mest allan fyrri hálfleikinn. KR-ingar náðu þó að koma inn marki rétt fyrir hléið. Óskar Örn Hauksson kom þá gestunum yfir með góðu marki. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og voru komnir í 2-0 á 47. mínútu leiksins. Þar var að verki Guðjón Baldvinsson eftir stoðsendingu frá Arnþóri Inga Kristinssyni. Guðjón Baldvinsson var svo aftur á ferðinni á 55. mínútu leiksins þegar hann kom gestunum í 3-0. Brekkan orðin ansi brött fyrir Valsmenn. Valsarar voru þó alls ekki á því að leggja árar í bát. Á 61. mínútu minnkaði Kristinn Freyr Sigurðsson muninn og vonin lifði. Það var svo mikið um að vera seinustu 15 mínútur leiksins. Á 76. mínútu skoraði tryggvi Hrafn Haraldsson annað mark heimamanna og allt opið fyrir lokamínúturnar. Fjórum mínútum seinna fær Hjalti Sigurðsson dæmda á sig vítaspyrnu. Dómari leiksins mat það þannig að þarna hafi Hjalti verið að ræna Valsara opnu marktækifæri og rautt spjald því niðurstaðan. Patrick Pedersen fór á punktinn og jafnaði leikinn fyrir heimamenn og ótrúleg endurkoma Vals fullkomnuð. Ekki var meira skorað í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Það var ekkert sem gat skilið liðin að í vítaspyrnukeppninni og allt virtist vera inni. Þegar komið var að seinustu spyrnu KR-inga fór Emil Ásmundsson á punktinn. Emil setti boltann í slánna og Valsmenn því með örlögin í sínum höndum. Haukur Páll Sigurðsson mætti þá ískaldur og tryggði Valsmönnum sigurinn og miða í undanúrslit Lengjubikarsins. Öll mörkin má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Mörkin: Valur - KR
Valur KR Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira