Bassi Maraj slær öll met á Spotify og er rétt að byrja Sylvía Hall skrifar 20. mars 2021 21:51 Bassi Maraj er nýjasta viðbótin í flóru íslenskra tónlistarmanna og er óhætt að segja að hann byrji með stæl. Aðsend Raunveruleikastjarnan og nú tónlistarmaðurinn Bassi Maraj hefur vægast sagt slegið í gegn undanfarin misseri. Nýtt lag hans, sem kom út í gær, fór beint í efsta sæti íslenska vinsældalistans á Spotify og segist Bassi binda vonir við að lagið verði vinsælt á klúbbnum í sumar. „Ef hann einhvern tímann opnar.“ „Ég er búinn að sitja á laginu í smá tíma svo ég er kominn með pínu leið á því. Ég er alltaf í sjokki þegar fólk er bara „omg þetta er æði“ og ég er bara „what“ því ég fatta ekki að fólk er að heyra þetta í fyrsta skiptið.“ Lagið heitir einfaldlega Bassi Maraj og fengu áhorfendur raunveruleikaþáttanna Æði að fylgjast með ferlinu á bak við. Lagið er framleitt af Arnari Inga Ingasyni, sem er betur þekktur sem Young Nazareth, en hann hefur starfað með mörgum vinsælustu tónlistarmönnum landsins. Von er á tónlistarmyndbandi bráðum en Bassi segist vera rétt að byrja. Það er honum þó mikið hjartans mál að betri tök náist á kórónuveirufaraldrinum, enda sakni hann þess að kíkja á næturlífið og vill hann ólmur komast á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. „Ég væri alveg til í að spila þar, en mig langar aðallega bara að djamma sko.“ Bassi Maraj sló rækilega í gegn í sjónvarpsþáttunum Æði sem sýndir voru á Stöð 2+ við góðar undirtektir. Nú er stefnan sett á tónlistarferil.Aðsend „Þetta er bara æði“ „Úff já. A whole success,“ segir Bassi í samtali við Vísi þegar hann er spurður út í viðtökurnar og vísar þar til velgengni lagsins. Hann segir viðbrögðin hafa komið skemmtilega á óvart. „Þetta er bara æði.“ Laginu hefur verið streymt rúmlega 40 þúsund sinnum á Spotify frá því að það var gefið út í gær. Strax á fyrsta degi voru streymin orðin rúmlega 25 þúsund og var því fyrsta sætið á íslenska vinsældalistanum á Spotify nokkuð öruggt. Útgáfu lagsins verður fagnað á kvöld í góðra vina hópi, þar á meðal Patreki Jaime, Binna Glee og tvíburunum sem aðdáendur Æði kannast við, en Patrekur fagnar einmitt 21 árs afmæli sínu í dag. „Það er heill dagur. Það er þyrluflug og læti. Bröns og dinner og bowling með Binna, Patta og the twins.“ Æði Tónlist Tengdar fréttir Fyrsta lag Bassa komið út Bassi Maraj skaust upp á stjörnuhimininn með framkomu sinni í raunveruleikaþáttunum Æði ásamt félögum sínum Patrek Jaime og Binna Glee. 19. mars 2021 11:31 Náði ekki að kveðja föður sinn Á dögunum fékk Ísland í dag að fylgjast með venjulegum degi í lífi raunveruleikastjörnunnar Patreks Jaime sem slegið hefur í gegn í þáttunum Æði á Stöð2+. 8. mars 2021 10:30 Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Ég er búinn að sitja á laginu í smá tíma svo ég er kominn með pínu leið á því. Ég er alltaf í sjokki þegar fólk er bara „omg þetta er æði“ og ég er bara „what“ því ég fatta ekki að fólk er að heyra þetta í fyrsta skiptið.“ Lagið heitir einfaldlega Bassi Maraj og fengu áhorfendur raunveruleikaþáttanna Æði að fylgjast með ferlinu á bak við. Lagið er framleitt af Arnari Inga Ingasyni, sem er betur þekktur sem Young Nazareth, en hann hefur starfað með mörgum vinsælustu tónlistarmönnum landsins. Von er á tónlistarmyndbandi bráðum en Bassi segist vera rétt að byrja. Það er honum þó mikið hjartans mál að betri tök náist á kórónuveirufaraldrinum, enda sakni hann þess að kíkja á næturlífið og vill hann ólmur komast á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. „Ég væri alveg til í að spila þar, en mig langar aðallega bara að djamma sko.“ Bassi Maraj sló rækilega í gegn í sjónvarpsþáttunum Æði sem sýndir voru á Stöð 2+ við góðar undirtektir. Nú er stefnan sett á tónlistarferil.Aðsend „Þetta er bara æði“ „Úff já. A whole success,“ segir Bassi í samtali við Vísi þegar hann er spurður út í viðtökurnar og vísar þar til velgengni lagsins. Hann segir viðbrögðin hafa komið skemmtilega á óvart. „Þetta er bara æði.“ Laginu hefur verið streymt rúmlega 40 þúsund sinnum á Spotify frá því að það var gefið út í gær. Strax á fyrsta degi voru streymin orðin rúmlega 25 þúsund og var því fyrsta sætið á íslenska vinsældalistanum á Spotify nokkuð öruggt. Útgáfu lagsins verður fagnað á kvöld í góðra vina hópi, þar á meðal Patreki Jaime, Binna Glee og tvíburunum sem aðdáendur Æði kannast við, en Patrekur fagnar einmitt 21 árs afmæli sínu í dag. „Það er heill dagur. Það er þyrluflug og læti. Bröns og dinner og bowling með Binna, Patta og the twins.“
Æði Tónlist Tengdar fréttir Fyrsta lag Bassa komið út Bassi Maraj skaust upp á stjörnuhimininn með framkomu sinni í raunveruleikaþáttunum Æði ásamt félögum sínum Patrek Jaime og Binna Glee. 19. mars 2021 11:31 Náði ekki að kveðja föður sinn Á dögunum fékk Ísland í dag að fylgjast með venjulegum degi í lífi raunveruleikastjörnunnar Patreks Jaime sem slegið hefur í gegn í þáttunum Æði á Stöð2+. 8. mars 2021 10:30 Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Fyrsta lag Bassa komið út Bassi Maraj skaust upp á stjörnuhimininn með framkomu sinni í raunveruleikaþáttunum Æði ásamt félögum sínum Patrek Jaime og Binna Glee. 19. mars 2021 11:31
Náði ekki að kveðja föður sinn Á dögunum fékk Ísland í dag að fylgjast með venjulegum degi í lífi raunveruleikastjörnunnar Patreks Jaime sem slegið hefur í gegn í þáttunum Æði á Stöð2+. 8. mars 2021 10:30