Fyrstu myndir dagsins staðfesta að um lítið gos sé að ræða Eiður Þór Árnason skrifar 20. mars 2021 08:51 Fyrstu myndir af gosinu í dagsbirtu sýna hraun flæða upp úr sprungunni í Geldingadal. Landhelgisgæslan Fyrstu myndir úr þyrlu Landhelgisgæslunnar nú í morgun staðfesta að um lítið gos sé að ræða á Reykjanesskaga og hraunstreymið sé enn innikróað í Geldingadal við Fagradalsfjall. Þetta segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Enn er ekki hægt að segja til um það hvort krafturinn í gosinu hafi breyst en nýjar upplýsingar liggja fyrir á tíunda tímanum. Þyrlan fór í loftið klukkan 7:20 með náttúruvársérfræðingum Veðurstofu Íslands. Áætlað er að þyrlan lendi í Reykjavík um níuleytið. „Framundan eru gasmælingar og fleiri mælingar til að meta framvinunda núna með morgninum,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni í samtali við Vísi. Hann segir að ný gasspá verði tilbúin á næstunni en íbúar sem búa austan við eldstöðvarnar, í Ölfusi, Selvogi, Þorlákshöfn, Hveragerði og á Árborgarsvæðinu voru beðnir um að loka gluggum í gærkvöldi vegna hættu á gasmengun. Engar skaðlegar gastegundir mældust í byggð í nótt. „Það þarf að áætla kvikustreymi og gasútsteymi á staðnum upp á að spáin verði sem nákvæmust og það er verið að vinna í því núna.“ Kvikustrókarnir um og yfir 50 metra Einar segir að skjálftavirkni hafi minnkað eftir að gosið hófst líkt og búast mátti við. Um 160 skjálftar mældust frá miðnætti að klukkan sex í morgun, sá stærsti 2,3 að stærð klukkan 05:01. Líkt og áður segir munu sérfræðingar Veðurstofunnar leggjast yfir nýjustu gögn og mælingar á næstu klukkustundum til að átta sig betur á stöðunni. „Miðað við athuganir sem voru gerðar í nótt þá voru kvikustrókarnir þá um og yfir 50 metra í loftið. Svo verður það metið á ný út frá nýjustu myndunum núna en það er ekki óalgengt að mesti krafturinn sé í byrjun goss,“ segir Einar. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Þetta vitum við um eldgosið í Geldingadal Eldgos hófst í Geldingadal við Fagradalsfjall klukkan 20:45 í gærkvöldi. Klukkan 21:36 hringdi kona inn á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og velti því upp hvort gos væri mögulega hafið á Reykjanesskaga. Hún taldi sig hafa séð rauðan bjarma á vefmyndavél sem hún var að fylgjast með. 20. mars 2021 03:28 Ráðleggingar um viðbrögð við gasmengun Miðað við umfang gossins í Geldingadal nú virðist það ekki koma til með að ógna byggð eða mannvirkjum. Aftur á móti er möguleiki á því að gasmengun geti valdið óþægindum hjá fólki. 20. mars 2021 01:39 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Sjá meira
Þyrlan fór í loftið klukkan 7:20 með náttúruvársérfræðingum Veðurstofu Íslands. Áætlað er að þyrlan lendi í Reykjavík um níuleytið. „Framundan eru gasmælingar og fleiri mælingar til að meta framvinunda núna með morgninum,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni í samtali við Vísi. Hann segir að ný gasspá verði tilbúin á næstunni en íbúar sem búa austan við eldstöðvarnar, í Ölfusi, Selvogi, Þorlákshöfn, Hveragerði og á Árborgarsvæðinu voru beðnir um að loka gluggum í gærkvöldi vegna hættu á gasmengun. Engar skaðlegar gastegundir mældust í byggð í nótt. „Það þarf að áætla kvikustreymi og gasútsteymi á staðnum upp á að spáin verði sem nákvæmust og það er verið að vinna í því núna.“ Kvikustrókarnir um og yfir 50 metra Einar segir að skjálftavirkni hafi minnkað eftir að gosið hófst líkt og búast mátti við. Um 160 skjálftar mældust frá miðnætti að klukkan sex í morgun, sá stærsti 2,3 að stærð klukkan 05:01. Líkt og áður segir munu sérfræðingar Veðurstofunnar leggjast yfir nýjustu gögn og mælingar á næstu klukkustundum til að átta sig betur á stöðunni. „Miðað við athuganir sem voru gerðar í nótt þá voru kvikustrókarnir þá um og yfir 50 metra í loftið. Svo verður það metið á ný út frá nýjustu myndunum núna en það er ekki óalgengt að mesti krafturinn sé í byrjun goss,“ segir Einar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Þetta vitum við um eldgosið í Geldingadal Eldgos hófst í Geldingadal við Fagradalsfjall klukkan 20:45 í gærkvöldi. Klukkan 21:36 hringdi kona inn á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og velti því upp hvort gos væri mögulega hafið á Reykjanesskaga. Hún taldi sig hafa séð rauðan bjarma á vefmyndavél sem hún var að fylgjast með. 20. mars 2021 03:28 Ráðleggingar um viðbrögð við gasmengun Miðað við umfang gossins í Geldingadal nú virðist það ekki koma til með að ógna byggð eða mannvirkjum. Aftur á móti er möguleiki á því að gasmengun geti valdið óþægindum hjá fólki. 20. mars 2021 01:39 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Sjá meira
Þetta vitum við um eldgosið í Geldingadal Eldgos hófst í Geldingadal við Fagradalsfjall klukkan 20:45 í gærkvöldi. Klukkan 21:36 hringdi kona inn á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og velti því upp hvort gos væri mögulega hafið á Reykjanesskaga. Hún taldi sig hafa séð rauðan bjarma á vefmyndavél sem hún var að fylgjast með. 20. mars 2021 03:28
Ráðleggingar um viðbrögð við gasmengun Miðað við umfang gossins í Geldingadal nú virðist það ekki koma til með að ógna byggð eða mannvirkjum. Aftur á móti er möguleiki á því að gasmengun geti valdið óþægindum hjá fólki. 20. mars 2021 01:39